Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ
10 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
Kvenspæj arastofan
slær í gegn!
„Ég hef ekki lesið bók af
jafn óblandinni ánægju í
langan tíma.“
- Thc Sunday Telcgraph
„Snjöll ogfrökk...
lesandi er snortinn,
honum er skemmt eða
brugðið, stundum allt í
senn.“
j - Los Angeles Times
„Fágæt lestramautn.“
- Daily Telegraph
I
„Kvenspæjarastofan er bæöi
spennandiog
skrifuð af djúpri
einlægniogvisku...
kjörin bók til að taka með
sérí sumarfríið og er [lýdd
af mikilli hind. Ef ég væri
með hattinn tæki ég hann
ofan.“
- Gunnar Gunnarsson, Rásl
K
„Ég varð heillaður af persónu Prerious Ramotswe
og hinum lúmska húmor Alexanders McCall Smith.“
FRÉTTIR
Áminningar afhentar
á fundi með biskupi
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
GAGNAÐILAR séra Hans Markús-
ar Hafsteinssonar í deilumálinu í
Garðasókn mættu á fund biskups í
gærmorgun og fengu afhentar
áminningar, en áfrýjunarnefnd þjóð-
kirkjunnar hafði mælst til þess í úr-
skurði sínum að formaður og vara-
formaður sóknarnefndar ásamt
djákna og presti við sóknina skyldu
áminntir.
Varaformaðurinn var erlendis en
varamaður úr sóknarnefnd mætti í
hans stað. Kvöldið áður hafði Sveinn
Andri Sveinsson, lögmaður séra
Hans, afhent þessum fjórum aðilum
auk biskups stefnu til ógildingar úr-
skurðar áfrýjunarnefndarinnar um
að séra Hans skyldi fluttur til í starfi.
Áminningar án réttaráhrifa
Ragnhildur Benediktsdóttir,
skrifstofustjóri á Biskupsstofu, segir
að þessar áminningar séu ekki
áminningar samkvæmt starfs-
mannalögum og hafi því ekki sömu
réttaráhrif og þær.
„Biskup veitir þessar áminningar
þar sem agavald kirkjunnar heyrir
undir hann. Þær hafa í raun engin
réttaráhrif heldur eru áminning á
siðferðislegum grunni. Það er verið
að benda þeim á að hegðun þeirra
hafi kannski ekki verið alveg sem
skyldi. Þarna er um að ræða sam-
skiptavandamál á vinnustaðnum; en
ekki er um að ræða brot í starfinu
sjálfu."
Ragnhildur segir að stefnan hafi
ekki verið rædd sérstaklega á fund-
inum í gær en að af hálfu biskups fari
málið í eðlilegan farveg hjá lög-
manni. „Það geta allir leitað til dóm-
stóla með mál sín og ekkert um það
að segja. Nú er úrskurðurinn farinn
til ráðherra með bréfi frá biskupi og
við bíðum viðbragða hans.“
Biskup hlíti úrskurðinum
Matthías G. Pétursson, formaður
sóknamefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að á sóknar-
nefndarfundi í fyrrakvöld hefði verið
farið yfir úrskurðinn og rætt um
hann. Hann sagði menn fegna að
lausn væri að komast á málið. „Það
veitir ekki af, þetta er orðið eitt og
hálft ár. Menn eru hins vegar ekki
eins sáttir með þessar fjórar áminn-
ingar.“
Matthías telur að biskup þurfi að
hlíta úrskurði áfrýjunamefndar mið-
að við lög og reglur þrátt fyrir að
ráðherra kirkjumála hafi ráðið séra
Hans, en í stefnunni er bent á að ráð-
herra skipi sóknarpresta og hann
einn geti leyst þá frá störfum.
Matthías segist ekki sjá að áminn-
ingarnar muni hafa eftirmála. „Eg
held að biskup hafi bara verið að full-
nægja því sem hann átti að gera
samkvæmt úrskurðinum.“
Aðspurður um hvort stefnan hefði
verið rædd á fundinum með biskupi í
gær, sagði hann að eðlilega hefðu
menn talað um hana sín á milli. „Það
kom til umræðu en það var ekkert
ályktað eða neitt slíkt.“
Athugasemd
Biskupsstofu
BISKUPSSTOFA sendi frá sér
eftirfarandi athugasemd í gær:
„I ljósi umfjöllunar í seinni
fréttum ríkissjónvarpsins í
gærkveldi (29. júní) vill bisk-
upsstofa koma eftirfarandi at-
hugasemd á framfæri:
I viðtali í sjónvarpsfréttum
RÚV hélt lögmaður sr. Hans
Markúsar Hafsteinssonar,
Sveinn Andri Sveinsson, því
fram að biskup hefði vísað nið-
urstöðu áfrýjunarnefndar rak-
leiðis til ráðherra og neitað að
tala við sig og skjólstæðing
sinn.
Þarna fer lögmaðurinn ekki
með rétt mál. Hið rétta er að
biskupsstofa hafði samband við
lögmanninn fljótlega eftir að
úrskurðurinn barst biskups-
stofu og bauð honum á fund
biskups til viðræðna um stöðu
málsins. Hann kvað það ekki
gerlegt þar sem sóknarprestur-
inn, af persónulegum ástæðum,
hefði ekki tök á því að hitta
biskup fyrr en í næstu viku.
Reynt var síðan að hafa sam-
band við lögmanninn eftir há-
degi til að ræða fundartíma í
næstu viku en þá náðist ekki í
hann og sagt að hann tæki ekki
síma það sem eftir væri dags-
ins.“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Tilraun til heimsmets í heyfangi
Fáskrúðsfirði | Það var ekki letin íþeim krökkunum í
bæjarvinnunni á Fáskrúðsfirði í vikunni. Þau sögðust
vera að setja heimsmet í hversu stóru heyfangi væri
unnt að troða upp á pallbílinn í einu lagi og hin spræk-
ustu með hrífurnar á lofti í góða veðrinu.
Á Fáskrúðsfirði leika menn við hvern sinn fingur,
góður gangur er í atvinnulífinu, Franskir dagar á
næsta leiti og ferðamenn farnir að dást að fransk-
ísienskum götunöfnunum og skemmtilegri ásýnd
bæjarins.
Ekki með umboð til að
álykta um flugvöllinn
8% fleiri komu-
farþegar en á
sama tíma í fyrra
KOMUR farþega til Keflavíkur-
flugvallar voru 8% fleiri fyrstu
fimm mánuði þessa árs en á sama
tíma í fyrra.
Þetta kemur fram í nýjustu út-
gáfu Hagvísa sem gefnir eru út af
Hagstofu Islands.
Fyrstu fimm mánuði síðasta árs
komu 214 þúsund farþegar en í ár
230 þúsund. Ekki kemur fram
hversu margir farþeganna eru út-
lendingar og hve margir íslend-
ingar.
Síðastliðna tólf mánuði hafa
komufarþegar í Leifsstöð verið 710
þúsund talsins en það er 14,8%
aukning frá síðustu tólf mánuðum
þar á undan.
Inni í þessum tölum eru ekki far-
þegar sem millilenda í Keflavík og
fara ekki inn í landið.
STÚDE NTARÁÐ Háskóla íslands
(SHÍ) hefur ekki umboð til að beita
sér fyrir færslu flugvallarins. Þetta
eru Elías Jón Guðjónsson, formaður
SHÍ og fulltrúi Háskólalistans í
ráðinu, og Inga Hrefna Sveinbjarn-
ardóttir, formaður Vöku, sammála
um.
Atli Bollason, fulltrúi Röskvu í
stúdentaráði, sagði nýlega í Morgun-
blaðinu að ráðið þurfi að láta meira í
sér heyra hvað varðar póhtísk mál.
Hann lagði nýlega fram ályktun þess
efnis að Reykjavíkurflugvöll ætti að
flytja sem fyrst og tryggja Háskóla
Islands landsvæðið.
„Höfum ekki blandað okkur
beint inn í hápólitísk mál“
Inga Hrefna segir sjálfsagt að
ræða veru flugvallarins í tengslum
við skipulagsmál háskólans. „En við
sækjum umboð okkar frá stúdentum
og mér finnst alls ekki greinilegt að
þarna sé sameiginlegur ávinningur
stúdenta þó að veigamikil rök mæli
með því að flugvöllurinn fari,“ segir
Inga Hrefna. Elías tekur í sama
streng og bætir við að flugvallarmál-
ið hafi ekki verið sett á oddinn í síð-
ustu kosningum og þess vegna sé
erfitt að sjá að stúdentaráð geti beitt
sér sérstaklega í því. Elías áréttar að
stúdentaráð geti aðeins látið til sín
taka í málum þar sem hagsmunir
stúdenta koma beint við sögu. „Síð-
ustu tíu ár höfum við ekki blandað
okkur beint inn í hápólitísk mál enda
á stúdentaráð að vera fulltrúi allra
stúdenta og þeir hafa mismunandi
skoðanir. Að setja of mikla pólitík
inn í ráðið myndi bitna á starfi þess.“