Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 33 MINNINGAR Mig langar að minnast í nokki'um orðum vinar míns, Sigurðar, er oft- ast var kenndur við Hamborg. Okk- ar vinskapur hefur varað í 45 ár. Dugnaður, ósérhlífni og heiðarleiki voru hans aðalsmerki. Hann var að- eins 15 ára þegar hann var orðinn verslunarstjóri hjá athafnamönnun- um Silla og Valda á Vesturgötu 29. Síðar fór hann að vinna hjá fóður sínum í Hamborg á horni Frakka- stígs og Laugavegar, og eftir nokk- ur ár eignaðist hann einn rekst- urinn er hann keypti meðeigendur sína út. Árin liðu og með dugnaði og ósérhlífni voru verslanirnar orðnar þrjár. A sínum tíma voru þetta stærstu búsáhaldaverslanir lands- ins. Sigurður kvæntist ungur Jó- hönnu Guðjónsdóttur, og átti hann eina kjördóttur, Sigríði Sigurðar- dóttur, sem var ein af okkar fremstu íþróttakonum í mörg ár. Jóhanna og Sigurður skildu og síð- ar kvæntist Sigurður Jónu Kjart- ansdóttur og átti hún þrjú börn sem þau ólu saman upp. Það var aðdá- unarvert að sjá hvað Sigurður hugs- aði alla tíð vel um fjölskylduna sína. Hann var þvílíkt valmenni, enda hændust börn að honum. Ekki má gleyma starfsfólkinu sem starfaði hjá honum í gegnum árin. Það dáði hann alla tíð. Síðustu ár hafa oft verið erfið sökum veikinda en alltaf kom hann aftur af spítölunum ánægður með að vera kominn heim. Þetta hefur oft verið erfiður tími hjá Jónu, sem allt vildi gera fyrir sinn mann. Eg er stoltur af að hafa skírt son minn í höfuðið á slíkum öðlingsmanni. Við hjónin og okkar afkomendur kveðj- um Sigurð með miklum söknuði. Við fráfall Sigurðar hefur myndast ákveðið tóm í huga okkar. Elsku Jóna, söknuður þinn er mikill en minningar um yndislegan mann er huggun harmi gegn. Börn- um, barnabömum og tengdabörn- um vottum við okkar dýpstu samúð. Verstu sæll, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðríður, Guðmundur Ottósson og fjölskyldur. „Gott mannorð er betra en góð smyrsl og dauðadagurinn betri en fæðingardagurinn." Svo segir í Pre- dikara Salómons 7. kapítula 1. versi. Þegar orðið er kvöldsett í lífinu skynja menn þýðingu þessara orða. Sigurður í Hamborg lést á Rimini á Italíu 13. júní á átttugasta aldurs- ári, þar sem hann var að samfagna með konu sinni Jónu Kjartansdótt- ur sjötugri. Við fráfall Sigurðar er genginn maður, sem var einn af fánaberum íslenskrar kaupmanna- stéttar á síðustu öld. I hálfa öld, sem er langur tími og viðburðaríkur í verslunarsögu Reykjavíkur, rak Sigurður verslunina Hamborg af myndarskap og dugnaði. Sigurður var vel af Guði gerður bæði til líkama og sálar. Agætlega á sig kominn, var tamara að nota hjólið en bílinn og sundmaður góð- ur. Vafalaust hjálpaði það honum á síðustu metrunum í lífinu, til þess að ná sér upp úr mjög erfíðum veik- indum og njóta síðustu áranna. Hann var andlitsfríður en þó karl- mannlegur, vel hærður og fagur- eygur og vottaði oft fyrir glettni í augum og svip. Húmoristi var hann í besta falli, en þó var gamanið ávallt græsku- laust og lagði ekki illt til nokkurs manns. Hann var höfðingi í lund og raun og glaður á góðri stund. Marg- ur minnimáttar átti í hauk í horni þar sem Sigurður var. Við, sem þessa kveðju sendum, áttum með þeim hjónum Jónu og Sigurði margar góðar og ógleyman- legar stundir bæði heima og heim- an. A kveðjustund ylja endunnmn- ingar liðins tíma um hjartarætur. Fram í hugann koma margir ólíkir atburðir frá genginni leið. Þeir eru þekking okkar og reynsla, sem á að vera vegvísir jafnt og baráttuvopn í nýjum áfanga. Dagurinn í gær er liðinn, en við eigum von í morg- undeginum en ekki vissu, því þegar kallið kemur kaupir sér enginn frí. Við þökkum Sigurði samveruna. Engu er gleymt. Hann auðgaði líf okkar, fjölskyldu sinnar og annarra. Umvafinn ást og virðingu skalt þú stíga yfir landamærin, fyrirbænir, heillaóskir og þakklæti eru þitt vegabréf til landsins ókunna. Innilegar samúðarkveðjur flytj- um við Jónu konu Sigurðar og fjöl- skyldu þeirra. Bogga og Páll. Þegar góður vinur kveður sitt jarðneska líf kemur eðlilega sökn- uður. Sérstaklega þegar um er að ræða einlægan vin sem ég var svo heppin að fá að vinna hjá í nokkur ár og fá með fjölskyldu minni að eiga með þeim hjónum margar ógleymanlegar gleðistundir. Sumarbústaðarbygging í Skorra- dal væri efni í bók, en myndirnar af kátu fólki á öllum aldri látum við nægja að ylja okkur við. Ávallt var hlýtt á milli okkar Sigga, enda skopskynið líkt. Ekki er hægt að minnast hans án þess að geta þess hve frábær vinnu- veitandi hann var, mistök fyrirgefin án nöldurs. Margir sem máttu sín minna í lífsbaráttunni áttu þar alltaf vísan og gjöfulan vin. Við fjölskyldan sendum Jónu og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Megi kær vinur hvíla í friði. Theodóra og Daníel. RAGNAR GUÐJÓNSSON + Ragnar Guðjóns- son fæddist í Bakkakoti á Rangár- völlum 6. desember 1923. Hann lést 12. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Guðlaugsson, f. í Blábringu á Rang- árvöllum 14. maí 1891, d. 25. feb. 1970, og Guðbjörg Páls- dóttir, f. á Reynifelli á Rangárvöllum 11. júlí 1886, d. 25. aprfl 1966. Ragnar var al- inn upp hjá fósturfor- eldrum súium í Skipagerði í Akur- eyjarsókn, Gunnari Ásbjamarsyni og Katrínu Jónsdóttur, en systkini Ragnars vom 12 og eru öll látin. Ragnar kvæntist Viktoríu Finn- bogadóttur og eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1) Arnór Guðjón, f. 11. maí 1948, kvæntur Dagnýju Hrönn Hildisdóttur, f. 11. maí 1955. Dóttir þeirra er Birta Rós, f. 21. aprfl 1976, gift Ágústi Páli Árna- syni, f. 1976. Dætur þeirra em Dagný Halla, f. 2000, og Margrét Arna, f. 2002. 2) Katrín, f. 27. júlí 1949, var gift Sig- mundi Felixsyni, skildu. Synir þeirra em Guðmundur Krist- ján, f. 5. sept. 1973, Leifúr Guðjón, f. 4. jan. 1978, unnusta Svein- björg Jónsdóttir, f. 1979. Sonur þeirra er Patrik Þór, f. 9. feb. 2005. 3) EmU Jakob, f. 25. nóv. 1950, sam- býliskona Siguijóna Sigvaldadóttir, f. 3. feb. 1959. Börn þeirra em Sigvaldi Þorbjörn, f. 27. maí 1980; Helgi Sævar, f. 1983, d. 1984; Kristín Björk, f. 4. júní 1985, dóttir hennar er ísabella Margrét, f. 18.11. 2003; Ásgeir, f. 13. des. 1990; Ragnar Þór, f. 19. okt. 1994; Helga Rún, f. 8. ágúst 1996. 4) Sigrún, f. 13. maí 1952, gift Stefáni Louis Stefáns- syni, f. 26. nóv. 1952. Börn þeirra eru: Eyþór Davíð, f. 14. okt. 1973; Hugrún Bjarklind, f. 19. aprfl 1975; Viktoría Louise, f. 23. júlí 1979, hún á óskírðan son fæddan 15. aprfl 2005. 5) Sólrún, f. 20. sept. 1953, gift Stefáni P. Guðmundssyni, f. 16. okt 1959. Sonur þeirra er Guð- mundur Sigmar, f. 6. nóv. 1992. Áð- ur átti Sólrún Ragnar Viktor Karls- son, f. 22. aprfl 1970, kvæntur Halldóru Sæmundsdóttur, f. 1959. 6) Ragnar, f. 6. júní 1955, kvæntur Þórdísi P. Ingimarsdóttur, f. 30. sept. 1954. Dætur þeirra em: Bettý, f. 18. okt. 1979, gift Einari Þór Hjaltasyni, f. 17. júní 1977, sonur þeirra er Ragnar Dagur, f. 30. nóv. 2001; Erla Ragnheiður, f. 29. des. 1981. Áður átti Þórdís Róbert Ótt- arsson, f. 17. des. 1972, kvæntur Selmu Barðdal, f. 18. ágúst 1974, böm Linda Þórdís, f. 4. mars 1998; og Reynir Bjarkan, f. 2. okt. 2004. Ragnar og Viktoría skfldu 1962. Sambýliskona Ragnars í sjö ár var Alla Á. Alexandersdóttir. Hjá þeim bjó dóttir Ollu, María Ragnarsdótt- ir. Ragnar hóf starfsferil sinn sem sjómaður í Eyjum auk þess að stunda landbúnaðarstörf í heima- högum. Hann hóf búskap á Skeggjastöðum í Mosfellssveit 1952 og síðar í Þverárkoti í sömu sveit. Þá bjó Ragnar í þrjú ár á Þórodds- stöðum í Miðneshreppi. Árið 1962 flutti fjölskyldan í Kópavog en þar vann hann hin ýmsu störf, m.a. hjá Kópavogsbæ þar til starfsdögum hans lauk. Utför Ragnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. * Tengdafaðir minn Ragnar Guð- jónsson er fallinn frá eftir langa bar- áttu við erfið veikindi. Eg man þegar ég sá hann fyrst, eft- ir að ég og yngsti sonur hans felldum hugi saman fyrir 27 árum. Ragnar var virðulegur og alltaf mikil reisn yfir honum og ekki voru lætin í kringum hann, rólegur og aldr- ei heyrði ég hann hallmæla neinum og sagði ekki meira en hann þurfti. Þegar fjölskyldan flutti til Reykja- víkur keyptum við saman húsnæði og bjó hann hjá okkur í Bakkaseli 8 og hafði íbúð fyrir sig í kjallaranum. Þar leið honum mjög vel og var gott að vita af honum og leita til hans þegar á þurfti að halda því ég var mikið ein heima með bömin meðan eiginmaður minn var til sjós. Aldrei bar skugga á sambúð okkar og gott var að koma niður og spjalla um daginn og veginn og ég tala nú ekki um þann „gula“ (Brósa) sem var ætíð boðinn velkom- inn; Árið 2002 fór Ragnar í uppskurð og kom ekki aftur heim og urðu það hon- um mildl vonbrigði. Hann var bund- inn við hjólastól upp frá því og náði sér aldrei. Eitt áhugamál hafði hann og það var að horfa á fótbolta og þá gat mað- ur ekki talað við hann og alls ekki ef liðið hans var að spila, en hann hélt alla tíð með Arsenal. Eg þakka þér fyrir samfylgdina og ég veit að þér líður betur núna því mætari manni hef ég ekki kynnst og minninguna um þig mun ég geyma í hjarta mínu. Ég vil þakka Öllu og Maríu fyrir þeirra yndislegheit og var hjálp þeirra ómetanleg og einnig þakka ég starfsfólki Sóltúns fyrir góða að- hlynningu. Elsku Guðjón, Emil, Sigrún, Katr- ín, Sólrún og Ragnar, guð geymi ykk- ur öll og fjölskyldur ykkar. Hvíl í friði. Deyrfé, deyjafrændur, deyrsjálfuriðsama; enorðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (ÚrHávamálum.) Þórdís Ingimarsdóttir. Elskulegur afi okkar er horfinn á braut eftir þrálát veikindi. Hann barðist hetjulega en á endanum varð þessi barátta honum ofviða. Þegar við systkinin settumst niður og fórum að hugsa til baka um allar minningar okkar um afa kemur margt upp í hug- ann. Afi var frekar rólegur og lét lítið á sér bera. Þegar við bjuggum á Siglufirði bjó Raggi afi í miðbæ Reykjavíkur og við vorum oft hjá hon- um þegar við kíktum í bæinn. Hann var .alltaf hlýr og góður. Hann bjó fyr- ir neðan okkur í Bakkaselinu í 16 ár eða frá því að við fluttum til Reykja- víkur. Það var alltaf ákveðið öryggi fyrir okkur krakkana að vita af hon- um þama niðri og ósjaldan kom það fyrir að við leituðum til hans þegar við vorum læst úti. Hann tók alltaf vel á móti okkur og var alltaf tilbúinn til að rétta okkur hjálparhönd. Það kom ósjaldan fyrh' að við fórum niður til afa til að sælq'a þann gula en þeir voru góðir vinir. Afi lét kettinum meira að segja eftir húsbóndastóhnn og hann M var mjög sáttur við þann félagsskap sem hann hafði af honum. Það er gott til þess að hugsa að afí og Brósi hafa nú hist enn á ný á betri stað. Afi hafði alla tíð mikinn áhuga á fót- bolta og var harður stuðningsmaður Arsenal. Hann fylgdist mikið með fót- bolta og horfði á alla leikina í sjón- varpinu ef hann mögulega gat. Annað efni sem hann horfði mikið á og ekki mátti trufla þegar það var sýnt var Leiðarljós. Hann missti ekki úr þátt og fannst ákaflega gaman að því að fylgjast með þeim þáttum. Elsku afi, við kveðjum þig héma og það er gott til þess að hugsa að þú sért kominn á betri stað og þér líði betur. Við söknum þín mikið og hugsum mikið til þín. Við sendum bömum hans afa og íjölskyldum þeirra okkar samúðar- kveðjur. Róbert, Bettý og Erla. FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR + Fanney Halldórs- dóttir fæddist á Tjarnarlandi á Skaga hinn 3. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Blönduósi 21. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hlíf Sveinsdóttir, d. 3. aprfl 1926, og Halldór Jónas Guðmundsson, d. 3. febrúar 1981. Systkini Fanneyjar eru Heiðbjört Lilja, f. 1918, Svanlaug Anna, f. 1920, og Magnús, f. 1923, sem er látinn. Fanney giftist 14. júlí 1936 Frið- geiri Ágúst Eiríkssyni ffá Sviðn- ingi á Skaga, f. 4. ágúst 1904, d. 17. maí 1985. Foreldrar hans voru Monika Guðnadóttir, f. 1. júlí 1865, d. 29. október 1947, frá Víðivöllum í Staðardal í Strandasýslu, og Ei- ríkur Eiríksson, f. 1. maí 1867, d. 15. mars 1943, bóndi á Sviðningi á Síminn hringir snemma morguns, á hinum enda línunnar er pabbi. Hann segir mér að amma sé dáin. Skaga. Börn Fann- eyjar og Friðgeirs eru: 1) Alda Dag- björt, f. 21. október 1936, maki Sigurður Pálsson, f. 20. júlí 1925. Þau búa á Blönduósi og eiga fjórar dætur, sjö bai-nabörn og tvö bamabamabörn. 2) Ásdís Hlíf, f. 26. nóv- ember 1937, maki Jónas Bjarnason, f. 4. mars 1932. Þau búa á Blönduósi og eiga þrjá syni og sex barnabörn. 3) Ágúst Fannberg, f. 27. ágúst 1941, maki Gíslína Torfa- dóttir, f. 8. júní 1937. Þau búa í Garðinum og eiga tvo syni, sex barnaböm og fimm barnabarna- börn. Útför Fanneyjar verður gerð frá Hofskirkju í Skagabyggð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þó vitað hafi verið að hverju stefndi hjá ömmu síðustu dagana, þá er sársaukinn og söknuðurinn mikill þegar fregnin kemur, dauðinn er svo fjarlægur í hugsun, hann bara kemur og skilur eftir sig skörð. Amma var kjarnakona sem vílaði ekki hlutina fyrir sér, hún tók því sem að höndum bar. Hún var mikill náttúruunnandi, hafði gaman af dýi'um og þá gladdi það hana mjög að sjá fólk á fallegum hestum. Hún lét sér fátt mannlegt óviðkomandi, hafði skoðanir á hlutunum og var ákaflega gestrisin. Hún var ljóðelsk og hafði gaman af tónlist enda mik- ið um músik á heimili hennar en afi lék á harmoniku. Er afi féll frá hélt hún áfram búsetu á Sviðningi og vildi dvelja eins lengi og heilsan leyfði í sveitinni sinni sem hún unni mjög. Seinna fluttist hún hingað inn á Blönduós. Að alast upp í návist þessarar duglegu konu er eitthvað sem ég mun búa að alla mína ævi, hún var svo gefandi og hafði gaman af að miðla til mín af þekkingu og reynslu. Okkur krökkunum þótti ósköp gott að koma í eldhúsið til ömmu eftir að hafa verið að leik eða vinnu við hin ýmsu störf sem til féllu á heimilinu og næla okkur í kleinur, flatbrauð eða eitthvað í gogginn, en amma var alltaf með áhyggjur af hvort við krakkamir værum svöng og oft lumaði hún á einhverju góðgæti handa okkur. Það var gaman að heimsækja hana. Við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál, t.d. landið okkar, gátum setið tímunum saman og skoðað ljós- myndir sem ég hafði tekið á ferða- lögum, eins bjó hún yfir miklum fróðleik um mannlífið áður fyrr og þá sérstaklega um byggðina á Skaganum, sinni heimabyggð. Hún var Lindu minni ákaflega góð og hlý, fylgdist með hvernig henni gekk í því sem hún tók að sér. Elsku amma, það eru svo margar minningar sem ég geymi um þig í hjarta mínu um aldur og ævi. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af þeim ástvinum sem á undan voru gengnir. Við Linda kveðjum þig með sökn- uð í hjarta og mikla ást. Guðný. Elsku amma, nú ertu komin þangað sem þú vildir vera horfin til fyrir nokkru, en það var til hans afa. Margs er að minnast frá æsku- árum okkar á Sviðningi þar sem við systur ásamt foreldrum okkar, þér og afa, bjuggum þar sem oft var þröng á þingi og mikill gleðskapur. Þú varst alltaf dugleg að segja okk- ur sögur á kvöldin áður en við sofn- uðum og alltaf hugsaðir þú um það að við værum ekki svangar og vel það. Seinni árin þegap við Icpinum í heimsókn á sumrin til þín á Sviðn- ing var ýmislegt gert sér til gam- ans, eins og að fara í Kálfsham- arsvíkina og grillað, á meðan þuldir þú upp bæjarnöfn og ábúendur þeirra sem allir eru löngu horfnir úr Víkinni, og einnig fengum við að heyra margar vísur sem þú hafðir gert um dagana. Þú dáðir músík og söng og hafðir m mikið dálæti af textunum hans Bubba Morthens sem þér fannst segja svo margt eins og til dæmis þessar línur og látum þær hér fylgja með: Þar sem englamir syngja sefur þú, sefúr í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Við systurnar þökkum þér allar samverustundirnar og vonum að M þér eigi eftir að líða vel á nýja staðnum. Guðbjörg, Gerður Eyrún og Heiðdís Björk. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.