Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 22
Ur
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sefd veidileyfi á iunda | Landeigendur í
Grímsey á Steingrímsfirði hafa ákveðið að
gefa fólki kost á að veiða lunda á landi sínu í
eyjunni.
Kemur það fram á fréttavefnum strand-
ir.is, og þar segir einnig að í Grímsey sé gríð-
arlega stór lundabyggð, sumir segi hana þá
stærstu á Islandi og jafnvel í Evrópu. Veiði-
leyfi eru seld hjá Jóni Magnússyni í Bæ 1.
• • •
Gengið í Teigsskóg | Umhverfis- og
náttúi-uvemdamefnd Reykhólahrepps
stendur fyrir almennri gönguferð um Teigs-
skóg við vestanverðan Þorskafjörð næst-
komandi sunnudag en Vestfjarðavegur mun
liggja um skóginn samkvæmt tillögum Vega-
gerðarinnar.
Skipulagsstofnun vinnur nú að umhverf-
ismati á væntanlegu vegstæði Vest-
fjarðavegar nr. 60 í Gufudalssveit. Nokkrar
leiðir koma til greina og hafa sveitarstjórn-
imar þrjár í Barðastrandarsýslum eindregið
mælt með svokallaðri B-leið. Sú leið felur
meðal í sér þvemn Djúpafjarðar og Gufu-
fjarðar og einnig að vegurinn mun liggja út
með Þorskafirði að vestanverðu í gegnum
svokallaðan Teigsskóg sem er stærsti birki-
skógur á Vestfjörðum. Fæstir hafa séð þetta
svæði með eigin augum, enda ekki aðgengi-
legt nema gangandi fólki.
Fulltrúi Náttúrustofu Vestfjarða verður
með í gönguförinni og greinir frá dýra- og
plöntulífi á staðnum. Lagt verður upp í göng-
una frá bænum Gröf klukkan 13 á sunnudag.
• • •
Landgræðsla | í lok síðustu viku hófust
framkvæmdir við landgræðslu í Eskifjarð-
ardal. Fjarðabyggð, Landgræðslan og
Vegagerðin hafa tekið höndum saman um
að græða upp malamámur í sveitarfé-
laginu.
Fyrsti áfangi þessa verkefnis hófst í
fyrrahaust og var gengið frá jöfnun mal-
amámusvæða á Eskifirði og er nú verið að
sá í þau svæði. Svæðin sem um er að ræða
em við syðri borholu hitaveitunnar og norð-
an Eskifjarðarár, samtals um 7 hektarar.
Afram verður svo haldið á sömu braut
næstu árin. Em svæðin formuð á haustin
og sáð svo í þau sumarið eftir.
• • •
Nýr púttvöllur | Nýr níu holu púttvöllur
hefur verið opnaður á tjaldstæði Höfða-
hrepps á Skagaströnd. A vefsíðu hreppsins
kemur fram að Ingibergur Guðmundsson,
fyrsti formaður Golfklúbbs Skagastrandar,
sló fyrsta höggið á vellinum í keppni við
Hjálm Sigurðsson, tómstunda- og íþrótta-
fulltrúa Höfðahrepps.
Púttvöllurinn er öllum opinn en þeir sem
vilja keppa verða að minnsta kosti til að
byrja með að hafa með sér púttara og kúl-
ur.
Minnstaður
Öskað sam-
starfs um út-
tekt á atvinnu-
tækifærum
Höfudborgin | Akureyri | Sudurnes | Austurland
Leiks
g M í ■ ,á
s > jM fm. *
11 u< ^ WímLd ** ▼'f<
m \ J % -j Æk
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Málað á grjót Þau Kristöfer og ísabella Nótt sátu í skógarreitnum og máluðu á steina sem svo var
komið fyrir við göngustíga. Fjöldi þorpsbúa á Djúpavogi kom til að skoða listaverk barnanna.
Bjarkartúnsbörn búa til listaverk
Djúpivogur | Hinn árlegi skóg-
ardagur leikskólans Bjark-
artúns á Djúpavogi var haldinn í
kringum Jónsmessuna. Ibúar
bæjarins fjölmenntu til að skoða
listaverk barnanna og hafði
verkunum verið komið fyrir í
skógræktinni rétt fyrir utan
Djúpavog.
Sýningin í ár er sérstaklega
glæsileg og greinilegt að sköp-
unarkraftur og gleði ríkir á
meðal barnanna á Bjarkartúni.
Listaverkin voru m.a. búin til úr
plastflöskum, bréfrúllum og
fleiru sem venjulega fer aðra
leið en upp í tré. Sýningin stend-
ur yfir fram á haust.
Skagafjörður [ Sveitarstjórn Sveitarfé-
lagsins Skagafjarðar hefur samþykkt
ályktun þar sem óskað er eftir samstarfi
við iðnaðarráðuneytið um heildstæða út-
tekt og rannsóknir á möguleikum Skaga-
fjarðar til áframhaldandi uppbyggingar
fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í héraðinu.
Einnig er óskað eftir stuðningi við nýsköp-
unarstarf sem Skagfirðingar vinna að og
aðgerðaráætlun þar um.
Tillagan var fiutt af Bjarna Jónssyni,
sveitarstj órnarfulltrúa Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs, og var samþykkt
samhljóða í sveitarstjórn eftir að gerðar
höfðu verið á henni orðalagsbreytingar.
------------------------
Unnt að prútta
á sölubásum
á Markaðsdegi
Bolungarvík | Hinn árlegi Markaðsdagur í
Bolungarvík, verður haldinn með fjölda
sölubása og skemmtidagskrá pæstkomandi
laugardag, klukkan 13 til 18. A markaðnum
verður selt nánast allt milli himins og jarðar,
gestir geta skemmt sér á milli þess sem þeir
versla eða prútta á sölubásunum.
Fjölmargir þekktir skemmtikraftar koma
fram á Markaðsdeginum, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. A staðnum verð-
ur fjöldi leiktækja fyrir yngri kynslóðina.
Auk alls þessa verður tískusýning á barna-
fatnaði, keppt í hinni árlegu sultukeppni,
grettukeppni, öskurkeppni og margt fleira.
Raunar hefst dagskrá helgarinnar í kvöld
þar sem allir sameinast um að grilla á risa-
grilli í Hreggnasagryíju þar sem Soffía og
Pálína Vagnsdætur munu leiða brekkusöng
við brakandi varðeld.
Helginni lýkur síðan með vatnsdeginum í
Sundlaug Bolungarvíkur. Þar geta gestir
tekið þátt í vatnsslagnum í öllum fótunum
með viðeigandi búnað að vopni.
----------------------
Skákmót haldið
í Trékyllisvík
Trékyllisvík | Skákmót til minningar um
Jónu Sigurveigu Guðmundsdóttur frá
Stóru-Avík fer fram í Trékylhsvík á Strönd-
um um helgina.
Mótið hefst kl. 20 í kvöld og verða þá
tefldar þrjár atskákir. A morgun verða
tefldar tvær atskákir til viðbótar. I fjórum
síðustu umferðunum verða tefldar hrað-
skákir.
Hrókurinn skipuleggur ferð á mótið og
verður boðið upp á gistingu og mat. Meðal
þátttakenda verða alþjóðlegir meistai’ar og
stórmeistarar í skák, en mótið er opið öllum.
^spran
U SPAMSióöUtt PSYXJAVÍKUP 00 UASKCKNIS
Skráning skuldabréfa í Kauphöll íslands
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. - 3.000.000.000 - 1. flokkur 2005
Nafnverð útgáfu og lánstími:
Útgefandi:
Skráningardagur í Kauphöll
Skilmáiar skuidabréfa:
Þegar hafa verið gefnar út og seldar
3.000.000.000 kr. að nafnverði.
Heildamafnverð flokksins verður allt að
5.000.000.000 kr. að na&verði.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf., kt.
610269-5089, Ármúla 13a, 108 Reykjavík.
Kauphöll íslands mun taka þegar útgefin og seld
bréf að upphæð 3.000.000.000 kr. að nafnvirði á
skrá 5. júlí 2005.
Skuldabréf 1. flokkur 2005 em verðtryggð.
Bréfin bera ekki vexti. Utgáfúdagur er 1. mars
2005. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar
með einni greiðslu þann 1. mars 2012.
Auðkenni skuldabréfaflokksins: Auðkenni bréfanna í kerfi Kauphallar Islands er
SPR05 1.
Umsjón með skráningu:
Viðskiptastofa SPRON kt. 501197-2979, Ármúla
13a, 108 Reykjavík.
Skráningarlýsingu og önnur gögn um SPRON varðandi ofangreind skuldabréf liggja
frammi hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Ármúla 13a, 108 Reykjavík,
sími 550 1200.
Auk þess er hægt að náigast upplýsingar á heimsíðu sparisjóðsins www.spraa.ls
Mínstund
frett@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons
Fólk í fréttum í Ólafsvík
Ljósmyndasýningin Fólk í fréttum
hefur verið sett upp á Hótel
Ólafsvík. Hún er liður í dagskrá
Færeyskra dagasem haldnir eru í Ólafs-
vík um helgina. f tilefni opnunarinnar
býður Hótel Ólafsvík upp á kaffihlað-
borð á laugardag og sunnudag.
Á ljósmyndasýningunni eru verð-
launamyndir eftir fréttaritara Morg-
unblaðsins á landsbyggðinni, meðal ann-
ars tvær fréttamyndir sem Alfons
Finnsson í Ólafsvík er höfundur að.
Sýningin er sett upp á nokkrum stöð-
um á landsbyggðinni nú í sumar. Mynd-
irnar verða í Ólafsvík til 24. þessa mán-
aðar.
Höfuðborgarsvædið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland SteinunnÁsmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Af sigghendu
Rúnar Kristjánsson
á Skagaströnd
velti fýrir sér um-
ræðum um sigghenduna í
þættinum Mín stund.
Hann yrkir:
Spekingurf búðum Braga
birti dóm í skeyti.
Oröum kunni karl að haga,
kláraðflestu leyti.
Sigghendunni sóknarfæri
síst hann veitti ogglotti.
Úrskurðaði að hún væri
afhending meö skotti.
Rúnar bætir við:
Braga-hersis Bangslmon
bar sig þversum móti von.
Kvæðaversa kunnurdon,
Kristján Bersi Ólafsson.
Sigrún Haraldsdóttir
lagði út af fréttum:
Cruise sér nýrrar kvinnu bað.
Kýr úr fjósum streyma.
Sjálfsvíg kvenna standa í stað.
Sturlavinnurheima.
pebl@mbl.is