Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ICEX15 4.134 -0,4% yfT l g:.;i Nasdaq 2.064 -0,2% 5.113 +0,1% J^ | CAC 40 4.229 -0,1 % ▼ Mkfx 3441 -0,5% ▼ Wk= Dow Jones 10.312 -0,6% ▼ fiH S&P 500 1.194 -0,5% ▼ SHdax 4.586 +0,1 % 3 0MX 822 +0,2% j # | Nikkei 11.584 +0,1% VIÐSKIPTI ÞETTA HELST... Hampiðjan hækkaði mest • HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll fs- lands í gær námu alls um 16,9 milljörðum króna, þar af voru við- skipti með hlutabréf fyrir um 9,1 milljarð. Mest hækkun varð á bréfum Hampiðjunnar, 6%, en mest lækkun varð á bréfum Þormóðs ramma- Sæbergs, -20,8%, en fyrirtækið er nú í yfirtökuferli. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,36% og er nú 4.134 stig. Mikil viðskipti með KB banka • MIKIL viðskipti voru með bréf Kaup- þings banka hf. f . Kauphöll íslands í gær en alls var versl- að með bréf fyrir tæplega 5,9 milljarða að markaðs- virði. Langstærstu viðskiptin voru með um 3,8 milljónir króna að nafnvirði á genginu 528 og er mark- aðsvirði þeirra viðskipta þvf rétt rúmlega 2 milljarðar króna. Um ut- ankauphallarviðskipti var að ræða og ekki er Ijóst hverjir áttu þessi viðskipti. Yfirtökunefnd tekur til starfa f DAG tekur til starfa Yfirtöku- nefnd, sem fjalla á um yfirtöku- skyldu á hlutabréfamarkaði, en nefndin var stofnuð í gær af Kaup- höll íslands og fleiri aðilum á fjár- málamarkaði. Formaður nefndar- innar er Viðar Már Matthíasson, lagaprófessor við Háskóla íslands, Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, er varaformaður og Magnús Gunnarsson, stjórnarfor- maður Capital hf., er þriðji nefnd- armaður. Starfsmaður nefndarinnar er Arnína Steinunn Kristjánsdóttir, lögfræðingur. Er nefndinni ætlað að greiða úr álitaefnum sem snerta yfirtökur, svo sem eins og það hvenær yfirtöku- skylda stofnist og hvað skuli teljast sanngjarnt yfirtökutilboð. Nefndin er ekki hluti hins opinbera eftirhts- kerfis og hefur því hvorki vald til að boða né banna, eins og Viðar Már komst að orði á fréttamannafundi í gær. Sagði hann Iíta svo á að hlut- verk nefndarinnar væri að ráðleggja markaðsaðilum um stöðu þeirra hvað varðar yfirtökuskyldu og einn- ig að leitast við að skýra gildandi reglur. Nefndin sjálfstæð Á fundinum sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að lög um yfirtökur væru um margt óskýr og að álitaefnum á þessu sviði hefði fjölgað á síðustu árum eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn hafi vaxið. „Álitaefnin geta verið flókin og erfið viðureignar, eins og reynsl- an sýnir hér á landi og annars stað- ar, ekki síst hvað varðar tengslin milli aðila sem ná yfirráðum og ákvörðun tilboðsverðs," sagði Þórð- ur. Sagði Þórður að stofnaðilar nefndarinnar væru sammála um að úr þessum álitamálum þyrfti að leysa og að best væri að gera það sem næst markaðnum sjálfum. Þess vegna væri gripið til þess ráðs að stofna sjálfstæða nefnd sem stæði utan við opinbera eftirlitskerfið en nyti jafnframt fullkomins sjálfstæðis í verkum sínum. Viðar segist sjá það fyrir sér að nefndin muni jafnt taka mál til at- hugunar að eigin frumkvæði og einnig mál sem beint sé til þeirra af markaðsaðilum, þ.e. að .hægt verði að óska eftir áliti nefndarinnar á ein- stökum málum, hvort heldur verði um yfirtökuskyldu eða yfirtökutil- boð. Nánar tiltekið er hlutverk Yfir- tökunefndar að taka til umfjöllunar hvort til yfirtökuskyldu hafi stofnast í tilteknum tilvikum á grundvelli VI. kafla laga um verðbréfaviðskipti sem taka gildi í dag. Mun nefndin einnig fara yfir hvort tilboðsyfirlit byggist á réttum forsendum, stuðla Morgunblaðið/Sverrir Upphaf Yfirtökunefnd mun hefja starfsemi í dag, en á myndinni sjást Árnína S. Kristjánsdóttir, starfsmaður yfirtökunefndar, ásamt Viðari Má Matthíassyni, formanni nefndarinnar, og Þdrði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar íslands, á blaðamannafundi í Kauphöllinni í gær. að bestu framkvæmd í viðskiptum með hlutabréf sem kynnu að fela í sér yfirtökuskyldu og standa fyrir umræðu um eignarhald hlutabréfa sem skráð eru á skipulegum verð- bréfamarkaði hér á landi. Álitin gerð opinber Viðar segir stefnt að því að álit nefndarinnar verði gerð opinber, að því leyti sem það verður mögulegt með tilliti til þagnarskyldu, auk þess sem starfsreglur nefndarinnar verði gerðar opinberar. Nefndin semur þær reglur sjálf og segir Viðar það verða eitt íyrsta verk nefndarinnar. Yfirlýsingar og álit nefndarinnar hafa ekki lagalegt gildi, en Þórður segir stofnaðila vonast til þess að að- ilar á markaði muni virða niðurstöð- ur nefndarinnar og haga málum í samræmi við þær. Fyrirmynd að nefndinni er að hluta sótt til Bretlands, en löng hefð mun vera íyrir starfrækslu yfirtöku- nefndar þar í landi eða allt frá árinu 1968. Þórður segir að stofnaðilar komi aðeins að skipun nefndarmanna en að öðru leyti starfi nefndin sjálf- stætt og muni ekki taka við fyrir- mælum eða skipunum frá utanað- komandi aðilum. Mótun verklags og starfsreglna verði því algerlega í höndum nefndarinnar. Að stofnun nefndarinnar standa Kauphöll Islands, Eignarhaldsfélag hlutafélaga, Fjármálaeftirlitið, Eignarhaldsfélag lífeyi'issjóða um verðbréfaþing, Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, Samtök fjár- festa, Seðlabanki íslands, Verslun- arráð íslands og viðskiptaráðuneyt- ið. Guðmundur tekur sæti Steinunnar • STEINUNN Jónsdóttir hefur sagt sig úr stjórn íslandsbanka í kjölfar þess að hún seldi Burðar- ási 4,11% híut sinn I bankanum nýlega. Sæti hennar í stjórn bankans tekur Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nes- skipa, en hann hefur verið 2. vara- maður Steinunnar í stjórninni. 1. varamaður Steinunnar var Tómas Sigurðsson og hefði hann átt að taka sæti hennar en hann taldi setu í aðalstjórn ekki samrýmast starfi sínu hjá deCode Genetics og sagði hann sig því úr varastjórn ís- landsbanka. Þetta kemur fram í til- kynningum frá íslandsbanka til Kauphallar íslands. Velta Heimsferða fjórfaldast og áfangastöðum fjölgar HEIMSFERÐIR hafa keypt sænsku ferðaskrifstofuna Solresor og dótturfélag hennar Solia í Noregi. Að sögn Andra Más Ingólfssonar, eiganda Heimsferða, mun velta fyr- irtækisins fjórfaldastvið kaupin, úr 3 milljörðum króna í 12 milljarða króna á ári. Kaupverðið er trúnaðar- mál að sögn Andra. Hann segir ástæðuna fyrir kaup- unum vera mikinn vaxtarmöguleika á Norðurlöndunum. „Þetta er fyrir- tæki sem er á fljúgandi ferð, hefur vaxið mjög hratt á undanförnum ár- um. Síðustu þrjú árin höfum við verið að leita að erlendum samstarfsaðila Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá Kauphöll íslands 30. júní 2005 Viðskipti í þús. kr. ATH. = Athugunarlisti Síðasta Breyting frá Fjöldi Heildarviðskipti Tilboö í lok dags: Félög í úrvalsavísitölu viðsk.verð fyrra viðsk.verð viðskipta dagsins Kaup Sala Actavis Group hf. 40,00 -0,40 (-1,0%) 30 325.729 40,00 40,30 Atorka Group hf. 5,80 -0,05 (-0,9%) 7 129.763 5,80 5,87 Bakkavör Group hf. 39,00 -0,50 (-1,3%) 11 54.229 38,90 39,30 Burðarás hf. 15,20 -0,10 (-0,7%) 24 84.545 15,00 15,20 Flaga Group hf. 4,40 0,19 (4,5%) 3 17.563 4,40 4,47 FL Group hf. 15,00 -0,20 (-1,3%) 7 42.900 15,00 15,10 íslandsbanki hf. 13,55 0,05 (0,4%) 59 203.897 13,55 13,60 Kaupþing Bank hf. 537,00 -2,00 (-0,4%) 33 5.899.155 534,00 538,00 Kögun hf. 60,00 0,60 (1,0%) 5 795.177 59,20 60,00 Landsbanki íslands hf. 17,00 -0,10 (-0,6%) 28 888.191 17,00 17,20 Marel hf. 58,50 1,20 (2,1%) 7 69.836 58,20 58,90 Og fjarskipti hf. 4,04 -0,02 (-0,5%) 11 107.586 4,04 4,07 Samherji hf. - ATH.-2 12,10 - - 11 780 12,10 12,25 Straumur Fjárfestingarb. hf. 12,15 -0,05 (-0,4%) 2 45.684 12,15 12,20 össur hf. Önnur bréf á Aðallista 79,50 - 8 49.873 79,00 80,00 Fiskmarkaður íslands hf. - - - - - 5,70 - HB Grandi hf. 8,55 0,15 (1,8%) 3 66.722 8,50 8,60 Hampiðjan hf. 7,10 0,40 (6,0%) 4 2.314 6,90 7,10 Jarðboranir hf. 21,50 0,10 (0,5%) 11 31.149 21,20 21,50 Líftæknisjóðurinn hf. -ATH.-4 - - - - - 4,90 Mosaic Fashions hf. 14,15 - - 41 127.858 14,00 14,15 Nýherji hf. 12,40 - 5 1.133 12,40 12,90 P/F Atlantic Petroleum 361,00 5,00 (1,4%) 1 7 356,00 361,00 SÍF hf. 4,90 0,07 (1,4%) 12 143.972 4,86 4,90 Sölumiðst. hraðfrystih. hf. 11,50 0,20 (1,8%) 2 28.725 11,45 11,55 Tryggingamiðstöðin hf. 22,60 - 1 1.130 22,60 - Vinnslustöðin hf. 4,00 0,05 (1,3%) 1 182 3,95 - Þorm. rammi-Sæberg hf. - ATH.-2 3,05 Tilboðsmarkaður K.l. -0,80 ( j -20,8%) 1 610 3,05 3,85 Austurbakki hf. - ATH.-2 - - - - - 49,60 52,00 Fiskeldi Eyjafjarðar hf. - ATH.-3 - - - - - - - Landssími íslands hf. - ATH.-1 - - - - - 9,70 - Sláturfélag Suðurlands svf. - - - - - 1,20 - Tækifæri hf. Kauphallarsjóðir ■ ■ - - 0,83 - ICEQ - - - - - 1251,00 1262,00 ATH.-1 Óvissa um áframhaldandi sölu hlutafjár. ATH.-2 Skylda til að leggja fram yfirtökutilb. hefur stofnast. ATH.-3 Vegna fyrirvara um fjármögnun félags. ATH.-4 Að beiðni útgefenda. en ekki hafa verið margir spennandi kostir í stöðunni. Síðan bauðst þessi kostur og við höfum verið að vinna að þessum kaupum í sjö mánuði,“ segir Andri í samtali við Morgunblaðið. Stærst á Norðurlöndum Hann segir Solresor vera einu sjálfstæðu stóru ferðaskrifstofuna á Norðurlöndunum en aðrar stórar ferðaskrifstofur hafa lengi unnið saman undir vörumerkjunum MyTravel og TUI. „Sameinuð verða þessi fyrirtæki stærsta sjálfstæða ferðaskrifstofa í einkaeigu í Skandin- avíu,“ segir Andri en hann segist ekki ætla að bæta enska viðskeytinu group aftan við nafn Heimsferða, það hljóti að vera aðrir kostir í því sam- bandi. „Við höfðum það að leiðarljósi að finna fyrirtæki sem hefur sterka markaðsstöðu en er jafnframt í örum vexti. Þetta fyrirtæki býr yfir sterku vörumerki, er með reksturinn í lagi og heíúr á að skipa sterku stjómun- arteymi. Þannig uppfyllir það öll mín í Útrás Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða. skilyrði og mér finnst þetta frábær kostur," segir Andri. Auk þess stækkar markaðssvæði Heimsferða verulega en að sögn hans er mark- aður Solresor um hundrað sinnum stærri en íslenski markaðurinn. Samþættingarmöguleikar Aðspurður segir hann að miklir samþættingarmöguleikar séu í myndinni og segir hann að slíkt starf sé þegar hafið. ,Á þeim áfangastöð- um sem öll félögin hafa sameigin- lega, svo sem Kanaríeyjar, eru sam- þættingarmöguleikar. Þetta sést best á því að við vorum að kynna verð okkar á ferðum til Kanaríeyja í vetur og gátum lækkað verð stórfellt frá því í fyrra. Þetta er fyrsta vísbend- ingin um hvemig samstarfið mun hafa áhrif, neytendunum í hag. Við erum að ganga inn í stóra samninga sem gefa okkui' hagkvæmni stærð- ar,“ segir Andri. Egyptaland og Oman Hann segir að í kjölfar kaupanna muni áfangastöðum Heimsferða fjölga og nefnir í því samhengi sér- staklega Egyptaland og Oman. Fyrirtækin verða ekki sameinuð að sögn Andra. „Þetta em mjög sterk fyrirtæki, með sterk nöfn og góða markaðsstöðu og það væri fá- sinna að fórna því. Hins vegar er hægt að samþætta rekstrarlega þætti svo sem upplýsingakerfi og ákvarðanatöku, og ennfremur eru möguleikar á samnýtingu í gistingu og flugi,“ segir Andri Már Ingólfs- son. * Nýr hluthafalisti Islandsbanka F JÁRFESTIN GAFEL AGIÐ Primus ehf., sem er í eigu Hannesar Smára- sonar, er nú sjöundi stærsti eigandi hlutafjár í íslandsbanka, á 1,9% hlutafjár. Jafnframt hefur hlutur Landsbanka Islands aukist frá sl. þriðjudegi um 2,3% og væntanlega er þar um að ræða framvirka samn- inga um sölu til Baugs. En Morg- unblaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að Baugur og Hannes Smárason hafi keypt 5,3% hlut í ís- landsbanka í vikunni fyrir 9,5 millj- arða króna, líkt og sagði í blaðinu á miðvikudag. Á meðfylgjandi hlut- hafalista má sjá helstu breytingar á tíu stærstu hluthöfum í bankanum. Hlutur 15 stærstu hluthafar 28. júní 2005 30.6.05 28.6.05 Breyting 1. Straumur Fjárfestingarbanki hf. 21,08% 21,08% 2. Milestone (Karl Wernersson og systkini) 7,88% 7,88% 3. Burðarás hf. 7,85% 7,81% 4. íslandsbanki hf. 4,18% 6,17% -1,99% 5. Landsbanki íslands 4,17% 1,87% 2,30% 6. Arion safnreikningur 2,81 %_^ 2,83% 7. Fjárfestinqafélaqið Primus (Hannes Smárason) 1,90% - 1,90% 8. Hrómundur ehf. (Einar Sveinsson) 1,89% 1,89% 9. Gildi (Lífsj. Framsýn og Lífsj. sjómanna) 1,84% 1,86% 10. Norvest ehf. (Jón Helgi Guðmundsson) 1,83% 1,83% Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 - 1,83% -1,83% Samtals 10 stærstu 55,04%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.