Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Framtíðin að hluta til á erlendum mör LANDSVIRKJUN 40 ÁRA „Flest er fertugnm fært“, segir orðtakið og gæti allt eins átt við um Landsvirkjun og fólk af holdi og blóði. Eftir að hafa aflað sér dýr- mætrar reynslu og þekkingar á heimamarkaði blasa við afmælisbarninu markaðir víða um lönd. Anna G. Ólafsdóttir varð margs vísari um fyrirtækið í heimsókn sinni til stjórnarfor- mannsins, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, á dögunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Landsvirkjun býr að mikilli reynslu og frábæru starfsfólki. Þess vegna er ekki útlit fyrir annað en bjarta framtíð," segir Jóhannes Geir m.a. um af- mælisbarn dagsins - Landsvirkjun. amarshöggin dynja í bakgrunni þegar hringt er í Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórn- arformann Landsvirkjunar, til að falast eftir viðtali vegna 40 ára af- mælis fyrirtækisins í dag. Jóhann- es slær ekki slöku við þótt hlé sé á önnum í borginni. Hann flytur sig um set norður yfir heiðar og nýtur þess að stunda útivinnu í faðmi ey- firskra fjalla. Bjartan en lítið eitt napran sum- ardag situr svo blaðamaður vel haldinn eftir kaffihlaðborð á spjalli við Jóhannes Geir í stofunni á Öngulstöðum. Við veltum því fyrir okkur hvort viðtalið verði meira í ætt við hefðbundið hátíðarviðtal eða fréttaviðtal. „Mér leiðast of há- tíðleg viðtöl,“ segir Jóhannes Geir og þar með er tónninn sleginn. Jóhannes Geir er beðinn um að meta hvernig til hafi tekist við framkvæmdir Kárahnjúkavirkj- unar. „Eg lít svo á að framkvæmd- irnar hafi í öllum aðalatriðum tek- ist vel. Vandað var til alls undirbúnings, matsferillinn var op- inn og skýrslur komu nánast sam- dægurs út á Netinu. Einna helst er hægt að kvarta yfir því að fyr- irtækið hafi ekki fengið meiri við- brögð í undirbúningsferlinum. Maður hafði stundum á tilfinning- unni að fólk hefði áhyggjur af því að þátttaka í skoðanaskiptum í upphafi fæh í sér einhvers konar skuldbindingu gagnvart fram- kvæmdinni. Sjálfar framkvæmdirnar hafa gengið samkvæmt áætlun í öllum aðalatriðum. Eftir ákveðin vanda- mál í upphafi er stíflan komin á áætlun. Stöðvarhúsin eru aðeins á undan áætlun. Göngin eru aðeins á eftir áætlun en verið er að bæta úr því núna. Ef ekkert óvænt kemur upp á er því útlit fyrir að bæði tíma- og kostnaðaráætlun stand- ist.“ Kom ekki einmitt upp leki í göngunum? „Jú, jú, leki og laus jarðvegur. Svoleiðis erfiðleikar er eitthvað sem nánast allir geta sagt sér í jafn mikilli gangagerð og á Kára- hnjúkum. Annars vil ég taka fram að framkvæmdin er að mínu mati ákveðin málamiðlun. Menn höfðu rætt um mun stærri virkj- anaframkvæmdir norðan Vatnajök- uls í áratugi. Eftir mikla umræðu og útaf fyrir sig átök var ákveðið að steypa virkjunum á Jökulsá á Dal og Jökulsá á Brú saman í eina virkjun. Nú sér fyrir endann á framkvæmdinni og ekki eru uppi hugmyndir um frekari virkjanir á svæðinu. Almenn sátt virðist hafa skapast um friðun Jökulsár á Fjöllum frá jökli og til sjávar. Það er árangur af virkri umræðu milli verndar- og virkjunarsjónarmiða.“ Þið reiknið s.s. með því að Alcoa fái sitt rafmagn á umsömdum tíma? „Já, áætlun okkar gerir ráð fyrir að byrjað verði að fylla á lónið í byrjun september 2006. Farið verður að afhenda rafmagnið snemma árs 2007.“ Kerskálanum líkt við fjós Jóhannes er spurður hvort hann telji baráttu umhverfissinna fara harðnandi, m.a. með tilliti til skyrkastsins á dögunum. „Eg á einmitt jakkaföt einhvers staðar í hreinsun með grænum slettum," svarar hann og hlær. Heldur þú að skyrið náist úr? „Já, ég reikna með því að hægt verði að ná því úr. Þeir áttu reynd- ar í einhverjum vandræðum með þetta til að byrja með. Annars lít ég á atvikið á ráð- stefnunni sem einstætt og ekki hluta af einhverri þróun. Almennt tel ég gott samband ríkja á milli framkvæmdaaðila og umhverf- issamtaka hér á landi. Við erum alltaf að læra, 't.d. höf- um við lært heilmikið af Alcoa um samskipti við umhverfisvernd- arsamtök. Alcoa hefur að ýmsu leyti farið aðra leið en við m.a. með því að halda uppi virku sambandi við umhverfisverndarsamtök og ræða öll sjónarmið." Alcoa virðist vera talsvert með- vitað um samfélagslega ábyrgð sína. Með sama hætti hefur fyr- irtækið hvatt konur til starfa í ál- verinu? „Já, þeir hafa lagt talsvert upp úr að sýna fram á að störf í álver- um geta allt eins hentað konum og körium. Út frá ákveðnu sjón- arhorni er jafnvel hægt að líta svo á að sum störf séu umönn- unarstörf. Eg skildi Rannveigu Rist ágætlega þegar hún sagði að umsjón kerskála væri svolítið eins og að vera með kýr í fjósi. Hvert ker hefði sitt sjálfstæða líf sem þyrfti að sinna og hlú að. Ker í ál- veri geta blómstrað - og þau geta hreinlega dáið. Vinna í álverum er að megninu til vaktavinna. Sumir segja að vaktavinna sé kvenfjandsamleg. Á móti má spyrja hvers vegna konur sæki í jafn ríkum mæli og raun ber vitni í stétt hjúkrunarfræðinga - sem fylgir eins og í álverunum nær eingöngu vaktavinna." Samvinnan við Impregilo hefur ekki gengið alveg jafn vel og við Alcoa. Hafíð þið getað dregið ein- hvern lærdóm af þeirri reynslu? „Já, já, ég vona líka að þeir hafi getað dregið einhvern lærdóm af þessu,“ svarar Jóhannes Geir og getur ekki varist brosi. „Stærstu mistök Impregilo í upphafi voru kannski að þiggja ekki í nægilegum mæli ráð frá þeim sem þekktu betur til að- stæðna. Hins vegar var kastljósið mjög mikið á svæðinu og ekki allt- af einfalt að skilja umræðuna, t.d. um að verkamennirnir gætu ekki búið í búðunum sem þeir voru að reisa. Einhvern veginn verða menn náttúrlega að byrja. Annars er al- veg rétt að aðstæðurnar voru þröngar í upphafi þó þær hafi í raun verið mjög hliðstæðar að- stæðum verkamanna á fjöllum ár- um og áratugum saman. Hinu er ekki að leyna að fjár- hagserfiðleikar fyrirtækisins í upp- hafi höfðu áhrif á stöðu þeirra hér. Nú hefur fyrirtækið verið endur- fjármagnað með jákvæðum afleið- ingum fyrir starfsemina. Ég vil svo taka fram að tækni- lega hafa þeir staðið sig vel, t.a.m. hefur verið staðið frábærlega að vinnu kínverskra áhafna við risa- borana. Þannig að þó vissir hnökrar hafi verið hjá þeim hefur annað gengið betur.“ Pólitísk sátt um stóriðju Jóhannes Geir segir stundum vilja gleymast hversu almenn póli- tísk sátt hafi í raun skapast um orkuöflun til stóriðju undanfarin ár. „Ég get nefnt að Kára- hnjúkavirkjun var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á Al- þingi. Aðeins Vinstri grænir voru alfarið á móti framkvæmdunum. Ef afstaða þeirra er svo skoðuð í stærra pólitísku samhengi er ljóst að með aðild sinni að R-listanum bera þeir fulla ábyrgð á stefnu Reykjavíkurborgar á sviði virkj- ana- og stóriðjuframkvæmda. Sú stefna endurspeglast m.a. í fram- kvæmdum Orkuveitu Reykjavíkur. Ekki má heldur gleyma tæplega helmings eignarhluta borgarinnar í Landsvirkjun," segir hann. „Ég velti því stundum fyrir mér hvort menn muni ekki staðnæmast dálít- ið við þátt Reykjavíkurborgar þeg- ar farið verður að skoða hagsög- una og hverjir hafi verið drifkraft- arnir í uppbyggingu stóriðju í landinu á tímabilinu. Þáttur borgarinnar er óneit- anlega stór.“ „Lítið“ álver á Norðurlandi Eins og fram hefur komið í fréttum hafa álfyrirtæki á borð við Century og Alcoa lýst yfir áhuga á byggingu álvers á Norðurlandi. „Þessi umræða hefur verið í gangi í nokkurn tíma,“ játar Jóhannes Geir hugsi og minnir á að stóriðja verði hvergi sett niður út frá hreinu byggðarsjónarmiði. „Jafn miklar framkvæmdir og raun ber vitni verða að standa undir sér. Stóriðjan fyrir austan er gott dæmi. Staðsetning hennar réðst fyrst og fremst af því hvar orkuna var að finna. Ekki hefði verið hag- kvæmt að flytja hana langar leiðir og nýta í öðrum landshluta. Svipaða sögu má segja um Norð- urland. Lengi hefur legið fyrir að út frá raforkukerfinu og raf- orkuframleiðslu væri hagkvæmt að koma upp orkufrekum iðnaði á þessum slóðum. Núna virðist vera að skapast sameiginlegur skiln- ingur á því að ekki verði reist stóriðja af sömu stærðargráðu á Norðurlandi og fyrir austan. Enginn einn orkukostur gæti skap- að orku fyrir slíka stóriðju. Menn eru miklu frekar að tala um „lítið“ álver sem gæti verið einhvers stað- ar á stærðarbilinu frá 150 til 240.000 tonn - svipað eða örlítið stærra að umfangi en álverið í Straumsvík." Hvaðan væri hagkvæmast að útvega orku til slíks álvers? „Við værum væntanlega að tala um orku af Kröflusvæðinu, Þeista- reykjum og Bjarnarflagi. Svo höf- um við verið að flytja orku frá Blönduvirkjun suður. Hugsanlegur orkuöflunarkostur fyrir stóriðju eða orkufrekan iðnað á Norður- landi væri því að virkja neðri Þjórsá, þ.e. flytja minna suður og nota orkuna meira hér fyrir norð- an.“ Skiptar skoðanir í Eyjafirði Blaðamaður virðir fyrir sér út- sýnið úr stofuglugganum yfir þétt- býla sveitina og spyr Jóhannes hvernig honum lítist sjálfum á að fá álver í nágrennið. „Ég hef skoð- að álver bæði hérlendis og erlendis og yfirleitt virðast menn taka þess- um grönnum fagnandi. Ströng skil- yrði eru sett um alla losun og yf- irleitt leggja fyrirtækin metnað sinn í að ná betri árangri en kveðið er á um. Ég væri því sjálfur ekki hræddur við slíkan granna en vissulega eru skoðanir skiptar í þessum efnum.“ Hefur þú eitthvað heyrt í ná- grönnum þínum í grenndinni? „Já, hljóðið í þeim er nokkuð misjafnt. í Þingeyjarsýslum og á Húsavík virðast menn nánast alveg sammála um að þetta væri nokkuð góður kostur. Skoðanir eru mun skiptari í Eyjafirði. Samt er sjón- armiðið allt annað heldur en t.a.m. fyrir 20 til 25 árum þegar þessi sama umræða kom fram.“ Verðmætur þekkingariðnaður Virkjunarframkvæmdum og stóriðju hefur stundum verið stillt upp sem andstæðu þekkingariðn- aðar. Jóhannes Geir er algjörlega ósammála því sjónarmiði. „Já, ég tel að þarna sé urn ákveðinn mis- skilning að ræða. Ég veit ekki hvort allir gera sér gi'ein fyrir því hvað almenn stóriðjustörf eru eft- irsótt. Tugir manna sækja um hvert einasta starf sem losnar, m.a. af því launin eru um 50% hærri heldur en í almennri verka- manna- og byggingavinnu. Þessi vinna er krefjandi og mennt- unarstigið nokkuð hátt. Með sama hætti er hægt að segja að þótt ekki vinni margir hjá orkufyr- irtækjunum séu þau störf eftirsótt og ágætlega borguð. Hins vegar gleymist oft í allri þessari umræðu hvaða þjónustu þessi fyrirtæki eru að kaupa af ýmsum fyrirtækjum og stofn- unum,“ heldur Jóhannes Geir áfram. „Ég skoðaði aðeins þessar stærðir í tengslum við ársfund Landsvirkjunar í vor. Þá kom í ljós að Landsvirkjun hefur að meðaltali verið að kaupa sérfræðiþjónustu af verkfræðistofum og stofnunum eins og Náttúrufræðistofnun og Veiðimálastofnun fyi'ir 2 milljarða á hverju ári síðustu fimm árin í tengslum við framkvæmdir á veg- um fyrirtækisins. Ef deilt er í þessa upphæð með útseldu tíma- kaupi sérfræðinga leiðir nið- urstaðan í ljós að 200 vellaunaðir sérfræðingar hafi að meðaltali verið að störfum fyrir Lands- virkjun utan fyrirtækisins og fyrir utan þjónustu á borð við þjónustu iðnaðarmanna á þessu tímabili. Að viðbættri sérfræðiþjónustu við hin orkufyrirtækin og stóriðjurnar er ekki óvarlegt að áætla að um 500 sérfræðingar hafi unnið á vegum fyrirtækjanna. Ef við bætum við þeim sérfræðingum sem vinna fyr- ir fyrirtækin í tengslum við rekst- urinn er ekki ólíklegt að hér séu um að ræða 700 til 1.000 sér- fræðistörf sem tengjast rekstri orku- og stóriðjunnar. Ég get til samanburðar nefnt að greiðslur vegna þessarar þjónustu nema meira en helmingi af öllum launagreiðslum í fískvinnslu á landinu.“ Jóhannes Geir bendir á að í vinnu sérfræðinganna hafl byggst upp mikil þekking og reynsla. „Mikilvægt er að menn fari að huga að því hvernig hægt sé að nýta hana í framtíðinni," segir hann. ,Að sjálfsögðu verður áfram unnið að verkefnum innanlands bæði varðandi viðhald og ein- hverjar nýframkvæmdir. Engu að síður þarf að mínu mati að fara að horfa markvisst á hvernig hægt sé að nota þessa þekkingu til að sækja út til annarra landa.“ Þreifingar allt til Kína Hafíð þið ekki einmitt verið að þreifa fyrir ykkur erlendis? „Já, við höfum aðeins verið að þreifa fyrir okkur erlendis - sér- staklega í Mið- og Austur-Evrópu. Lönd í Austur-Evrópu eru ýmist komin eða á leiðinni inn í Evrópu- sambandið. Menn sjá því fram á vissan stöðugleika og vöxt í þess- um löndum á næstu árum. Þeir sem fjárfesta snemma í slíku ferli eiga möguleika á að fylgja þeim vexti. íslensk fyrirtæki hafa verið að grípa slíkt tækifæri í fyr- irtækjum á borð við símafyr- irtækjum og slík tækifæri eru klár- lega í orkuiðnaðinum. Ekki aðeins í því að byggja upp nýjar virkjanir heldur ekki síður í því að end- urnýja eldri kerfi. Ég hef verið á orkuráðstefnum þar sem fulltrúar frá þessum lönd- um segja: „Við þurfum m.a. aðstoð við einfalda hluti eins og að selja orkuna. Afföllin eru yfir 20% af því að menn tengja sig bara inn.““ Þið hafíð einmitt verið að und- irbúa byggingu vatnsafisvirkjunar í Albaníu. „Alveg rétt. Þessi vatnsafls- virkjun er gott fyrsta verkefni því að hún er ekki mjög stór, 70 mega- watta. Þetta verkefni er komið svo- lítið áleiðis - er svona í vinnslu í pólitíkinni þar.“ Er ekki líka nýtt fyrir ykkur að fara inn í fjarlæga menningu og aðstæður eins og í Albaníu? „Jú, að vissu leyti. Nú er fram- kvæmdin svolítið föst í kerfinu þarna úti og á eftir að fara fyrir þingið. En þeir hafa sagt mér sem eru að vinna að þessu og eiga að baki langa reynslu hjá Lands- virkjun að ástandið minni að sumu leyti á ástandið á árdögum stærri framkvæmda á íslandi." Aðrir möguleikar... „Já,“ staðfestir Jóhannes Geir. „Landsvirkjun hefur í gegnum að- ild sína að orkufyrirtækinu Enex verið að þreifa fyrir sér í Kína og fleiri löndum. Þannig að þessi þró- un er að fara af stað.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.