Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 45 DAGBÓK SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Bf4 0-0 8. Dd2 Rd7 9. 0-0-0 Rc5 10. h4 Bg4 11. h5 He8 12. Bc4 c6 13. Bxd6 Bxd6 14. Dxd6 Dxd6 15. Hxd6 Bxf3 16. gxf3 Had8 17. Hd4 b5 18. Hhdl Hxd4 19. cxd4 Rd7 20. Bd3 Rf6 21. d5 cxd5 22. Bxb5 He5 23. c4 Kf8 24. c5 d4 25. b4 að 26. a3 axb4 27. axb4 Rd5 28. Hxd4 Hxh5 29. c6 Ke7 Staðan kom upp á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Leon á Spáni. Viswanathan Anand (2785) hafði hvítt gegn Magnus Carlsen (2548). 30. Hxd5! og svartur gafst upp þar sem eftir 30... Hxd5 rennur c-peð hvíts óumfiýjanlega upp í borð eftir 31. c7. 1 Páll Arnarson | dagbok@mblis EM áTenerife. Norður ♦AKD6 yK32 ♦ 9 +ADG43 A/NS Vestur *G842 vG97 ♦ KG104 +108 Austur + 1095 VÁ84 ♦8762 +K97 Suður +73 VD1065 ♦ÁD53 +652 Norðmennimir Boye Brogeland og Erik Sælemsminde spiluðu saman í opnu sveitakeppninni á Tenerife í sveit Bretans Gillis, sem oft hefur komið á íslensku bridshátíðina. Sveit- in komst í gegnum fyrsta áfanga, en féll út áður en kom að 32 liða úrsht- um. Þeir félagar náðu samt að sýna góða takta, meðal annars í þessu spili gegn Itölunum Fazzadi og Zuechini: Vestur Norður Boye Fazzadi 1 tígull Dobl Pass 3 lauf Pass 3spaðar Pass Pass Austur Suður Erik Zucchini Pass Pass 2 tíglar Dobl Pass 3 hjörtu Pass Pass 3grönd „Opnun“ Boye er í léttara lagi, en hann er í þriðju hendi, utan hættu gegn á hættu, og þá er óhætt að bregða á leik. Italimir komust á endanum í rétt- an samning, en Zucchini tók Boye fullalvarlega og gætti sín ekki í úr- spilinu. Boye leist ekki á að spila frá KG í tígli og valdi að byija á smáum spaða. Zucehini tók með ás og spilaði laufás og drottningu. Erik tók slaginn og skipti yfir í tíguláttu. Zucchini drap með ás og Boye lét tíuna undir - sem átti eftir að skila sér. Zucchini þóttist viss um að vestur ætti a.m.k. hjartaásinn fyrir opnun sinni, svo hann spilaði næst hjarta á kónginn. En Erik drap og spilaði tíg- ulsjöu. Hann átti þann slag (Boye gat látið fjarkann undir) og spilaði enn tígli. Einn niður og tveggja stafa sveifla til Gillis og félaga, því hinum megin unnust þrjú grönd auðveldlega eftir útspil í tígli. Nám | Oddur Albertsson stýrir Andebölle-skóla við Óðinsvé í Danmörku s Vill Islendinga í lýðháskólann IAndebölle-lýðháskólanum er lögð áhersla á skapandi fög. Hér leggja nemendur stund á tónlist, leiklist, myndlist, heim- speki og menningarsögu, auk kvikmynda- listar. Þá er einnig kennd danska, en kennsla fer fram á ensku, enda eru nemendur víða að úr heiminum. Ég vii gjarnan fá íslenska nem- endur til liðs við okkur,“ segir Oddur Alberts- son, skólastjóri Andebölle-lýðháskólans í Dan- mörku. Skólinn er rétt við borgina Óðinsvé, í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Kaup- mannahöfti. Oddur hefur starfað við danska lýðháskóla undanfarin ár. Andebölle-lýðháskólinn er ætlaður 16-19 ára ungmennum og námið er sérstaklega sniðið að þeim sem ekki finna sig í hefðbundnu bóknámi. Samkvæmt dönskum lögum verða nemendur að vera I6V2 árs þegar skólinn byrjar í ágúst. A haustönn er kennt í 20 vikur, en vorönnin er 24 vikur. Flestir nemendur stunda nám við skól- ann í eina önn, en ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sitji tvær annir. Oddur segir að hann vilji gjarnan veita ís- lenskum nemendum sérstaka athygli. „Ég veit að íslenskir krakkar hafa sumir átt í erf- ► Oddur Albertsson er Reykvíkinqur, fæddur 1957. Hann lauk stúd- entsprófi frá MT oq nam tómstundafræði í Svíþjóð. Hann starfaði við æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar, Skál- holtsskóla oq hjá Unq- linqaheimili ríkisins. Oddur nam leikhús- oq kvikmyndafræði í Lundi oq kennarafræði í Linköpinq. Hann varð skóla- stjóri lýðskólans í Reykholti 1992, stofnaði síðar lýðskóla í Norræna húsinu, sem flutti síðar í JL-húsið. Oddur er nú skófastjóri And- ebölle-lýðháskólans íDanmörku. iðleikum með að stunda nám við danska lýðhá- skóla vegna lélegrar dönskukunnáttu, en sá vandi er ekki fyrir hendi í Andebölle, þar sem við kennum á ensku. Um fjórðungur nemenda eru Danir, svo hafa verið um 18 nemendur frá Austur-Evrópu og 15 Kínverjar. Fjórir Fær- eyingar hafa þegar skráð sig í skólann á næsta ári og fimm íslendingar. Ég vil gjarnan gera hlut þeirra stærri." Skólagjöld eru 1.000 danskar krónur á viku, eða 20 þúsund fyrir haustönnina, sem nemur þá um 211.000 íslenskum krónum. Innifalið er kennsla, fæði og gisting, en Oddur hefur einnig hug á að fella ferðakostnað íslendinganna undir þennan kostnað. „Nemendur geta sótt um skólavist á heimasíðu okkar, andeboile.dk. Bækling um skólann og umsóknareyðublað er einnig hægt að nálgast í Norræna húsinu eða hjá Norræna félaginu við Oðinsgötu 7. Það er líka hægt að senda mér tölvupóst á odd- ura@itn.is, eða slá á þráðinn," segir Oddur. Sé hringt beint frá Islandi er númer hans 00-45- 5135-7137. í Andebölle-lýðháskóla eru engin próf. Námið hefst kl. 9 á morgnana, eftir morgunverð og samverustund. Síðan heldur hver til sinna starfa, sumir fara t.d. í tónlistarhúsið þar sem þeir geta æft sig á hljóðfæri sitt, spilað með öðrum og jafnvel tekið upp í stúdíói skólans. Tónlistar- og kvikmyndadeildin vinna svo að sameiginlegu lokaverkefni. Þá fara nemendur í vikuferð á hverri önn, t.d. til Prag eða Feneyja. Staduroastund httþ://www. mbl. is/sos Félaqsstarf Aflaqrandi 401 Bingó alla föstudaga kl. 14 í sumar, aukaumferðir eftir kaffihlé. Vinnu- og baðstofa, allir vel- komnir. Árskóqar 4 | Bað kl. 8-14. Smíði/ útskurður kl. 13-16.30. Púttvöllur kl. 10-16.30. Bingó fellur niður í júní og júlí. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, fóta- aðgerð, almenn handavinna, frjálst að spila í sal. 18 holu púttvöllur á staðnum. Dalbraut 18-201 Kl. 9-11 kaffi og dagblöð, kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9- 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15-12.15 matur, kl. 14.30-15.30 kaffi. Félaq eldri borqara í Kópavoqi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félaqsstarf Gerðuberqs | Vegna sumarleyfa starfsfólks er lokað frá föstudeginum 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardagskrá hefst 1. september. Upplýsingar á: www gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó 2. og 4. föstudag í mánuði. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14-16. Hvassaleiti 56-58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Vesturqata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/ flygilinn. Kl. 14.30-14.45 kaffiveit- ingar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal. Flogið og synt í Hafnarhúsinu DAGANA 1.-6. júlí verður Að- alheiður S. Eysteinsdóttir með- limur í Dieter Roth akademíunni með opið verkstæði í porti Hafn- arhúss, Listasafns Reykjavíkur. Á tímabilinu mun listakonan vinna að verki, sem ber yf- irskriftina Flogið og synt, ásamt þátttakendum sem hafa að und- anförnu sótt listasmiðjur hjá henni á Seyðisfirði og í Freyju- lundi. Aðalheiður býður einnig fjölskyldum að taka þátt í Iist- smiðju hjá sér í Hafnarhúsinu helgina 2. og 3. júlí frá kl. 13- Í6. I tengslum við verkstæði Að- alheiðar verða daglegar menn- ingaruppákomur í fjölnotasal Hafnarhússins, sem nefnast Á slaginu 12 þar sem hinir ýmsu listamenn stíga á svið frá kl. 12- 13. Dagskráin er eftirfarandi: 1.7. Helgi Svavar Helgason og félagar, Jamsession 2.7. Guðbrandur Siglaugsson, ljóðalestur 3.7. Þorsteinn Gylfason les upp úr eigin ljóðaþýðingum 4.7. Fjölþjóðabandið Mimoun frá Amsterdam 5.7. Boekie Woekie: Henrietta Van Egten - birdday / birthday 6.7. Joris Rademaker. Linudans - hreyfigjörningur fyrir 1 dansara, 1 myndvarpa, 1 Ijóskastara, 1 kaðal, 1 tón- verk 1 spagettídisk Handbók uTfln flLFflRfllEIBfl Ut er komin bók- in Utan alfara- leiða eftir Jón G. Snæland. í kynn- ingu um bókina segir: „Utan al- faraleiða er ómissandi bók fyrir alla jeppa- eigendur, jafnt margreynda jeppaferðalanga og þá sem eru að fara sínar fyrstu ferðir. Fjallað er á aðgengilegan hátt í máli, myndum og kortum um spennandi jeppaleiðir, bæði þekkt- ar leiöir og minna þekktar." Höf- undur bókarinnar hefur mikla reynslu af jeppaferðum um hálendi íslands og hefur verið fararstjóri f fjölda jeppaleiðangra. Almenna bókafélagið gefur út. Bókin er 264 bls. Verð 3.999 kr. Af norskum rótum SÝNINGIN „Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á ís- landi“ verður opnuð í nýju sýning- arhúsi Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á morgun kl. 14.00. I fréttatilkynningu segir: „Að öll- um líkindum hafa hús verið flutt til- sniðin frá Noregi þegar á fyrstu ár- um búsetu norrænna manna á Islandi og sennilega hefur slíkur innflutningur átt sér stað á öllum öldum síðan. Elstu hús sem varð- veist hafa á íslandi og með vissu eiga uppruna sinni í Noregi eru frá seinni hluta 18. aldar. Katalóghúsin frá því um aldamótin 1900 eru hins vegar æði mörg og áþreifanlegustu vitnisburðir þessara menningar- strauma og þeir sem mestu máli skipta okkur í daglegu lífi.“ Tilvalið þótti að setja þessa sýn- ingu upp hérlendis vegna þeirra áhrifa sem norsku sveitsershúsin höfðu á íslandi. f kynningu um sýn- inguna segir: „Áhrif norsku sveit- serhúsanna urðu mikil á Islandi, bæði vegna innflutnings verk- smiðjuframleiddra húsa og ekki síst vegna katalóga sem sýndu hús, byggingarhluta og skraut og notað var sem fyrirmyndir hjá íslenskum forsmiðum." Islenski hluti sýningarinnar er unninn á vegum Húsafrið- unarnefndar ríkisins, Minjasafns Reykjavíkur og norska sendiráðs- ins í Reykjavík. Efnið er að mestu ÚHHUHihl leyti tekið úr bókinni „Af norskum rótum - Gömul timburhús á Is- landi“ sem gefin var út af Máli og menningu 2003. Sýningin „Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á ís- landi“ er hluti af aldarafmæli frið- samlegra sambandsslita Noregs og Svíþjóðar 1905. Sýningin Af norskum rótum. Gömul timburhús í Noregi og á íslandi. Sýningarstaður: ísafjörður, Safnhúsið f Neðstakaupstað 2.-17. júlí. Á ystu nöf á Svalbarðsströnd Á MORGUN verður opnuð í Safna- safnmu á Svalbarðsströnd sýning Guðrúnar Vera Hjartardóttur „Á ystu nöf “. Um er að ræða rýmisverk sem hefur skírskotun í „Lítil rými“ sem listakonan sýndi m.a. í Gerð- arsafni í fyrravetur. Guðrún Vera var meðal þátttakenda á sýningunni „Yfir bjartsýnisbrúna" sem Safna- safiiið skipulagði inn 1 Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur í september 2003, einnig á sýningunni „Ný íslensk myndlist" í Listasaftii Islands í lok ársins 2004 og var með einkasýningu í Slunkariki á Isafirði fyrr á þessu ári. Fram undan er þátttaka á skúlp- túrsýningunni „But the Exciting Aspect is to Organize Matter - Fe- male Positions Towai'ds Sculpture" sem haldin verður í Gallery AREA 53 í Vúiarborg í sumar, einkasýning í Hafharhúsinu og þátttaka á Tvíær- ingnum í Pekmg næsta haust. Sýningu Guðrúnar Vera Hjart- ardóttur og öðrum sýningum Safna- safiisins lýkur 14. ágúst. Tréristur í sýningarsal Svartfugls og Hvítspóa Á MORGUN kl. 15.00 opnar Svein- björg Hallgrímsdóttir grafíksýn- inguna Blæ í sýningarsal Svartfugls og Hvítspóa, Brekkugötu 3a, Ak- ureyri. Sveinbjörg sýnir stórar tréristur og er þema þeirra sótt í íslenska náttúru. Verkin eru öll unnin á vor- mánuðum og fjalla um breytileika náttúrunnar. Sveinbjörg hefur haldið 8 einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis. Hún býr og starfar á Akureyri þar sem hún rekur að Brekkugötu 3a, vinnu- stofu sína og sýningarsalinn Svart- fugl og Hvítspóa ásamt listakon- unni Onnu Gunnarsdóttur. Sveinbjörg fékk listamannalaun Akureyrarbæjar á sl. ári. Sýningin er opin daglega kl. 13-17 til 17. júlí. Heimasíða hennar er www.svartfugl.is. ódýru útlandasímtölin Fæst í verslunum bensínstöðvum og pósthúsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.