Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KNÚTUR GÍSLIFRIÐRIK KRISTJANSSON + Knútur Gísli Friðrik Krist- jánsson, húsasmíða- meistari, fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 13. júlí 1926. Hann andaðist á Sól- vangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristján Guð- mundur Tómasson trésmiður frá Þing- eyri, f. 30.9. 1881 í Árbæ við Arnarfjörð, d. 2.6. 1968, og Jóna Þuríður Bjarnadóttir, f. 22.10. 1891, frá Svalbarða við Arnar- fjörð, d. 7.8. 1975. Foreldrar Kristjáns voru Tómas Högni Ei- ríksson, bóndi í Árbæ við Arn- arfjörð, f. 22.11. 1838, d. 14.10. 1910, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 20.12. 1849, d. 4.8. 1910. Foreldr- ar Jónu voru Bjarni Bjarnason, bóndi og vinnumaður, Isafjarðar- sýslu, f. 22.7. 1855, d. 2.5. 1933, og Guðbjörg Kristín Guðmunds- dóttir, f. 27.8. 1983, d. 4.8. 1928. Knútur var yngstur fimm systkina en hin eru: Ingibjörg Krist- jana, f. 21.6. 1913, d. 1.1. 2004; Knútur Adolf, f. 26.7. 1916, d. 2.5. 1925; Sigur- rós, f. 7.6. 1918 og býr í Hafnarfirði; og Ólöf Petrína, f. 14.4. 1921, d. 26.4. 1984. Knútur var kvænt- ur Huldu Kristjáns- dóttur, húsmóður, f. 24. 12. 1926 frá Heimabæ á Hvallátr- um í Rauðasands- hreppi. Knútur og Hulda eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Guðrún Jóna, hársnyrtir og skrif- stofumaður, f. 31.8. 1946, maður hennar er Rúnar Sigursteinsson, húsasmiður, f. 14.6. 1946. Börn þeirra eru: a) Knútur, f. 20.12. 1966. Kona hans er Ragnhildur Linda Wessman, f. 23.7. 1966, b) Aðalsteinn, f. 27.4. 1981. 2) Ágúst, byggingatæknifræðingur, f. 16.12. 1947, ókvæntur og barn- laus. 3) Kristján, byggingatækni- fræðingur, f. 6.1. 1954, kona hans er Gréta Benediktsdóttir, tækni- teiknari, f. 2.12. 1958. Börn Krist- jáns og Grétu eru: a) Benedikt Bjarni, f. 6.4. 1982, b) Knútur, f. 30.3. 1984, c) Marteinn, 7.12. 1987, d) Kristján Tómas, 28.6. 1989, e) Hjörtur Ágúst, f. 15.2. 1993. 4) Sigrún Edda, skólaritari, f. 24.9. 1955, maður hennar er Janus Friðrik Guðlaugsson, íþróttafræðingur og kennari, f. 7.10. 1955. Börn Sigrúnar Eddu og Janusar eru: a) Lára, f. 3.7. 1974, í sambúð með Haraldi Guð- jónssyni, f. 19.5. 1974, dóttir þeirra er Helena Ingibjörg, f. 17.6. 2004, b) Daði, f. 20.11. 1984, c) Andri, f. 27.6. 1986. Knútur lauk námi í húsasmíði árið 1949 og meistararéttindum árið 1953. Fljótlega eftir að hann lauk meistararéttindum starfaði hann sjálfstætt, lengst af við fyr- irtæki sem hann stofnaði ásamt Steingrími Benediktssyni, Knútur og Steingrímur h/f. Utför Knúts verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það var bjart yfír miðvikudegin- um 22. júní. Varla sást skýhnoðri á himni og mannfólkið og gróður jarð- ar baðaði sig í geislum sólar þennan júnídag. Á þessum fallega degi kvaddi tengdafaðir minn þennan heim og hélt á vit nýrra ævintýra. Langt og farsælt ævistarf var á enda, ævistarf sem hann og fjöl- skylda hans má vera einstaklega stolt af. Knútur var einstökum mannkost- um búinn. Þrátt fyrir að vera mikill athafnamaður og leiðtogi í eigin byggingafyrirtæki lengstan hluta ævi sinnar hafði hann til að bera ein- staka hógværð og góðmennsku. Þessi útgeislun hógværðar og hlýju leiddi til þess að öllum leið vel í ná- vist hans, hvort heldur sem var í vinnu í fyrirtæki hans eða á góðum stundum meðal fjölskyldu og vina. Barnabörnin kunnu sérstaklega að meta návist hans og einlægni. En það voru ekki aðeins bömin sem hændust að honum heldur voru þeir margir smiðirnir sem fengu hjá hon- um eldskírn sína, rétt handbragð og verklagni. Knútur lærði til smiðs hjá at- hafnamanninum og frumkvöðlinum Jóhannesi Reykdal í Hafnarfírði. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, KARL JÓHANN KARLSSON, Kleppsvegi 144, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 29. júní. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Sighvatsdóttir, Karl Örn Karlsson, María Karlsdóttir Sighvatur Karlsson. t HANNES ÞORSTEINSSON fyrrum stórkaupmaður frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, lést 21. júní sl. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda vináttu. Jóhanna Thorlacíus, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÓLÖF AUÐUR ERLINGSDÓTTIR, Eikjuvogi 1, Reykjavík, (áður Álfabyggð 18, Akureyri), lést á Landakotsspítala mánudaginn 27. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júlí nk. kl. 13.00. Ingvar Gislason, Fanny Ingvarsdóttir, Erlingur Páll Ingvarsson, Alda Sigmundsdóttir, Gísli Ingvarsson, Ásthildur Magnúsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Auður Inga Ingvarsdóttir, Ingólfur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Hann hóf störf hjá Jóhannesi árið 1944 og starfaði þar um 11 ára skeið. Árið 1953 lauk hann meistararétt- indum í húsasmíði. Þrátt fyrir að ein- stakar smiðshendur fóður hans hafí örugglega haft sín áhrif á hann er hann valdi sér ævistarf má ef til vill færa að því líkur að athafnamaður- inn Jóhannes Reykdal hafi haft tölu- verð áhrif á seinni tíma atorku Knúts og frumkvæði í starfí. Hjá Jóhannesi Reykdal líkaði honum einstaklega vel og ræddi oft um tíma sinn þar, en þar var hann aufúsugestur eftir að hann var farinn að vinna sjálfstætt. Á sjöunda áratugnum stofnaði Knútur ásamt Steingrími Bene- diktssyni fyrirtækið Knútur og Steingrímur h/f. Þeir höfðu fyrst unnið sem undiiTerktakar við upp- byggingu í Straumsvík, fyrst hjá sænska fyrirtækinu Siab og síðan hjá þýsku fyrirtæki við stækkun á kerskála 1. Það er því óhætt að segja að Knútur hafí ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Hann var óhræddur, eins og í eigin lífi, að leggja grunn að góðu verki. Hann var því þátttakandi í að leggja gi'unn að stóriðju á Islandi þegar til fyr- irtækis hans var leitað um að reisa undirstöður undir kerskála 2 í Straumsvík vestan við Hafnarfjörð á seinni hluta sjöunda áratugarins. Þegar þeim uppbyggingu lauk byggði fyrirtækið fjölda íbúðar- og fjölbýlishúsa í Hafnarfirði, sér í lagi í Norðurbænum. Voru þeir eftirsóttir byggingaverktakar þar sem af þeim fór einstaklega gott orð og góð verk- lagni. Eg kjmntist ungur verðandi tengdafóður mínum, Knúti Krist- jánssyni, sem þá bjó að Amarhrauni 23 í Hafnarfirði ásamt Huldu konu sinni. Það var ekki aðeins mikið gæfuspor að verða á vegi Knúts og Huldu er ég kynntist Sigrúnu Eddu, yngstu dóttur þeirra hjóna, heldur voru það forréttindi sem seint gleymast eða fullþakkað verður fyr- ir. Knútur var mikill íjölskyldumað- ur sem hafði örugglega verið inn- prentað í æsku að sælla væri að gefa en að þiggja. Það voru ekki aðeins böm hans sem fengu að njóta gjafa og góðvildar hans og Huldu, eftirlif- andi konu hans, heldur einnig tengdasynir og tengdadóttir ásamt barnabörnum og langafabarni. Elsta dóttir okkar Sigrúnar, Lára, naut þeirra forréttinda að búa hjá afa sín- um og ömmu um tveggja ára skeið. Eru ófáar minningarnar sem hún á frá þeim tíma. Veit ég að hið sama á við um önnur barnabörn hans. Öll nutu þau einstakrar hlýju við nær- veru hans og munu sakna afa síns. Það var einstakt hve vel hann náði að gefa öllum jafnt af sínum andlegu gjöfum að ekki sé nú talað um aðrar gjafir'. Hann á ef til vill stóran þátt í því að á milli barnabarnanna ríkir einstök vinátta og samheldni. Knútur var mikill fjölskyldumað- ur. Hann naut þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, hvort heldur sem var á Arnarhrauni 23 þar sem hann reisti sér hús og bjó lengstan hluta ævi sinnar eða í sumarhúsi sínu við Þingvallavatn. Þar byggði hann sér sælureit sem hann nefndi Látrasel. Þar undi hann sér einstaklega vel og naut þess að dveljast við Þingvalla- vatn, hvort heldur sem það var við smíðar, uppbyggingu, viðhald eða í faðmi fjölskyldunnar. Hann naut þess einnig að fylgja konu sinni vest- ur að Hvallátrum. Þar áttu þau ann- an sælureit sem reglulega var heim- sóttur á sumrin þótt um langan veg væri að fara. Við vestasta tanga Evr- ópu sá hann um ásamt systkinum konu sinnar að koma upp sumarhúsi við fæðingarstað konu sinnar. Knúti þótti einnig gaman að ferðast. Þau ár er við Sigrún bjuggum erlendis, bæði í Þýskalandi, Sviss eða Dan- mörku, fengum við að njóta samveru hans og nálægðar. Þau töldu það ekki eftir sér að sækja okkur eða barnabörnin heim og sýndi það vel hve mikill fjölskyldumaður hann var. Knútur var sívinnandi meðan starfsþrek hans dugði til. Hann var farsæll í starfi og vel liðinn. Hann rak ekki aðeins fyrirtæki sitt af myndarbrag heldur var atorkusam- ur við að aðstoða börn sín við að koma sér þaki yfir höfuðið. Naut ég þar ómetanlegrar aðstoðar sem seint verður fullþökkuð. Knútur var ekki aðeins laginn við uppbyggingu húsa. Hann var völundarsmiður á innan- hússmuni af ýmsum toga. Hann var einstakur verkmaður. Það voru hon- um því ef til vill mikil vonbrigði er hann greindist með parkinsonveiki örfáum árum eftir að hann ákvað að hætta að vinna. Hef ég trú á að hann hafi ætlað að helga sig fínni smíðum og ýmsum tómstundum á seinni hluta æviskeiðsins. Hann var þó ávallt boðinn og búinn að segja okk- ur til og hafði skoðanir á því hvernig vinna ætti viðinn. Hann lagði línurn- ar þar til yfir lauk. Hann var mátt- arstólpi í umhverfi sínu. Nú er það okkar að halda áfram dagsverki hans og sjá til þess að handbragðið, natnin og gjafmildin fái áfram notið sín í jafn ríkum mæli. Það var örugglega stór stund er Dýrfirðingurinn kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Huldu Kristjáns- dóttur frá Hvallátrum í Rauðasands- hreppi. Samrýndari hjón er varla hægt að hugsa sér. Knútur var gæfumaður, átti einstaka konu og börn sem mynda samheldna íjöl- skyldu, sem syrgja föður sinn, sakna verka hans og nærveru. Þar sem hans nýtur ekki lengur við mun hugsunin um hann, minningarnar og dýrfirska glettnin ylja okkur um hjartarætur. Hugljúfan tengdaföður kveð ég með söknuði en um leið miklu þakklæti og virðingu fyrir allt það sem hann hefur skilið eftir. Þú hneigðir þínu höfði Ijóst, herra, þá þú á krossi dóst. Með því bentir þú mér það sinn að minnast jafnan á dauða þinn. Eins, þá ég dey, skulu augun mín upp líta, drottinn sæll, til þín. (45. Passíusálmur, 14.) Bið ég góðan Guð að styrkja Huldu og börn þeirra, barnabörn, langafabarn og fjölskyldur. Blessuð sé minning Knúts Kristjánssonar. Janus Guðlaugsson. Látinn er mágur okkar Knútur Kristjánsson eftir langvarandi veik- indi. Knútur og Hulda systir okkar stofnuðu heimili ung að árum. Hulda kom hingað suður vestan frá Hval- látrum árið 1945 og fljótlega lágu leiðir þeiiTa Knúts saman. Hjóna- band Huldu og Knúts var farsælt, þau voru afar samhent, hljóðlát og höfðu góða nærveru. Hulda var fyrst af okkur systk- inunum til að stofna heimili á höf- uðborgarsvæðinu og það var því ómetanlegt fyrir okkur hin að eiga athvarf hjá henni og Knúti. Við vor- um alltaf velkomin í heimsókn eða til dvalar hvort sem það var í litla hús- inu á Strandgötunni eða eftir að þau fluttust í rýmra húsnæði. Við viljum einnig minnast foreldra Knúts, þeirra Jónu og Kristjáns, sem bjuggu á heimilinu. Þau voru okkur einkar góð og tóku okkur sem við værum þeirra eigin börn. Þegar við systkinin reistum okkur sumarhús á æskuheimili okkar á Heimabæ á Hvallátrum var það Knútur sem sá um framkvæmdir við smíði hússins. Það gerði hann af sömu fagmennsku og vandvirkni er einkenndi öll hans störf. Knútur var einstakt prúðmenni, vildi öllum gott gera, sagði aldrei styggðaryrði um eða við nokkum mann. Við vottum Huldu systur okkar, Jónu, Gústa, Kristjáni og Sigrúnu ásamt fjölskyldum þeirra svo og öðr- um ættingjum dýpstu samúð okkar. Systkinin frá Heimabæ. Elsku afi minn. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Eg sakna þín svo mikið. Eg er búin að kíkja inn hjá ömmu í nokkur skipti eftir að þú kvaddir okkur. Það er svo skritið en mér hefur alltaf fundist eins og ég sé að fara í heimsókn til ykkar beggja, bæði þín og ömmu. Þetta er skrítin tilfinning þar sem ég finn svo vel fyr- ir nærveru þinni á Arnarhrauninu. Þú ert á staðnum, fylgist með, pass- ar upp á ömmu og veitir henni styrk til að sigrast á sorginni. Þið voruð alltaf svo sæt saman, fyrirmyndar- hjón sem sniðin voru hvort fyrir ann- að. Elsku afi, mér þótti svo vænt um þig. Þú varst draumaafi, svo um- hyggjusamur, ljúfur og góður og al- veg einstaklega gjafmildur. Þú vildir allt fyrir alla gera. Þú gafst svo mik- ið af þér og skildir eftir svo margar góðar minningar í hjarta mínu og örugglega öllum öðrum. Þær eru margar samverustundirnar okkar saman. Eg man vel þegar ég bjó með mömmu og pabba úti í Þýskalandi og Sviss og þú og amma reynduð að koma eins oft og hægt var í heim- sókn. Það var svo gaman að fá ykk- ur. Svo á sumrin og jólunum þegar við komum til íslands í frí, þá gistum við alltaf hjá ykkur. Það var mjög notalegt og þið dekruðuð svo við okkur. Þið amma voruð mjög dugleg að ferðast til útlanda. Síðasta ferðin þín til útlanda var til Mallorca sumaiið 2003 þegar stórfjölskyldan fór sam- an út, þar á meðal öll barnabörnin ykkar ömmu. Það er alveg ógleym- anleg ferð. Þessi fjölskylda er nátt- úrlega alveg einstök, hún er svo samheldin. Það er nokkuð sem þið amma hafið lagt grunninn að, að hafa fjölskylduna ávallt í fyrirrúmi - veganesti sem við búum að alla ævi. Þær voru líka margar fjölskyldu- ferðirnar í sumarbústaðinn við Þing- vallavatn. Bústaðinn sem þú byggð- ir, svo flottur og vandaður. Þú varst náttúrlega alveg einstaklega hand- laginn enda húsasmíðameistari með meiru. En þrátt fyrir velgengnina varstu alveg einstaklega hógvær. Það voru alltaf allir aðrir sem voru duglegir þegai' maður var að reyna að hrósa þér. Þú vísaðir hrósinu allt- af eitthvað annað. Eg gleymi því ekki þegar ég kom í heimsókn til ykkar fyrir jólin 2003. Eg og Halli ætluðum að dvelja þau jól og áramót í Þýskalandi, hjá syst- ur Halla og unnusta. Eg kom við hjá ykkur til að kveðja og óska ykkur gleðilegi-ar hátíðar. Ég kom beint úr vinnunni, dálítið þreytt eftir langan vinnudag. Var að ganga frá öllum málum áður en ég færi í fríið. Þá sagðir þú við mig: „Var hún ekki dugleg að hjálpa þér? Ég spurði: Hver? Þá verður þér litið á magann á mér. Ég var nefnilega ólétt, komin tæpa 4 mánuði á leið. Síðan segi ég, jú, hún var dugleg að hjálpa mér. Afi var sko með það á hreinu að ég gengi með stelpu. Sá eini fyrir utan mig sem hélt því fram. Allir aðrir sögðu að ég gengi með strák. Þann 17. júní 2004 kom hún svo í heiminn, prins- essan þín, fyrsta langafabamið þitt. Ég er svo þakklát fyrir það að þið hafið fengið að kynnast hvort öðru. Ég mun sjá til þess að segja henni margar góðar sögur af Knúti lang- afa. Elsku afi, það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig. Við skulum passa vel upp á ömmu. Ég veit að nú líður þér vel. Guð geymi þig. Þín dótturdóttir, Lára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.