Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Margar flugvélar
Flugumferðin skapar tekjur upp á
tæpa tvo milljarða króna árlega
Yfirlit
BEITA ÞRÝSTINGI
Kínverjar vilja að Islendingar láti
af stuðningi við tillögu G4-ríkjanna
um breytingar á skipan Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. Hefur sendi-
herra Kína á Islandi ítrekað fundað
með embættismönnum utanrík-
isráðuneytisins undanfarið til að afla
sjónarmiðum stjórnvaldaí Peking
stuðnings.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MIKIL flugumferð var á íslenska
flugumsjónarsvæðinu í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Flugmála-
stjóm Islands gerðu spár ráð fyrir að
vel yfír 500 flugvélar færu í gegnum
íslenska flugstjórnarsvæðið fram að
miðnætti. Um miðjan dag í gær voru
ellefu stöður flugumferðarstjóra
mannaðar í flugstjórnarmiðstöðmni í
Reýkjavík en á venjulegum degi eru
þeir fjórir til sex á þessum tíma.
Að sögn Heimis Más Péturssonar,
upplýsingafulltrúa Flugmálastjóm-
ar Islands, réð mestu um þessa miklu
umferð að hagstæðir háloftavindar
vom á íslenska flugstjórnarsvæðinu
fyrir flugvélar á leið vestur yfír Atl-
antshaf. Flugmenn sækist eftir góð-
um meðbyr til að spara bæði tíma og
eldsneyti. „Mér skilst að það sé mjög
kröpp lægð hérna sunnan við landið
sem flugstjórarnir eru að forðast og
fljúga því norður fyrir hana og fá þá
vindinn í bakið í leiðinni."
Ekki vandamál þó að vélarnar
yrðu sextil sjö hundruð
Aðspurður sagði Heimir Már í gær
gert ráð fyrir að 426 flugvélar fæm í
gegnum svæðið í vesturátt og um eða
yfir eitt hundrað í austurátt áður en
sólarhringurinn væri liðinn. Saman-
lagt 526 flugvélar. Spurður hvort
ekki væru takmörk fyrir því hversu
margar vélar gætu farið um íslenska
flugstjórnarsvæðið á hverjum sólar-
hring sagði Heimir Már vitaskuld
svo vera. „En þó vélamar yrðu sex til
sjö hundmð þá væri það ekkert
vandamál, enda höfum við bæði
mannskap og tækni til þess að sinna
þessu.“
Að sögn Heimis Más er þetta
mesta umferð um íslenska flug-
stjórnarsvæðið frá 11. september
2001. Undanfama mánuði hafa um
áferð
150-250 flugvélar farið vestm* eftir
um flugstjómarsvæðið á degi hverj-
um. í lok maí höfðu 32.083 flugvélar
farið um íslenska flugstjómarsvæð-
ið, eða 1.881 fleiri flugvélar en á sama
tímabili í fyrra. Aukningin er um 6,3
prósent.
„Pað em auðvitað mildir hagsmun-
ir í húfi fyrir okkur Islendinga að
fiugumferð yfir landinu sé mikil og
góð, enda skapar flugumferðin okkur
tekjur upp á tæpa tvo milljarða
króna á ári. Þannig að þetta er mikil
og góð tekjulind fyrir íslenskt þjóð-
félag að hafa þessa umferð og eftir
því sem umferðin er meiri era tekj-
urnar meiri því að þetta em notenda-
gjöld sem standa undir kostnaðin-
um,“ segir hann.
Kristín Ingólfsdóttir tekur við starfi háskólarektors
„Eg legg mig að veðiu
Morgunblaðið/Kristinn
Páll Skúlason heimspekingur afhenti Kristínu Ingólfsdóttur tákn rektors-
embættisins, rektorsfestina, við virðulega athöfn í Hátíðarsal Háskólans.
Afríka fær meiri aðstoð
Bandaiikjamenn hyggjast tvö-
falda framlög sín til þróunarmála í
Afríku, þau eiga að fara úr 4,3 millj-
örðum Bandaríkjadala í fyrra í 8,6
milljarða dollara árið 2010. George
W. Bush Bandaríkjaforseti segir að
á næstu fjórum árum muni Banda-
ríkin eyða 400 milljónum dollara til
að þjálfa hálfa milljón kennara, þá er
einnig meiningin að styrkja um
300.000 afrísk ungmenni til náms,
einkum stúlkur. Þá vill Bush leggja
meira en 1,2 milljarða dollara til her-
ferðar til útrýmingar malaríu.
Þrír stjórnarmenn hætta
A stjórnarfundi FL Group í gær
ákváðu þrír stjórnarrnenn, þau
Hreggviður Jónsson, Árni Öddur
Þórðarson og Inga Jóna Þórð-
ardóttir, að segja sig úr stjórn fé-
lagsins. Tilkynnt verður um úrsögn
þeirra í Kauphöllinni í dag.
Bændur vilja landið aftur
Deilur hafa risið milli bænda í
Rangárþingi ytra og Landgræðslu
ríkisins þar sem bændur fara þess á
leit að þeim verði skilað jörðum eða
hluta úr jörðum sem Landgræðslan
leysti til sín með samningum árið
1938 í því skyni að græða upp landið.
Mótmæla komu ráðherra
Kínversk stjórnvöld hafa sent ís-
lenskum stjórnvöldum mótmæli
vegna komu utanríkisráðherra Taív-
ans hingað til lands.
í dag
Fréttaskýring 8 Bréf 30
Úr verinu 14 Umræðan 30/31
Viðskipti 18 Minningar 32/39
Erlent 20/21 Myndasögur 42
Minn staður 22 Víkverji 42
Höfuðborgin 24 Dagbók 42/45
Akureyri 24 Staður og stund 44
Suðurnes 25 Af listum 46
Austurland 25 Leikhús 46
Menning 26 Bíó 50/53
Daglegt líf 27 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður . 55
Viðhorf 30 Staksteinar 55
* * *
Gengisskráning 30. júní 2005 Heimild: Seðlabanki íslands Kaup Sala Gengi
Dollari 65,02 65,34 65,18
Sterlingspund 116,58 117,14 116,86
Kanadadollari 52,70 53,00 52,85
Dönsk króna 10,512 10,574 10,543
Norsk króna 9,903 9,961 9,932
Sænsk króna 8,314 8,362 8,338
Svissn. franki 50,58 50,86 50,72
Japansktjen 0,5870 0,5904 0,5887
SDR 94,66 95,22 94,94
Evra 78,34 78,78 78,56
Gengisvísitala 110,2633
Tollgengi miðast við kaup og sölugengi 28. hvers mánaöar-www.sediabanki.is
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
DOKTOR Kristín Ingólfsdóttir, pró-
fessor í lyfjafræði, tók í gær við emb-
ætti rektors Háskóla Islands. Kristín
er 28. rektor skólans og jafnframt
fyrsta konan til að gegna embættinu.
Hún var Iq'örin tfl starfans af nem-
endum og starfsfólki HI í mars úr
hópi fjögurra prófessora.
Kristín Ingólfsdóttir kynnti í ræðu
sinni helstu áherslur sínar í komandi
starfi. „Það hefur verið gæfa þjóð-
arinnar að leiðtogamir hafa skilið að
háskólastarfið er langtímauppbygg-
ingarstarf og árangur er best tryggð-
ur ef myndarlega er staðið að starf-
seminni.“ Hún sagði nú sem aldrei
fyrr vera þörf fyrir þekkingu. „Hlut-
verk Háskóla íslands er í mínum aug-
um að vera í fremstu röð, leiðandi í
þekkingarmiðlun, þekkingaröflun og
nýsköpun." Þá sagðist Kristín vilja að
gæði skólans yrðu mæld með sama
hætti og gæði evrópskra og banda-
rískra rannsóknarháskóla, það er að
segja með afköstum í vísindum.
Kristín spurði sig hvemig á því
stæði að enn vantaði fé til rannsókn-
arstarfs. Hún sagði það einfaldlega
liggja í því að þróun samfélagsins í átt
tfl þekkingarsamfélags væri svo hröð
að við hefðum ekki undan að byggja
upp. „Við viljum öll efla vísindi og
eiga háskóla í fremstu röð. Við verð-
um að finna það fjármagn sem til
þarf,“ lagði hún áherslu á.
„Ég mun leggja mig að veði fyrir
þeirri framtíðarsýn sem ég hef lýst.
Ég heiti því að vinna að þessu verki af
heilindum og vera vakin og sofin yfir
velferð Háskóla Islands,“ sagði nýi
rektorinn.
Yfírmaður vísinda í landinu
Aðspurður sagðist Halldór Ás-
grímsson forsætisráðherra, sem var
viðstaddur athöfnina, vænta mjög
mikils af nýjum rektor. „Hér hefur
átt sér stað mikfl uppbygging í tíð
Páls Skúlasonar og ég er alveg viss
um að hún mun halda áfram. Það er
ánægjulegt að kona skuli í fyrsta
skipti taka við æðstu stjóm háskólans
og vera þar með yfirmaður vísinda í
landinu."
Aðspurður um fjárhagsstöðu Há-
skóla Islands, sem talsvert hefur ver-
ið í umræðunni, sagði Halldór: „Fé til
háskólans hefur verið stóraukið en
þarfimar era miklar, enda em sífellt
fleiri að komast í nám. Svo það verður
að viðurkennast að það vantar meira
fé til háskólans þótt reynt hafi verið
að koma til móts við hann eftir bestu
getu. Það verður haldið áfram í þá
átt.“ Páll Skúlason, fráfarandi rektor,
sagði að háskólinn væri mjög samein-
aður að baki Kristínar. „Hún er með
málflutning sem háskólafólk er mjög
sammála og styður eindregið. Hún
verður glæsflegur fulltrúi háskólans."
Tveir handteknir
vegna 4 kg af
fíkniefnum
TVEIR Litháar voru handteknir á
Seyðisfirði í gær í einu stærsta
fíkniefnamáli sem upp hefur komið
í bænum á síðari árum. Við komu
ferjunnar fundu tollverðir rúmlega
4 kg af hvítu dufti sem ætlað er að
sé amfetamín og hugsanlega kóka-
ín að hluta. Gert er fastlega ráð fyr-
ir að krafist verði gæsluvarðhalds
yfir hinum handteknu í dag en mál-
ið er á viðkvæmu stigi að sögn
Helga Jenssonar sýslufulltrúa.
Fíkniefnunum hafði verið komið
haganlega fyrir í leynihólfi fólks-
bifreiðar um borð í ferjunni.
Við afgreiðslu feijunnar, í sinni
stærstu ferð sumarsins, fékk sýslu-
maður aðstoð frá Tollstjóranum í
Reykjavík sem lagði til þrjá starfs-
menn ásamt fíkniefnaleitarhundi,
einum manni frá ríkislögreglu-
stjóra, og fjórum lögreglumönnum
frá sýslumanninum á Keflavík-
urflugvelli með 2 ieitarhunda auk
aðstoðar frá sýslumanni á Eskifirði.
Lögregla með
aukinn viðbúnað
AUKINN viðbúnaður verður hjá
lögreglu um land allt nú þegar ein
mesta umferðarhelgi ársins gengur
í garð og er það meðal annars í
tengslum við átaksverkefni Um-
ferðarstofu og lögreglunnar. Hjá
lögreglunni í Kópavogi voru 30
ökumenn kærðir vegna umferð-
arlagabrota á um 10 kiukkustunda
tímabili í gær. Á landsbyggðinni
fengust víðast hvar þær upplýs-
ingar að ökumenn hefðu ekið var-
lega í gær.
Garparnir á góðu róli
GARPAR sem ganga, hjóla
og róa um landið og um-
hverfis það eru á nokkuð
góðu róli. Sögðust þeir allir
í gær vera á áætlun og létu
vel af för sinni.
Jón Eggert Guðmunds-
son, sem gengur Strand-
veginn til styrktar Krabba-
meinsfélaginu, átti stutt
eftir í Vík í Mýrdal þegar
blaðamaður náði tali af
honum. Kjartan J. Hauks-
son, sem rær umhverfis
landið fyrir hjálparliðasjóð
Sjálfsbjargar, var í gær
staddur á Þórshöfn á
Langanesi.
Þeir Bjarki Birgisson og
Guðbrandur Einarsson,
sem ganga umhverfis land-
ið undir slagorðinu „Haltur leiðir blindan", voru staddir við Núpsvötn á
Skeiðarársandi á hádegi í gær. Eggert Skúiason, sem fer hringinn þeys-
andi á reiðhjóli til styrktar Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga,
heldur áætiun og mun vera í Skaftafelli, en hann stefndi á að komast aust-
ur fyrir Freysnes í gær.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Jón Eggert Guðmundsson gekk yfir Jökulsá á
Sólheimasandi á miðvikudaginn.
Lyf &heilsa
Austurver
Opið alla daga ársins til kl. 24
Mán.-fös. kl. 8-24
Helgar og alm. frídaga 10-24
JL-húsið
Mán.-fös. kl. 9-21
Helgar 10-21
Kringlan 1. hæð
Mán.-mið. kl. 10-18:30,
fim. 10-21, fös. 10-19,
lau. 10-18, sun. 13-17
Opið lengur
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttlr frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, adstodarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, adstodarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskiptl vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verínu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Gudmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphédinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umrœðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is ÚtvarpjSjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is