Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Menntun | Stofnun Sigurðar Nordal býður upp á íslenskukennslu fyrir Bandaríkjamenn
„Pabba fannst tilvalið
að skíra mig í höfuðið
á Eiríki rauðaa
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.ís
ÍSLAND er svolítið Ameríkusinnað
land að mati nokkurra bandarískra
háskólanema sem eru hér á landi í ís-
lenskukennslu á vegum Stofnunar
Sigurðar Nordal og germönsku
deildar Minnesota-háskóla í Banda-
ríkjunum. Nemarnir hafa dvalið hér
á landi síðastliðnar þrjár vikur en þar
áður voru þeir í tungumálanámi í
Minnesota. I hópnum, sem telur
þrettán manns á aldrinum 19-88 ára,
eru ekki einungis háskólanemar
heldur einnig VeStur-íslendingar og
annað áhugafólk um íslenska tungu
og menningu.
Það var árið 2001 sem Landa-
fundaneftid veitti Stofnun Sigurðar
Nordals fyrst stjn-k til að efla ís-
lenskukennslu vestanhafs. Minne-
sota-háskóli varð fyrir vahnu sem
samstarfsskóh þar sem margt fólk af
norrænum ættum býr í fylkinu, góð-
ar flugsamgöngur eru þaðan til Is-
lands og í háskólanum þar hefur ver-
ið boðið upp á kennslu í forníslensku.
Nú styrkir menntamálaráðuneytið
verkefnið og hefur Icelandair veitt
þátttakendum afsláttarfargjöld
ásamt því að Minnesota-háskóli veit-
ir námsstyrki. Háskólanemamir í
hópnum fá námskeiðið metið til ein-
inga í sínum skólum, en þátttakend-
urnir koma alls staðar að úr Banda-
ríkjunum.
Úlfar Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðs Nordals, segir að í
upphafi hafi hugmyndin verið sú að
halda tungumálanámskeiðið alfarið
vestanhafs en þar sem tahð var að
áhugi yrði varla nægur fyrir því var
hugmyndin þróuð betur. Námskeiðið
í ár er það fimmta í röðinni og bygg-
ist þannig upp að nemendur dveljast
fyrst í Minnespta í þrjár vikur en
ferðast svo til Islands í áframhald-
andi íslenskukennslu og menning-
arferð.
Guðrún Theódórsdóttir, aðjúnkt í
íslensku fyrir útlendinga, hefur
kennt námskeiðin frá byrjun, bæði í
Bandaríkjunum og hérlendis. Þá er
nemunum einnig boðið upp á fyr-
irlestra um náttúru íslands, íslenska
sögu og menningu ásamt því að
menningarstofnanir og sögustaðir
sunnan- og vestanlands eru heim-
sóttir.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við fjóra íslenskunema fyrr í
vikunni og fékk að heyra hvemig
þeim líkar kennslan, landið og menn-
ingin.
Nick Eyvindson er 24 ára nemi í
fornámi í læknisfræði við Concordia-
háskólann í Saint Paul í Minnesota-
fylki. Eins og eftirnafn hans gefur til
kynna er hann af íslenskum ættum.
Afi Nicks var íslenskur en amma
hans bandarísk. Þau bjuggu fyrst á
íslandi og var faðir hans ftmm ára
þegar þau fluttu til Bandaríkjanna.
Islenska var ekki mikið töluð á heim-
ili fóður Nicks svo enginn í fjölskyld-
unni talar málið í dag. Afi hans lést
rétt fyrir fæðingu hans og amma
hans lærði aðeins nokkur orð.
Nick segir námskeiðið vera
skemmtilegt en þó frekar erfitt.
Kennslan fari fram á íslensku sem sé
gott að því leyti að þau verði að
leggja sig harðar fram og þannig læri
þau einnig meira.
Melissa Lee er 21 árs grunnskóla-
kennaranemi frá Concordia-
háskólanum í Moorehead, einnigí
Minnesota, og er þetta önnur heim-
sókn hennar til landsins. Melissa er
líkt og Nick af íslenskum ættum því
amma hennar er alíslensk. Hún var
ein þeirra Vestur-íslendinga sem
fluttu til Norður-Dakóta í lok
nítjándu aldar. Þar giftist hún inn í
norska fjölskyldu og missti því fljót-
lega tökin á íslenskunni sem hún
hafði annars ahst upp við í æsku.
Melissa hefur mikinn áhuga á ætt-
artengslum sínum við Island og
stefnir að því að rækta þau enn frek-
ar í framtíðinni. „Námskeiðið er
meiri áskorun en ég hélt það yrði og
mér þykir málfræðin mjög erfið,“
segir Melissa og Nick er sammála
því. „Ég hafði reynt að læra íslensku
Hópurinn í kennslustund í Árnagarði. Fremst situr Melissa Lee og við hlið hennar er Eric Luttrell.
Morgunblaðið/Ómar
Nick Eyvindson fylgist hér glöggt með kennslunni. Hann hyggur jafnvel á
háskólanám á Islandi í framtíðinni, svo ánægður er hann með dvölina.
sjálfur en stafrófið og framburðurinn
var mér það erfiður að ég gafst fljót-
lega upp,“ segir hann en hvorugt
þeirra kunni neitt í tungumálinu fyr-
ir námskeiðið.
Nick segist því miður ekki hafa
kynnst neinum íslendingum það vel
að hann muni halda sambandi við þá
en fólkið hér sé mjög almennilegt.
„Ég kom ekki með neinar væntingar
hingað og hef haft mjög gaman af því
að kynnast menningunni. Það kom
mér þó á óvart hversu Island er líkt
Bandaríkjunum að vissu leyti en
samt sem áður er það auðvitað líka
evrópskt." Melissa bætir við að unga
fólkið hér á landi virðist vera mjög
upptekið af svokallaðri poppmenn-
ingu; tísku og tónlist líkt og vest-
anhafs.
Hópurinn hefur stundað sundlaug-
ar borgarinnar mikið og voru fljót að
komast upp á lagið með heitupot-
taumræðumar. „Við spjöllum stund-
um við fólkið í pottunum en hlustum
líka oft á hvað það er að ræða um.
Oftast skiljum við ekki mikið en
stundum nokkur orð,“ segir Melissa.
Ólíkt Nick og Melissu er Eric
Luttrell ekki íslenskættaður og því
lék blaðamanni sérleg forvitni á að
vita hvað dró hann á þetta námskeið.
Hann er 28 ára nemi í enskum mið-
aldabókmenntum í háskólanum í
Denver. „Þar sem íslenska er líkust
miðaldaensku af nútímatungumálum
fannst mér tilvalið að sækja þetta
námskeið. Aður en ég kom hingað
hafði ég litla hugmjmd um framburð
miðaldaenskunnar svo íslenskunám-
ið hjálpar mér mikið,“ útskýrir Eric.
Hann er ánægður með námskeiðið
þegar á heildina er litið og hafði sér-
staklega gaman af ferðum á Þing-
velli, Gullfoss og Geysi og að Eiríks-
stöðum í Haukadal. A síðastnefnda
staðnum var tekið mjög vel á móti
hópnum. Það kom Eric mjög á óvart
hversu vel staðurinn hefur verið end-
urbyggður og í hversu gott návígi við
gömlu tímana gestir komast þar.
Það jók mjög áhuga Erics á Is-
landi að hann er skírður í höfuðið á
Eiríki rauða. „Þegar ég var nokkra
daga gamall og var ég oft svo reiður
af því að hggja í vöggunni minni að
ég varð eldrauður í framan. Pabba
fannst því tilvalið að skíra mig í höf-
uðið á Éiríki rauða,“ segir Eric og
hlær. Hann hafði því sérstaklega
gaman af heimsókninni á Eiríksstaði.
Hópurinn allur er mjög ánægður
með námskeiðið og tveir munu vera
áfram á landinu til að taka þátt í fjög-
urra vikna íslenskunámskeiði fyrir
fólk alls staðar að úr heiminum sem
hefst um helgina. Það námskeið er
einnig á vegum Stofnunar Sigurðar
Nordal.
Þátttaka á námskeiðinu sem nú er
að ljúka hefur aldrei verið eins góð
og í ár og mun Minnesota-háskóli og
Stofnun Sigurðar Nordal bjóða upp á
slíkt tungumála- og menningar-
námskeið áfram á næstu árum.
Nýr umboðsaðili
UPS á íslandi!
Frá og meó 1. júlí munu Vallarvinir ehf. taka við umboði
hraðsendingafyrirtækisins UPS á íslandi. Þessi breyting er
liður í að bjóða viðskiptavinum UPS aukna og bætta þjónustu
sem kynnt verður nánar á næstu vikum.
Nýtt þjónustunúmer UPS er 420 0900
Vallarvinir ehf.
Authorized Service Contractor for UPS
Bygging 10, Keflavíkurflugvöllur
P.O. Box 40, IS 232 Keflavík
Sími 420 0900 - Fax 420 0901
http://www.express.is
Reuters
24 tonn
af sandi
FIMMTIU myndhöggvarar víðsveg-
ar úr heiminum hafa undanfarnar
fimm vikur verið að reisa þennan
risavaxna sandskúlptúr í borginni
Blankenberge í Belgíu í tilefni af 175
ára afmæli ríkisins. 24 tonn af sandi
þurfti til verksins en gestir og gang-
andi geta skoðað skúlptúrinn frá og
með morgundeginum og fram til 28.
ágúst.