Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 27 DAGLEGT LIF MATARKISTAN ■ MATVENDNI Franskar kartöflur algengasta grænmetið ÞAÐ ER ekki alltaf auðvelt að vera foreldri og ætla sér að gera börnunum sínum til hæfis á matmálstímum. Þau fulsa oft við því sem fram er borið með þeim afleiðingum að foreldr- arnir gefast upp og mataræði barnanna verður bæði einhæft og ekki eins hollt og þurfa þyk- ir. En skyldi einhæft fæði vera ungum börnum skaðlegt og gætu foreldrar ekki allt eins hætt að ergja sig á því að reyna að fá börn sín til að borða hollt og gott? Sérfræðingar eiga fjölmörg svör, en því miður liggja fyrir litlar sem engar langtíma rannsóknir, sem stutt geta þær kenningar, sem uppi eru. Ekki hefur verið sýnt fram á tengsl á milli næringar í æsku og sjúkdóma síðar þótt næring- arfræðingar margir hverjir mæli með trefjaríku fæði, ávöxtum og grænmeti í barn- æsku til að koma í veg fyrir að ýmsir sjúkdómar nái að þróast síðar á lífsleiðinni, segir í net- miðli New York Times. Sérfræðingar benda á að börnin séu ekki að fá næring- arefni úr heilsusamlegustu uppsprettum því algengasta grænmetið, sem ung for- skólabörn borða í Bandaríkj- unum, reynist vera franskar kartöflur. ■ MATARKISTAN | Á Salti má fá skandinavískt hráefni með Miðjarðarhafsblæ Létt og óþvingað andrúmsloft Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is „IOKKAR kokkamennsku ætlum við að leggja áherslu á Miðjarðarhafsstíl og skandinavísk áhrif. Við verðum með öðrum orðum með skandinavískt hráefni, sem við munum krydda til eftir kúnstarinnar reglum í Miðjarð- arhafsanda. Sem dæmi má nefna franska andalifur með súrmjólk og snigla með beikoni. Við munum leika okkm1 svolítið með hráefnin og kryddin og komum til með að nota flottasta hráefni sem við náum í,“ segir Ragnar Ómarsson, yfírmat- reiðslumeistari á Salti, glænýju veit- ingahúsi á jarðhæð Hótels Radisson SAS 1919 í hjarta miðborgarinnar. Salt vísar út að Tryggvagötu og Pósthússtræti. Nýi veitingastaðurinn, sem hann- aður var af frönskum arkitekt, tekur um 70 manns í sæti. Hann þjónar sem morgunverðarsalur fyrir hótelið auk þess sem boðið er bæði upp á há- degismatseðil og kvöldmatseðil., ,Af- greiðslan er snögg í hádeginu því hingað kemur fólk úr vinnu til að fá sér að borða á klukkutíma. Andrúms- loftið breytist örlítið með kvöldinu, en þá eiga gestimir að upplifa góða, létta og óþvingaða stemningu með því að koma hingað auk þess sem matseðillinn er þá heldur stærri í sniðum en í hádeginu." í hádeginu eru forréttir seldir á 750 kr., aðalréttir á 1.450 kr. og eft- irréttir á 850 kr. Á kvöldin er verðið orðið eilítið hærra, en þá eru fisk- réttir t.d. á 2.400 kr. og kjötréttir á 3.150-3.400 kr. Skandinavar standa framarlega Ragnar er uppalinn í Keflavík og lærði á Glóðinni þar í bæ hjá Kristni Jakobssyni. Hann hefur starfað sem matreiðslumeistari í Frakklandi, Bandaríkjunum og í Noregi og var í íjögur ár yfirmatreiðslumeistari á Hótel Holti. „Skandinavar eru án nokkurs vafa orðnii- fremstir í heiminum í mat- reiðslu. Það sýndi sig bara í síðustu heimsmeistarakeppni einstakiinga, en þá röðuðu Norðurlöndin fimm sér meðal sjö efstu sæta í Bucuse Dor keppninni sem er ein virtasta mat- reiðslukeppni heims og haldin í Lyon í Frakklandi ár hvert,“ segir Ragnar, en hann tók þátt í keppninni fyrir Is- lands hönd í janúar sl. og hafnaði í fimmta sætinu. Ragnar lét Matar- kistunni í té þrjár uppskriftir af rétt- um, sem eru í boði á nýja staðnum. ■ Túnfisk-carpaccio (fyrir fjóra) 240 gtúnfiskur ruccola-salat Morgunblaðið/Eyþór Túnfisk-carpaccio. Þrjár tegundir af salti eru settar á hvert borð á kvöldin á veitingastaðnum Salti. Svart salt frá Hawai, bleikt salt frá Astralíu og grátt salt frá Frönsku rívíeríunni. Heit súkku- laðikaka í bolla. Morgunblaðið/Eyþór Ragnar Omarsson, yfirmat- reiðslumeistari á Salti. raðað huggulega á diska. Kjarninn úr tómatnum er tekinn innan úr og síðan er hann skorinn í fallega bita og það sama er gert við paprikuna. hvítlaukurinn er pressaður og skall- ottulaukurinn og steinselja eru söx- uð smátt. Þessu öllu er blandað sam- an og smakkað til með salti og pipar. Ofan á túnfiskinn er smá maldon salti stráð yfir og síðan er olíu- sósunni stráð létt yfir. Ruccolað er rifið niður í höndunum og stráð yfir. ■ Humarsalat (fyrir fjóra) 8 litlir humarhalar 8 meðalstórir humarhalar 8 litlir sperglar ruccola-salat frisse-salat blandaðar kryddjurtir, t.d. kerfill, kóriander og ferskt dill ■ Engiferolía 1 dl eplasafi 1 dl vatn salt og pipar Engiferið rifíð niður. Skall- ottulaukurinn og chilli saxað og allt sett í pott og svitað í smjörinu. Epla- safanum og vatninu bætt út í og þessu leyft að malla í um 45 mínútur. Smakkað til með salti og pipar. Kælt. Litlu halamir pillaðir og hreins- aðir, steiktir með smá hvítlauksolíu og kældir. Stæm halarnir eru líka pillaðir og hreinsaðir og hver hali er þræddur upp á pinna eftir endi- löngu. Salötin eru skoluð og þeim blandað saman. Endinn á spergl- inum er skorinn af og síðan er hann soðinn og kældur. Smávegis af engi- feroh'unni er hellt á salatið og hum- arinn og spergillinn settur út í. Engi- fersultan er sett í botninn á disknum, svo salatið og að endingu eru tveir steiktir halar á spjóti settir á toppinn. maldon salt Olíusósa: 1 tómatur V2 rauð paprika 2 msk. söxuð steinselja 1 skallottulaukur safi úr einni sítrónu 2 dl olífuolía 1 hvítlauksgeiri salt og pipar Túnfiskurinn er tekinn hálffrosinn og skorinn niður í þunnar sneiðar og 200 g engifer 300 ml olía (Isió) börkur af einni sítrónu Engiferið saxað gróft og sett í pott ásamt olíu og berki. Suðan látin koma upp á olíunni. Látið kólna og sigtað. ■ Fennelsulta 1 engifer 1 skallottulaukur V2 chilli 60 g ósaltað smjör ■ Heit súkkulaðikaka 4 egg 15 g sykur 190 g súkkuiaði 115 g smjör 60 g hveiti Egg og sykur þeytt saman meðan súkkulaði og smjör er brætt. Síðan er þessu blandað saman og að end- ingu hveitinu. Sett í litla bolla og bakað við 180 gráður í 6-8 mínútur eða þangað til litlar sprungur mynd- ast á yfirborðinu. Með þessu er gott að bera fram ís og fersk jarðarber. • • GULALÍNAN Snyrtistofan Heilsmlrekinn Skeifunni simi 5538282 Snyrtistofan Lipurtá í íafn.ufirði 5653331 Sm rtistofim Greifynjan Arbæ simi 5879310 Eico ehf - Skútuvogur 6 - simi 570-4700 eico@eico.is - www.eico.is Bæjarlind 1-3 • s: 544 4044 * www.kristallogpostulin.is Oððð Grennandi súkkulaðimaski Mýkjandi möndlumaski Yngjandi vellíðunarmeðferð Ótrúlegur árangur Heildvcrslunin Hjölur chf. Simi 588 8300 — Fyrír sumarhústö, húsbitmn, fettihýsið eóa heimitió. ; J ’ i /5 LCD sjónvarp með innbyggóum DVD spitara. V/rkar einnig sem tötvuskjár. Sértengi fyrír Ptaystatíon. 12/220V Veró kr. 79.900 ## Orþunn Storutsala Lagerhreinsun 15%-80% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.