Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forystumenn stjórnarandstöðunnar um álitsgerð tveggja lögfræðinga Kalla eftir skýringum ríkis- stjórnar og forsætisráðherra Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FORYSTUMENN stjórnarandstöðuflokkanna segja að forsætisráðherra og ríkisstjómin þurfi að gefa skýringar á ákveðnum atriðum sem fram koma í álitsgerð lögmannanna tveggja, sem unnin vai- að beiðni stjórnarandstöðunnar, um minnis- blað Ríkisendurskoðunar varðandi hæfi forsætis- ráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans til S-hópsins. Stjómarandstaðan segir að Ríkisend- urskoðun skuldi einnig skýringar. Láras Ögmundsson, lögfræðingur Ríkisendur- skoðunar, sagði í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær að Ríkisendurskoðun myndi að svo stöddu ekki tjá sig um álitsgerð lögmannanna. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins sagði sömuleiðis að Halldór Asgrímsson forsætisráð- herra myndi ekki tjá sig um álitsgerðina, þegar blaðamaður leitaði eftir því í gær. „Alvarlegar athugasemdir" Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að í álitsgerðinni komi fram mjög alvarlegar athugasemdir, annars vegar varðandi hæfi Halldórs Asgrímssonar og hins veg; ar varðandi minnisblað Ríkisendurskoðunar. ,,[I álitsgerðinni] er sett fram sú skoðun að útboð og einkavæðing ríkisfyrirtækja lúti reglum stjórn- sýslulaga um hæfi og að Halldóri Asgrímssyni Magnús Þór Ögmundur Ingibjörg Sólnín Hafsteinsson Jónasson Gísladóttir beri, eins og öðrum, að gæta að hæfi sínu. Og enn- fremur að hann hefði átt að vekja athygli á aðstöðu sinni þegar S-hópurinn gerði tilboð í Búnaðar- bankann, bæði vegna vensla og annarra tengsla við hópinn," segir hún. „Mér finnst niðurstaðan í álitinu það afgerandi og athugasemdirnar það veigamiklar að ríkis- stjórnin hljóti að taka þetta til alvarlegrar skoð- unar.“ Spurð um næstu skref stjórnarandstöðunn- ar í þessu máh, segir hún að þau hljóti að ráðast af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Eigi sér fáar málsbætur Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að í álitsgerðinni sé sett fram rökstudd gagnrýni á vinnubrögð Ríkisendurskoðunar. „í álitsgerðinni segir að minnisblað Ríkisendurskoðunar taki ekki til allra þátta, er varða hæfi ráðherra, í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Búnaðai'bankanum til S- hópsins," segir hann, en í álitsgerðinni eru m.a. gerðar athugasemdir við að ekki hafi verið tekin afstaða til tengsla Halldórs við Finn Ingólfsson, einn helsta forsvarsmann S-hópsins. Ögmundur segir að menn hafi hingað til stað- næmst við fjölskyldutengsl Halldórs, en gefið minni gaum að hinum pólitísku tengslum. „Þeir sem högnuðust af sölu bankans era innstu koppar í fjármálabúri Framsóknarflokksins; fjáröflunar- menn flokksins og nánir samstarfsmenn." Hann segir að forsætisráðherra og ríkisstjórnin þurfi m.a. að svara fyrir þessi atriði. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir að Halldór Ásgríms- son eigi sér afskaplega fáar málsbætur í þessu máh. Álitsgerðin staðfesti það. „Hann er greini- lega vanhæfur og ég botna ekkert í honum að hafa ekki sagt sig frá málinu í upphafi. Tengslin era augljós; bæði fjölskyldutengslin og póhtísku tengslin. Það er barnalegt að ætla sér að þræta fyrir það.“ Magnús segir að málið hljóti að verða tekið upp á Alþingi í haust. Þar verði ríkisstjórnin að svara fyrir sig. Hann telur einnig að þetta mál hljóti að verða sent til umboðsmanns Álþingis, þar sem óskað verði eftir áliti á því hvort Halldór hafi verið hæfur eða ekki, til að fjalla um sölu Búnaðarbank- ans til S-hópsins. Sýknaður af ákæru um líkamsárás HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæra fyrir að kasta ölglasi í höfuð annars karlmanns á veitingastað í Kópavogi í janúar á síðasta ári. Sá sem fyrir glasinu varð fékk skurð á augabrún og kúlu á enni. Fram kemur í niðurstöðum dóms- ins að engin vitni hafi orðið að atvik- inu og sá sem fyrir glasinu varð sagði í lögregluskýrslu að einhver hefði hent glasinu í hann. Fyrir dómi bar hann hins vegar að hann hefði séð ákærða kasta ölglasinu í áttina að honum. Hins vegar bar hann ekki kennsl á ákærða inni í dómsal. Játaði á leið á slysamóttöku að hafa lent í átökum við mann í frumskýrslu lögreglu er haft eft- ir ákærða að hann hafi játað í lög- reglubifreið á leið á slysamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss að hafa lent í átökum við einhvern mann og sá hafi átt þetta skilið. Dómurinn segir hins vegar að sakfelling ákærða verði ekki einvörðungu reist á ætlaðri játningu hans í lögreglu- bifreiðinni. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Róbert Árni Hreiðarsson hdl. og sækjandi Karl Vilbergsson, fulltrúi lögreglu- stjórans í Kópavogi. Á annað þúsund lækna þingar ÞESSA dagana stendur yfir 28. þing norrænu svæfinga- og gjörgæslu- læknasamtakanna. Þingið er eitt fjölmennasta læknaþing sem haldið hefur verið hérlendis með yfir 1.000 þátttakendum frá 42 þjóðum. Yfir 100 fyrirlesarar frá 12 löndum verða með fyrirlestra á þinginu sem haldið er í fjórða sinn í Reykjavík. Sam- hliða þessu verður viðamikil sýning á nýjungum tengdum svæfinga- og gjörgæslulækningum frá á fjórða tug fyrirtækja. Nota þingfulltrúar fundahlé til að fræðast um það sem nýjast er í faginu. Þingið er haldið á Nordica Hóteli og stendur fram á sunnudag. Morgunblaðið/Jim Smart Kreditkortavelta j dkst um tæpa sjö milljarða Á FYRSTU fimm mánuðum ársins jókst kreditkortavelta heimilanna í landinu um tæpa sjö milljarða króna miðað við sama tfmabil í fyrra, eða um 12,5%. Veltan frá janúar til maí á þessu ári nam 62,9 milljörðum króna, samanborið við 55,9 milljarða á sama tíma árið 2004. Frá þessu er greint í Hagvísum Hagstofunnar. Aukning á veltu kreditkorta síðustu tólf mánaða er 6,5% miðað við tólf mánuðina næstu á undan. Fyrstu fimm mánuði ársins jókst velta debetkorta um 27% en tólf mánaða aukning er 20%. Landsmenn juku einnig kreditkortanotkun sína erlendis. Frá janúar til maí á þessu ári jókst veltan um 20% frá sama tíma árið áður, eða úr 8,1 milljarði í 9,7 milljarða á þessu ári. meo unDiRLeiK » 20 íSLensKum uppáHau>SLöGum VeRÐ ncönGu Fáara.eGiR HJá ous!) Of snemmt að ræða um einstaka virkjanakosti RÆTT hefur verið við Landsvirkjun og Hitaveitu Suðurnesja um orku- sölu vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík en of snemmt er að segja til um hugsanlega virkj- unarkosti. I Morgunblaðinu í gær var greint frá því að Alcan á íslandi og Orku- veita Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um að Orkuveitan út- vegi 200 MW komi til stækkunar á álverinu í Straumsvík, sem sé tæp- lega helmingur af orkuþörf vegna stækkunarinnar. Rætt hefði verið við Landsvirkjun og Hitaveitu Suð- urnesja um hvort fyrirtækin geti út- vegað þá orku sem upp á vantar. Síð- ast var fundað í fyrradag, sama dag og skrifað var undir samkomulagið milli Alcan og OR. Engar formlegar viðræður Að sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, hafa eng- ar formlegar viðræður farið fram heldur hafi fyrirtækin eingöngu skipst á upplýsingum. Alcan hafi greint frá sínum áætlunum og Landsvirkjun gert grein fyrir þeim virkjunarkostum sem séu fyrir hendi. Friðrik sagði að virkjunar- heimildir Landsvirkjunar væra fyrst og fremst við Þjórsá og Tungná. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðumesja, sagði að á fundum með Alcan hefði í raun ekki verið mikið um að tala þar sem enn væri langt í að HS gæti útvegað þá orku sem þyrfti. Enn væri verið að sækja um rannsóknarleyfi eða bora til- raunaholur á þeim svæðum sem helst væri hægt að virkja í þessum tilgangi. Spurður um hvaða svæði kæmu helst til greina ef af stækkun yrði, nefndi hann að hugsanlega mætti bæta við afl Reykjanesvirkjunar en ákvörðun um það væri þó ekki hægt að taka fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 eða 2009. Þá væri verið að rannsaka virkj- unarmöguleika við Trölladyngju og sótt hefði verið um rannsóknarleyfí í Brennisteinsfjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.