Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hvetur til ein-
ingar í Líbanon
Beirút, Washington. AFP. | Súnnítinn
Fuad Siniora var í gær útnefndur
nýr forsætisráðherra Líbanon. Hann
hét því að beita sér ákaft fyrir ein-
ingu og umbótum. Siniora var lengi
fjármálaráðherra í stjórnum undir
forsæti Rafiks Hariris er myrtur var
í febrúar. Nýtur Siniora stuðnings
kosningabandalags undir forystu
sonar Hariris, Saads Hariris.
Siniora er fýrsti forsætisráð-
herrann sem tekur við eftir að Sýr-
lendingar fóru loks með herafla sinn
frá landinu í vor eftir áratuga her-
setu. Margir Líbanar gruna þá um
að hafa staðið íyrir morðinu á Hariri
sem snerist gegn þeim. Forseti
landsins, Emile Lahoud, var kjörinn
að undirlagi Sýrlendinga en hann
neitar að segja af sér.
Siniora hét því að berjast gegn
spillingu og breyta kosningalögum
svo að ekki yrði lengur stuðst við um
60 ára gamalt kerfi þar sem helstu
trúflokkar skipta með sér æðstu
embættum. „Líbanar hafa greitt það
dýru verði að geta náð aftur frelsi
sínu og byggt upp lýðræðislegt og
fullvalda ríki,“ sagði Siniora. „Við
þurfum öll að taka þátt í þeirri bar-
áttu. Við getum aðeins bætt upp
glötuð tækifæri ef allir Líbanar
standa saman.“
Sýrlendingar réðu með stuðningi
herja sinna, leyniþjónustumanna og
S Reuters
Atök í Suður-Líbanon
PALESTÍNSKUR skæruliði notar dreifirit til að kveikja í vindlingi sínum í
borginni Sidon í Suður-Líbanon í gær. íbúar Líbanons segja ísraelskar her-
flugvélar hafa sleppt miklum fjölda dreifirita yfir suðurhluta landsins og í
Beirút um miðja nótt. í dreifiritunum var varað við því að afleiðingarnar
yrðu alvarlegar ef aðgerðir Hezbollah-samtakanna gegn Israel stigmögn-
uðust. Samtökin myrtu ísraelskan hermann á miðvikudag og fsraelar svör-
uðu með loftárásum á bækistöðvar Hezbollah í gær.
innlendra hjálp-
arkokka lögum og
lofum í landinu og
gat enginn orðinn
forsætisráðherra
án velvildar
þeirra eða hlut-
leysis. Bandalag
Hariris, sem
barðist fyrir
brottför Sýrlend-
inga, fékk nauman meirihluta í þing-
kosningunum fyrir skömmu. Siniora
fékk hins vegar stuðning 72 af alls
128 þingmönnum i gær. Er ástæðan
sú að tveir öflugir leiðtogar sem
kepptu við Hariri, drúsinn Walid
Jumblatt og helsti leiðtogi kristinna
Líbana, Michel Aoun, ákváðu báðir
að styðja Siniora.
Sættir milli Aouns og Hariris
Aoun var fyrir 15 árum einn helsti
andstæðingur Sýrlendinga og stuðn-
ingsmanna þeirra í Líbanon og sneri
íyrst heim úr útlegð í vor en gekk
óvænt til liðs við liðsmenn Sýrlend-
inga rétt fyrir kosningarnar. Hann
gagnrýndi Hariri-ættina, sem talin
er eiga um fjóra milljarða dollara, í
kosningabaráttunni og sagði hana
hafa misnotað aðstöðu sína við at-
kvæðaveiðar. En Aoun átti fund á
miðvikudag með Hariri og náðust
þar fullar sættir.
Sjóræningjar
stela hjálpar-
gögnum
Naíróbí. AFP. | Vopnaðir menn hafa
tekið á sitt vald flutningaskip undan
strönd Sómalíu. Skipið flytur mat-
væli á vegum Sameinuðu þjóðanna til
fórnai-lamba flóðbylgjunnar ógurlegu
sem reið yfir á Indlandshafi í fyrra.
Um borð í skipinu eru 850 tonn af
matvælum frá Japan og Þýskalandi
sem ætluð eru íbúum Sómalíu. Þar
líða enn um 28.000 manns skort eftir
flóðbylgjuna miklu sem myndaðist á
Indlandshafi 26. desember sl.
Tíu manna áhöfn skipsins hafði að
sögn eigenda þess í gær ekki verið
unnið mein.
Ekki er vitað hverjir sjóræningj-
ai-nir eru en þeir hafa krafist 500 þús-
und dollara (um 32 milljóna króna) í
lausnargjald. Eigandi skipsins, sem
leigði það Sameinuðu þjóðunum,
sagði að þessari kröfu hefði verið
hafnað.
Skipinu, sem nefnist MV Semlov,
var rænt á mánudag er það var statt
um 300 kílómetra norðaustur af
Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Skipið lagði upp frá Mombasa í Ken-
ýa og var fórinni heitið til Bosasso í
norðausturhluta Sómalíu. Löndin
sem hér ræðir um eru í Austur-Afr-
íku og hggja að Indlandshafi. Sjórán
eru tíð á þessum slóðum og hafa til
þess bær yfirvöld ítrekað varað við
því á undanliðnum mánuðum að mikil
áhætta fylgi sighngum á þessu haf-
svæði.
Fréttaskýring | Ejnverskt fyrirtæki, sem er að mestu í eigu ríkisins, vill nú kaupa bandaríska olíufyrirtækið Unocal
á 18,5 milljarða dollara. Kristján Jónsson segir frá viðbrögðum vestra þar sem margir óttast aukin áhrif Kínverja.
Viðskipti eða stórveldahagsmunir?
Reuters
Tankbíll í eigu orkufyrirtækisins Unocal lestaður með gasi. Fyrirtækið er níunda öflugasta
olíu- og gasfyrirtæki Bandaríkjanna og á einnig miklar lindir í Austur-Asíulöndum.
Tilboð kínverska olíu- og gasfyrirtæk-
isins CNOOC í bandaríska olíufyrir-
tækið Unocal hefur valdið miklu upp-
námi í Bandaríkjunum og ástæðurn-
ar eru af margvíslegum toga. Þeir sem óttast
aukin áhrif Kínverja telja að stjórn kommún-
ista í Peking sé að búa í haginn vegna aukinnar
þarfar fyrir olíu í framtíðinni í kjölfar vaxandi
iðnvæðingar landsins en einnig að tryggja að
væntanlegt risaveldi haldi áfram að dafna,
kannski á kostnað þess eina sem fyrir er.
„Frá rykugum sléttum Austur-Afríku til
stranda Kaspíahafsins rejma Kínverjar að losa
um tök Bandaríkjamanna á orkuhndum heims-
ins og tryggja sér eldsneytið sem þeir þurfa til
að efnahagurinn haldi áfram að þenjast út,“
sagði í The New York Times þegar fréttir bár-
ust af tilboðinu.
Kínversk fyrirtæki munu að sögn sérfræð-
inga vera orðin afar áhugasöm um kaup á öfl-
ugum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, meðal
annars vegna þess að hagnaðurinn er of lítill á
innanlandsmarkaðinum. Hann er sagður ein-
kennast af ofþenslu í byggingariðnaði, bólu
sem hafi orðið til vegna þess að bankar lands-
ins hafi lánað hömlulaust og á lágum vöxtum.
En aðstæður í Bandaríkjunum og heimsmál-
unum eru með þeim hætti að tilboðið í Unocal
veldur nú meiri ókyrrð í stjórnmálum en ella.
Hefur verið sagt að líkja megi málinu við að
eldflaug hafi lent í miðri Washington, að vísu
án þess að springa.
Margvísleg rök
Mörg og óhk rök eru notuð af hálfu þeirra
sem vilja setja skorður við framsókn Kínverja.
En einkum er bent á að um sé að ræða öflugt
einræðisríki sem auki nú hratt framlög til varn-
armála, brjóti harkalega mannréttindi, ógni
grannþjóðum og sé líklegt til að misnota tök sín
á viðskiptalífinu í pólitískum tilgangi.
Hækkandi olíuverð á heimsmarkaði, ekki
síst vegna vaxandi þarfa Kínverja, um 160
milljarða dollara halli á viðskiptum Bandaríkj-
anna við Kína í fyrra og áhugi margra þing-
manna á að setja á refsitolla til að þvinga Kín-
verja til að hækka gengi júansins og draga
þannig úr útflutningi, allt hjálpast þetta að.
Margir tortryggnir Bandaríkjamenn segja auk
þess rangt að heimila kínversku fyrirtæki, sem
ríkið á 70% hlut í, að kaupa mikilvæg fyrirtæki
í bandarískum orkuiðnaði þótt Kínverjar setji
enn hömlur á kaup erlendra aðila á innlendum
fyrirtækjum.
Fleira veldur tortryggni í Bandaríkjunum.
Bent er á að Kínverjar hiki ekki við að semja
um olíukaup við íran og önnur ríki sem stjórn-
völd í Washington eiga í hörðum deilum við
vegna beins stuðnings þeirra við alþjóðlega
hryðjuverkahópa, segirí The Chrístian Science
Monitor.
En verði kaupin á Unocal bönnuð er ljóst að
harðlínumenn í Peking munu notfæra sér mál-
ið. Þeir munu segja að Bandaríkjamenn séu
staðráðnir í að koma í veg fyrir að Kína verði
stórveldi með sterkan efnahag. Ekki sé hægt
að treysta orðum Bandaríkjamanna um að al-
þjóðaviðskipti eigi að vera frjáls.
Sameiginlegir hagsmunir beggja þjóða
Hagfræðingar hafa lengi bent á að bæði rík-
in eiga mikilla sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Markaðurinn vestanhafs er geysilega
mikilvægur fyrir Kínverja og yrði aðgangur
þeiira að honum takmarkaður yrði það þungt
áfall fyrir efnahag þeirra. En Bandaríkjamenn
eru einnig háðir Kína. Þeir gætu hamlað gegn
ódýrum innflutningi þaðan og þannig bjargað
allmörgum innlendum störfum í sumum grein-
um en fyrir efnahag landsins í heild yrðu áhrif-
in neikvæð. Neytendur yrðu að borga meira
fyrir fatnað og iðnfyrirtæki að kaupa dýrara
stál, svo að dæmi séu nefnd.
Kínverjar fjármagna að verulegu leyti fjár-
lagahallann vestra með því að kaupa bandarísk
ríkisskuldabréf, þeir hafa safnað alls um 230
JFu vill læra á fjármála-
markaðinn í Bandaríkjunum
og einfaldasta leiðin er þá að
hasla sér þarvöll.í
milljörðum dollara í slíkum bréfum eða um 12-
14% af öllum bandarískum ríkisskuldabréfum
utan heimalandsins. Hins vegar er ljóst að Kín-
verjar hafa keypt bréfin vegna þess að þeir
telja fjárfestinguna góða og örugga. Má deila
um það hvort þeir myndu vilja kaupa skulda-
bréf annarra ríkja, t. d. í Evrópu, í staðinn. En
ef pólitísku samskiptin versnuðu mjög og þeir
gripu þrátt fyrir allt til svo róttækra aðferða
myndu afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar
fyrir efnahag Bandaríkjanna.
Vilja læra á markaðinn
Kínverjar bjóðast til að borga 18,5 milljarða
dollara, þar af 16 milljarða í reiðufé, fyrir Uno-
cal og hafa með tilboðinu sett í uppnám tilraun
olíurisans Chevi'on til að komast yfir fyrirtækið
fyrir 16,7 milljarða. Til samanburðar má neftia
að verg landsframleiðsla Islendinga í fyrra var
um 13 milljarðar dollara.
Forstjóri CNOOC, Fu Chengyu, er verk-
fræðingur, menntaður á Vesturlöndum og
sagður vera staðráðinn í að styrkja fyrirtækið
sem er hið þriðja stærsta í olíuiðnaði landsins.
Fu vill læra á fjármálamarkaðinn í Bandaríkj-
unum og einfaldasta leiðin er þá að hasla sér
þarvöll.
Fyrsta tilraun fyrirtækisins til að kaupa
Unocal mistókst fyrir fáeinum árum en nú er
beitt markvissari aðferðum. Hafa Kínverjamir
ráðið þrautþjálfaða milhgöngumenn til að reka
áróður fyrir sig í þingsölum og annars staðar í
kerfinu. Einnig hyggst Fu fara sjálfur til
Washington til að reyna að sannfæra þingmenn
um að ekki búi neitt slæmt að baki, aðeins sé
um hefðbundin viðskiptasjónarmið að ræða en
ekki lymskufulla aðgerð til að grafa undan
hagsmunum Bandaríkjanna. Fu mun óvart
hafa kallað CNOOC einu sinni „kommúnu",
orðalag sem Kínverjar forðast nú orðið eins og
heitan eldinn. Það minnir um of á gamla tíma.
Telja að öryggi í orkumálum sé ógnað
Unocal er níunda stærsta fyrirtæki á sínu
sviði í Bandaríkjunum og ræður yfir miklum
olíulindum í heimalandinu en einnig í Austur-
Asíulöndum. Þrátt fyrir þetta er ljóst að kaupin
hafa engin úrslitaáhrif á orkubúskap landsins.
En tveir þingmenn vilja nú að sögn The Wall
Stree t Journal að stjórn Bush forseta láti
kanna hvort hindra beri kaupin á þeirri for-
sendu að öryggi í orkumálum sé ógnað og Kín-
verjar fái ef til vill aðgang að viðkvæmum
tækniupplýsingum. Einnig láta margir í ljós
efasemdir um að kaup Kínverja á erlendum
orkufyrirtækjum byggist á hreinum markaðs-
forsendum.
Fréttaskýrandinn Guy de Jonquieres segir í
grein í Financial Times að viðbrögðin í Banda-
ríkjunum séu ekki merki um styrk. Hann segir
fáránlegt að berjast harkalega gegn kaupum
Kínverja á meðalstóru orkufyrirtæki en reiða
sig jafnframt á að þeir fjármagni bandarísk
ríkisútgjöld með skuldabréfakaupunum, út-
gjöld sem m.a. fari í að tryggja öryggi þjóðar-
innar.
„Þetta er merki um öryggisleysi [banda-
rísku] þjóðaiinnar. Ef Bandaríkjamenn vilja
meira öryggi ættu þeir að opna dyrnar upp á
gátt fyrir kínverskum fjárfestingum, ekki loka
þeim. Því meiri sem þátttaka Kínverja verður í
efnahag Bandaríkjanna þeim mun meira eiga
þefr undir því að hann sé í lagi og þeim mun öfl-
ugri verður hvatinn til þess fyrir þá til að forð-
ast jafnt pólitíska sem efnahagslega árekstra,"
segir Guy de Jonquieres.
kjon@mbl.is