Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ 2005 53
•i STÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS • HAGATORGI • S. 530 1919 • www.hoskolabio.is
I MYND EFTIK STEVEN SPIELBERG H
War of the Worlds kl.
Batman Begins kl.
Inside Deep Throat kl.
Voksne Mennesker kl.
Crash kl.
3.30 - 6- 8.30- 11 bJ. 14
5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12
10,15 Stranglega b.i. 16 ára
5.45 og 8
5.45-8 og 10.15 b.i. 16
^23|
H.B. / SIRKUS
FRABÆR SKEMM
F*.
GHRISTIAN MICHAEL LbWj
BALE CAINE NEE9
GARY
MORGAN
OLDMAN a,,u FREEMAN
Gleymid öllum hirHim ★★★★
Batman myndunum. I
. i ... . Ktnkmyndir.is
Þessi er malió
Vft'i'JD EFTiR mTVEN SPIELBERG
k A k. k
★★xw
Capoop' *■™ 919 Gleyrípdu hinum.
Þetta er iluöru Batr
'★★★★
★★★ i
D.Ó.J. I Kvikmyndir.com í
Einn al stœrstu * \
sincllum árslns.1'
HANN ÁÐUR ! \
BATMAN EINS OG ÞU HEFUR ALDREI
ALFABAKKI
KRINGLAN
MUREYRS
KEFLAVIK
THE WAR 0FTHE W0RLDS kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30 b.i. 14 ára.
THE WAR 0F THE W0RLDS VIP kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.30
BATMAN BEGINS kl. 3.30 -4.30 -5 - 6.30 -7.30 -8 -9.30 -10.30 -10.50 b.i. 12 ára.
ALOTLIKELOVE kl. 6 - 8.15 -10.30
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
BATMAN BEGINS
kl- 3.30 - 5.10 - 6.30 - 8.10 - 10 b.í. 12 ára.
HOUSEOFWAX kl.10 B.i. 16 ára.
THE WEDDING DATE kl.8
THE ICE PRINCESS
HITCHHIKER S GUIDE.
SVAMPUR SVEINSSON
kl.4
kl. 5.50
m/ísl.tali. kl. 3.30
BATMAN BEGINS kl. 5 - 8 -10.40
KICKING AND SCREAMING kl. 6 - 8 (ótboltatilboð 500 kr
CRASHkl. 10
WAR OF THE WORLDS kl. 8 og 10.30
BATMAN BEGINS kl. 8 og 10.30
www.sambioin.is _______ÁLFABAKKl c 587 8900 KRINGLAN C 588 0800 AKUREYRI C 461 4666 KEFLAVÍK C 4211170
Live 8 | Utsending frá hádegi til miðnættis á sjónvarpsstöðinni Sirkus á morgun
Risastór tónlist-
arviðburður
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
TÓNLEIKAR verða haldnir víða
um heim undir nafninu Live 8 á
morgun. Þeir eru í anda annarra
tónleika fyrir tuttugu árum, Live
Aid - þeir snerust um að safna fé en
Live 8 er haldið til að vekja athygli á
ákveðnu málefni. Bob Geldof leiðir
hóp skipuleggjenda, líkt og fyrr, en
hann segir þetta „ekki snúast um
ölmusu heldur pólitískt réttlæti“.
Haldnir verða tíu tónleikar í G8-
löndunum, auðugustu iðnaðarríkjum
heims, auk Suður-Afríku. Milljónir
manna fá tækifæri til að hlusta á
margar frægustu hjómsveitir í heimi
á meðan fræðst er um vandamálin
sem þróunarlöndin eru að kljást við.
Vonast er til að tónleikarnir setji
pressu á leiðtoga G8-ríkjanna til að
semja um skuldir, aðstoð og við-
skipti við Afríku á ráðstefnu, sem
fram fer í Skotlandi 6.-8. júlí.
„Þetta eru stærstu og bestu tón-
leikar sem haldnir hafa verði. Þetta
verður stórkostlegt og tilgangurinn
með þessu er að setja þrýsting á G8
til að gera það sem þarf fyrir Afr-
íku,“ sagði Oliver Buston, fram-
kvæmdastjóri DATA (Debt, AIDS,
Trade, Africa) í Evrópu í samtali við
AFP.
Mikið hefur gengið á hjá skipu-
leggjendum síðustu vikur en á mið-
vikudag var Moskvu bætt við lista
tónleikaborganna og er hún komin í
hóp með London, París, Róm, Berl-
ín, Fíladelfíu, Toronto, Tókýó og Jó-
hannesarborg en til viðbótar verður
haldinn sérstakur viðburður á Eng-
landi með afrísku þema. Hann er
haldinn undir nafninu „Afríka kall-
ar“ eða „Afríca Calling", eingöngu
afrískir hstamenn stíga á svið en
tónleikarnir fara fram í Cornwall.
Til að ítreka skilaboðin verður
þögn á öllum tónleikastöðunum um
tíma á meðan lista-
menn og áhorf-
endur smella
fingrum á
þriggja sek-
únda fresti.
Þetta er gert
til að leggja
áherslu á að
barn deyr
vegna fátækt-
ar á þriðju
hverri sek-
úndu.
Þessir
þekktu tón-
listarmenn
draga að mál-
efninu athygli
fólks sem annars hefði ekki veitt því
stuðning. „Fólkið mætir af því að
tónlistin er góð en í leiðinni verður
það meðvitað um þessi málefni,“
sagði Buston.
Geldof vill að fólk fer ðist til E din-
borgar eftir tónleikana til að taka
þátt í mótmælum á meðan á G8-
fundinum stendur en hann fer fram
nærri borginni. Af því tilefni verða
haldnir stórtónleikar í borginni á
fyrsta fnndardegi.
Nær til 85% heimsins
Nýja sjónvarpstöðin Sirkus sendir
frá Live 8 hérlendis frá hádegi til
miðnættis. Fram koma margir
þekktir íslenskir tónlistarmenn og
verður
mikill
stjömufans í mynd-
verinu. Hérlendis hafa
75% heimila aðgang að út-
sendingum Sirkuss en hægt
er að miða við að hún náist
þar sem PoppTíví sást áður,
að sögn Árna Þórs Vigfús-
sonar sjónvarpsstjóra.
Stöðin næst annað-
hvort í gegnum Digital
ísland eða UHF-dreifingu.
„Fyrsti klukkutíminn í útsend-
ingu fer í upphitun. Guðmundur
Steingrímsson tekur á móti góðum
gestum þennan fyrsta klukkutíma,
frá UNICEF, poppurum, pólitík-
usum og viðskiptafólki áður en við
förum í sjálfa útsendinguna. Við
ræðum um Live Aid fyrir tuttugu ár-
um og Live 8 átakið," segir hann en
eftir það mæta góðir gestir í heim-
sókn reglulega yfir daginn.
Sjónvarpsstöðin verður í sam-
starfi við ÚNICEF, Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, á Islandi. A
meðan á útsendingu stendur verður
hægt að skrá sig sem heimsforeldri í
síma 562 6262 eða á heimasíðunni
www.unicef.is.
Um er að ræða langstærstu út-
sendingu allra tíma en í gegnum
sjónvarp, útvarp, netið og m.a.s. far-
síma nær hún til um 5,5 milljarða
manna. Ásamt Sirkus stendur Con-
6393 -ii/förf moe raniliina inð fmröni
Útlönd
MARGIR heimsþekktir hsta-
menn koma fram á Live 8 og
verða hér taldir upp þeir helstu.
London: Annie Lennox, Bob
Geldof, Coldplay, Dido, Elton
John, Joss Stone, Keane, The
Killers, Madonna, Mariah Car-
ey, Ms. Dynamite, Paul
McCartney, Pink Floyd, Razor-
light, REM, Robbie Williams,
Scissor Sisters, Snoop Dogg,
Snow Patrol, Stereophonics,
Sting, Travis, U2, UB40, Velvet
Revolver.
París: Andrea Bocelli, Craig
David, The Cure, Dido, Muse,
Placebo, Raphael, Shakira,
Sheryl Crow og Youssou
N’Dour.
Berlín: A-ha, Audioslave, Brian
Wilson, Crosby Stills & Nash,
Die Toten Hosen, Faithless,
Green Day, Roxy Music og
Sasha.
Róm: Duran Duran, Faith HiH,
Tim McGraw og fjöldi þekktra
ítalskra hstamanna.
Toronto: Barenaked Ladies,
Bryan Adams, Deep Purple,
Jet og Motley Crue.
Fíladelfía: Alicia Keys, Black
Eyed Peas, Bon Jovi, Dave
Matthews Band, Def Leppard,
Destiny’s Child, Jay-Z, Josh
Groban, Linkin Park, Maroon
5, P Diddy, Sarah McLachlan
og Stevie Wonder.
Jóhannesarborg: 4Peace En-
semble, Lindiwe, Lucky Dube,
Mahotella Queens, Malaika,
Orchestre Baobab, Oumou
Sengare og Vusi Mahlasela.
Cornwall: Angelique Kidjo, Sal-
if Keita, Thomas Mapfumo,
Tinariwen, Daara J, Shikisha,
Ayub Ogada og Modou Diouf &
O Fogum.
Tókýó: Björk, Def Tech,
Dreams Come True, Good
Charlotte, McFly, Rize.
Moskva: Pet Shop Boys ásamt
þarlendum listamönnum.
títsýni frá aðalsviðinu í Hyde Park í
London en þar koma fram margir
þekktustu tónlistarmenn í heinii á
Live 8 á morgun.
AP
ísland
cert að útsendingunni hérlendis með
aðstoð Baugs., Aðalatriðið er að fólk
missi ekki af þessu því þetta er tón-
listarviðburður sem fólk mun lifa
lengi á að hafa fylgst með,“ segir
Einar Bárðarson hjá Concert sem er
spenntur fyrir deginum. „Eg er bú-
inn að lifa á hinum tónleikunum í 20
ár, ég ber miklar væntingar til þess-
arar útsendingar og ætla að
skemmta mér rosalega vel yfir
henni. Þetta er langstærsta sjón-
varpsútsending sem send hefur ver-
ið út. Það hafa tæplega 85% verald-
arinnar aðgang að henni.“
www.live8live.com
www.unicef.is
TÓNLEIKAR fara fram hér-
lendis í kvöld af tilefni Live 8
undir nafninu Átta líf. Fram
koma Bubbi Morthens,
Hjálmar, Kimono, Leaves,
Mínus, Ragnheiður Gröndal,
Papar, Singapore Sling, Stuð-
menn og Without Gravity.
Tónleikarnir verða í Hljóm-
skálagarðinum og standa yfir
frá 20.30 til 23.
Hérlendis verður sýnt frá
Live 8 á morgun frá hádegi
til miðnættis á nýju sjón-
varpsstöðinni Sirkusi. Á með-
al gesta sem hafa boðað
komu sína í útsendinguna eru
Birgitta Haukdal, Wig Wam,
Jónsi, Ragnhildur Gísladóttir,
Björgvin Halldórsson, Nylon,
Krummi og Frosti úr Minus,
Kiddi úr Hjálmum, Rúnar Júl-
íusson, Sölvi Blöndal, Selma
Björnsdóttir, Magni, Sammi í
Jagúar, Þorvaldur Bjarni,
Erpur, Svavar Örn, Davíð
Smári, Esther Thalía, Sigur-
jón Kjartansson, Jón Gnarr,
Ragnhildur Steinunn, Eva
María Jónsdóttir, ÓIi Palli,
Logi Bergmann, Inga Lind
Karlsdóttir, Svanhildur Hólm,
Eyrún Magnúsdóttir og Dag-
ur B. Eggertsson.
Þrír fjölmiðlamenn lýsa út-
sendingunni, Skarphéðinn
Guðmundsson á Morgun-
blaðinu, Andrea Jénsdóttir á
Rás 2 og Ragnar Már Vil-
hjálmsson á Bylgjunni.
Oruggur staður að vera á
Sýningartíminn brunar hjá og nokkrar hressilegar senur skapa netta
taugaveiklun, en samt skortir vána, nagandi óttann við það sem maður
ekki þekkir, segir í dómi um myndina War of the Worlds.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Sambíóin,
Háskólabíó, Smárabíó,
Borgarbíó Akureyri
Innrásin frá Mars (War of the Worlds)
★★★☆☆
Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðaiieik-
endur: Tom Cruise (Ray), Dakota Fann-
ing(Rachel), Miranda Otto(MaryAnn),
Justln Chatwin (Robbie), Tim Robbins
(Harlan Ogllvy). 117 mín. Bandaríkln.
2005.
GEIMVERUR eru gamalkunnugt
fyrirbæri í myndum Stevens Spiel-
bergs sem nú tekur fyrir eina bestu
sögu slíkrar gerðar, War of the
Worlds, eða Innrásinni frá Mars
eins og hinn klassíski vísindaskáld-
skapur H.G. Wells hefur löngum
heitið á íslensku. í E.T. og 67o.se
Encounters of the Third Kind, eru
gestirnir jákvæðir en eins og nafnið
bender til er Innrásin annars eðlis,
nú er dauðans alvara í spilinu.
Handritshöfundurinn David
Koepp fylgir Wells í stórum drátt-
um en aðhæfir söguna sem Wells
(1866-1946), lætur gerast rétt fyrir
aldamótin 1900, að samtímanum. Að
þessu sinni er söguhetjan New
Yorkbúi, hafnarverkamaðurinn Ray
(Cruisp), fráskihnn, tveggja bama
faðir. I myndarbyrjun kemur fyrr-
um kona hans (Otto), með bömin
þeirra tvö, hún þarf að heimsækja
foreldra sína í Boston, það er
„pabbahelgi".
Þá ríða ósköpin yfir. Þau hefjast
með ónáttúrulegum segulstormum
um allan heim, austurströnd Banda-
ríkjanna ekki undanskihn. Eins og
hendi sé veifað umturnast hvers-
dagslífið sem breytist í hryllilega
martröð þar sem allir verða að berj-
ast fyrir lífi sínu og verður ekki far-
ið nánar út í efnisþráðinn.
Spielberg hefur átt misjöfnu fylgi
að fagna að undanförnu og tvær síð-
ustu myndir hans á undan, Catch
Me If You Can og enn frekar The
Terminal, stóðu langt undir vænt-
ingum frá snillingi sem hefur gefið
okkur fjölmargar af bestu myndum
síðustu áratuga. Spielberg er einkar
lagið að gera ósviknar stríðs- og
spennumyndir, nú er hann aftur á
beinu brautinni. Innrásin er girnileg
sumarskemmtun, poppkornsmynd
af bestu gerð en ekki ein af hans
bestu og verður seint borin saman
við Jaws, Minority Report eða
Schindler’s List. Hvað þá útvarps-
leikritið hans Orsons Welles. Yfrið
nóg skemmtanagildi er engu að síð-
ur fyrir hendi til að gera myndina af
einum af stóru smellum ársins.
Spielberg og hans fólk, sem flest
er fremst í sínum hópi og gamlir
samstarfsmenn, líkt og kvikmynda-
tökumaðurinn Janusz Kaminski, út-
litshönnuðurinn Rick Carter og tón-
skáldið John Williams, hjálpa ásamt
tölvubrellusnillingum að láta sýn-
ingartímann bruna hjá og skapa
hressileg augnablik þar sem maður
er við það að gefa frá sér hálfkæft
taugaveiklunaróp og sagan heldur
bærilegri siglingu. Samt skortir
vána, nagandi óttann við það sem
maður ekki þekkir og liggur í loftinu
og smitar út í salinn líkt og í í In-
dependence Day, þegar risavaxin
geimskipin byrgja fyrir sólu.
Einn af göllum Spielbergs í seinni
tíð eru lág væmnismörk sem hann
hunsar lengst af, en því miður, eyr-
arkarlinn verður sómi sinnar fjöl-
skyldu. Mikið mæðir á Tom Cruise
sem er borubrattur og ber fram-
vinduna ágætlega uppi. Robbins á
góða og dálítið óvænta innkomu,
Fanning litla er nákvæmlega eins í
öllum myndum en stendur fyrir
sínu. Þá bregður Gene Barry fyrir í
litlu atriði, en hann fór með aðal-
hlutverkið í 1953 útgáfú Innrás-
arinnar.
Eflaust hefur Spielberg haft níð-
ingsverkin sem kennd eru við 11.
september í huga þegar hann fór í
gerð Innrásarinnar, jafnvel gam-
algróin fjölskyldugildi sem liggja
undir miklu áreiti nú um stundir,
líkt og fram kemur í myndinni.
Hvað sem því líður hefðu þeir Spiel-
berg og Koepp gjarnan mátt gefa
sér betri tíma en það hálfa ár sem
fór í hraðsuðu myndarinnar. Þá
hefði Welles hugsanlega snúið sér í
gröfinni.
Sæbjörn Valdimarsson