Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005
MORGUNBLAÐIÐ
/
Tónlist | Norðmennirnir í Wig Wam sækja Island heim
„Drögum Wig Wam-
skrímslið um heiminnu
Þeir Teeny, Sporty, Glam og Flash skipa Wig Wam og eru á leiðinni!
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
FJÓRMENNINGARNIR í hljóm-
sveitinni Wig Wam komu, sáu og...
lentu í níunda sæti í söngvakeppni
evrópski'a sjónvarpsstöðva sem
fram fór í Kænugarði. Hljómsveitin,
sem keppti fyrir hönd Noregs enda
liðsmenn allir frá því ágæta landi,
vakti hinsvegar geysilega athygli í
kjölfar keppninnar og hefur verið
að leika á tónleikum víða um
Skandinavíu og er hvergi nærri
hætt. A dögunum kom út breið-
skífan Hard To Be a Rock’n Roll-
er... in Kiev og Evróvisjónlagið „In
My Dreams (Come On)“ hefur verið
mikið spilað á öldum ljósvakans víða
um Evrópu. Hér á landi sat lagið
efst á lista yfir vinsælustu lög lands-
ins í síðustu viku.
Um helgina liggur leið Wig Wam
upp á íslandsstrendur þar sem þeir
munu halda tvenna tónleika. Aðra í
Smáralind og síðar um kvöldið á
Gauk á Stöng auk þess sem þeir
koma fram á sjónvarpsstöðinni
Sirkusi til að leggja Live 8-
málefninu lið.
Söngvarinn Glam var staddur í
heimalandi sínu við æfingar þegar
blaðamaður náði af honum tali.
Hefur verið mikið að gera hjá
ykkur síðan í Evróvisjón-söngva-
keppninni?
„Já, biddu fyrir þér, það hefur
verið stanslaus dagskrá hjá okkur
síðan við unnum undankeppnina hér
í Noregi. Nóttina áður en við héld-
um til Kænugarðs vorum við með
tónleika í Norður-Noregi og heldum
svo beint í keppnina án þess að hafa
sofið nokkuð.“
Það hefur þó greinilega ekki spillt
fyrir árangri ykkar í keppninni.
„Nei, það gerði það ekki. Þetta
gekk allt saman mjög vel.“
Hefur keppnin opnað ykkur
margar dyr?
„Já, það er ekki spurning. Það er
búið að vera svo mikið að gera hjá
okkur síðan... og nóg eftir.“
Og nú eruð þið á leið til íslands.
„Já, loksins.Við byrjum í Smára-
lindinni og spilum svo á klúbbnum,
hvað heitir hann aftur? Gúgúr?“
Gaukur á Stöng.
„Já, einmitt. Við komum svo aftur
til íslands og hitum upp fyrir Alice
Cooper í ágúst og svo er áformað að
halda aðra tónleika á Nasa í sept-
ember að ég held.“
Finnst ykkur þið skyldugir til að
heimsækja öll löndin sem gáfu ykk-
ur 12 stig í Evróvisjón?
„Nei, alls ekki, okkur langaði
mikið að koma. Við höfum líka heyrt
að lagið okkar sé orðið vinsælt
þarna hjá ykkur.“
Já, það var vinsælasta lag síðustu
viku hér á landi.
„Já er það? Það er frábært!"
Segðu mér aðeins frá Wig Wam,
hvað hafíð þið spilað lengi saman?
„Við lékum saman á níunda ára-
tugnum en komum aftur saman á
nýjan leik árið 2000 þegar Teeny
(einn liðsmanna) hafði samband við
mig. Við höfðum því samband við
hina og við höfum saman verið að
vinna við þetta frábæra verkefni
sem Wig Wam er.“
Hvemig lítur svo framtíðin út hjá
WigWam?
„Eftir Islandsheimsóknina erum
við að fara í tónleikaferð um Noreg.
Platan okkar kemur svo út í Finn-
landi, Svíþjóð, Danmörku, Sviss,
Þýskalandi og Austurríki á næst-
unni og líklegt er að stefnan verði
einnig sett á Japan og Astralíu. Það
er vonandi að við náum að draga
þetta skrímsli sem við köllum Wig
Wam sem víðast um heiminn. Við
erum einnig með nýja plötu í bígerð
en ég efast um að við höfum tíma til
að koma henni út fyrr en í desem-
ber eða janúar næstkomandi. Það
er því lítil hvíld framundan hjá okk-
ur.“
Tónleikar Wig Wam í Smáralind á laugardaginn hefjast klukkan 16.30. Aögang-
ur er ókeypis.
Hasgt er að nálgast miða á tónleikana á Gauk á Stöng um kvöldið á www.con-
cert.is og í síma 511-2255. Miðaverð er 1.900 krónur.
Tónlist | Dj Surg-
eon á Islandi
Tónlistar-
veisla á
Gauknum
Meira fyrir peninginn
ÍNNRASIN ER HAFIN
álFAlAKKA
smo;
iJurgarbíój smHRH\ BÍÚ
MastetCard
Veidu ódýrt bensm
+ávinning!m
TÓNLISTARMAÐURINN og
plötusnúðurinn Anthony Child, eða
Dj Surgeon eins og hann kýs að
kalla sig, leikur á Gauk á Stöng í
kvöld ásamt Exos, Tómasi THX og
Gus Gus plötusnúðunum.
Dj Surgeon skaust upp á
stjörnuhimininn í tekno-heiminum
árið 1995 þegar Jeff Mills notaði
tvö lög eftir hann á geisladiskinn
fræga Live at the liquid room Tok-
yo. Endurhljóðblandanir fyrir Dave
Clarke, Hardfloor og Missile re-
cords fylgdu strax í kjölfarið ásamt
því að
hann var boðaður sem fastaplö-
tusnúður á neðanjarðarklúbbnum
Tresor í Berlín.
Surgeon hefur gefíð út 6 breið-
skífur og gríðarlegt magn af endur-
hljóðblöndunum fyrir útgáfur eins
og Warp, Matardor, Music man,
Fat cat og harthouse.
Tónleikarnir hefjast á Gauk á
Stöng í kvöld klukkan 23. Miða-
verð er 1000 krónur.
PCI lím og fiiguefr . 1 u
[■*
Stórhöfða www. ’l, við Gullinbrú, s. 545 5500. lis.is • netfang: f1is@flis.is 1|