Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI FINNBJÖRNSSON + Árni Finnbjörns- son fæddist á Hesteyri í Sléttu- hreppi við Norður- Isafjarðardjúp 16. júní 1921. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Vífilsstöðum 17. júní síðastliðinn. Hann var yngstur fimm barna þeirra hjóna Elísabetar Guðnýjar Jóelsdótt- ur, húsmóður, f. 5. október 1879, d. 12. október 1963, og Finnbjörns Her- mannssonar, kaupmanns, f. 20. júní 1878, d. 7. september 1961. Alsystkini Árna voru Margrét, f. 1905, d. 1998, Sigurður, f. 1907, d. 1995, Jón Hjörtur, f. 1909, d. 1977, og Hermann er dó í æsku. Árni kvæntist 20. apríl 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Gestsdóttur, f. 27. júlí 1922, dóttur hjónanna Hólmfríðar Jónsdótt- ur húsmóður, f. 25. júní 1890, d. 4. apríl 1970, og Gests Jó- hannssonar kaup- manns á Seyðisfirði, f. 12. janúar 1889, d. 12. mars 1970. Dætur þeirra hjóna eru: 1) Hólmfríður, f. 1947. Börn hennar og Stef- áns Pálssonar, fyrri eiginmanns, eru: a) Árni, f. 1973, sam- býliskona Eyrún Osk Guðjónsdóttir og syn- ir Stefán Ingi og Guðjón Bjarki, b) Anna Guðrún, f. 1975, sam- býlismaður Þröstur Þorkelsson og dóttir Tinna, c) Guðrún El- ísabet, f. 1975, sambýlismaður Hilmar Veigar Pétursson og dótt- ir Eva Sólveig. Síðari eiginmaður Hólmfríðar er Jón Gauti Jónsson. 2) Elísabet Guðný, f. 1950. Eig- inmaður hennar er Ingþór Kjart- ansson, synir þeirra a) Kjartan Þór, f. 1982, b) Árni Gunnar, f. 1984. Árni sleit barnsskónum í for- eldrahúsum á Isafirði. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist sem stúd- ent 1940. Þá tók við nám í við- skiptafræðum við Háskóla Is- lands og Iauk hann þaðan kandídatsprófi 1945. Að námi loknu vann Árni við vátrygginga- störf 1945-1953 og var fram- kvæmdastjóri Islenska vöru- skiptafélagsins 1953-1956. Hann var sölustjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á meginlandi Evrópu 1956-1961 með aðsetur í Berlín í eitt ár og síðan bak við járntjaldið í Prag í þrjú ár þar sem hann var jafnframt ræðis- maður íslands. Hann var sölu- stjóri og síðan framkvæmdastjóri sama fyrirtækis með aðsetur á Is- landi 1961-1985. Utan áranna í Berlín og Prag bjuggu Árni og Guðrún allan sinn búskap í Reykjavík. Utför Árna verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Nú er komið að kveðjustund og ég, „litla bamið“, verð 55 ára í næstu viku. Ein fyrsta minningin er frá því að þið mamma fóruð með mig áriö 1955 til Kaupmannahafnar í hjartaaðgerð. Þið krupuð saman við rámið og báð- uð fyrir mér. Svo leið eitt ár. Við fluttumst til Berh'nar og Prag, þá var farið til Weiden í verslunarferðir og til Númberg á jólamarkaðinn og inn- anlands allar ferðirnar til Slapy, Kar- elovy Vary og Hubertus þar sem við fengum heimsins besta Cordon bleu og íslenski fáninn á matarborðinu var svo ljósblár. Áián í Orechovce 69 em ógleym- anleg, öll ferðalögin um Evrópu þvera og endilanga eftir að þú fékkst bláa Bensinn. Svo var ferðin heim til íslands í 40 stiga hita og þú keyrðir beint frá Prag til Kaupmannahafnar því það var hvergi gistingu að fá. Við fengum loks herbergi á Grand, pínuh'tið lengst uppi í rjáfri, það var víst herbergi þjónustufólksins. Þú varst alltaf mjög gjafmildur og hafðir sérstaklega gaman af því að gefa mér aura, hvort sem þú lést tú- kalla rigna úr himninum þegar við fórum í gönguferð eða ég fékk að hirða klinkið úr vösunum þínum áður en mamma pressaði fótin þín. Milh 1960 og 1970 hallaði ég mér mest að mömmu, enda var ég alltaf óskaplegt mömmubam. Eins og syst- ir þín sagði: „Það hefur aldrei verið kligpt á milli þeirra“. A þessum árum varst þú mikið á ferðalögum erlendis og það var alltaf mikil tilhlökkun þegar þú komst heim hlaðinn gjöfum. Arið 1970 fór ég á vinnumarkað- inn. Þegar vinnu lauk kl. 16.15 labb- aði ég til þín niður í S.H. Síðan fórum við saman heim klukkan 5. Mér fannst þú fjarrænn, þú sast við gluggann í skrifstofunni þinni en ég settist alltaf við lítið borð við dymar. Einn daginn sagði ég við mömmu: „Mér finnst eins og hann viti ekkert af mér þegar ég kem til hans.“ „Nei, það er ekki rétt, hann var einmitt að tala um það við mig hvað honum þætti gott að hafa þig hjá sér og horfa á þig.“ Upp úr þessu urðum við mjög náin, við gátum þagað saman en við spjölluðum einnig mikið saman í bílnum á heimleiðinni. Stundum bauð hann mér í mat í hádeginu á Borgina eða Naustið. Arið 1981 buðu pabbi og mamma mér með sér í fimm vikna ferð til New York og Florida. Þau fóru með mig í Metropolitan-safnið og Gugg- enheim-safnið. Þar varð ég fyrir einni sterkustu upplifun ævi minnar. Á vegg héngu fjórar litlar myndir eftir punktahstamanninn og impress- ionistann Georges Seurat, ég fraus og starði agndofa á myndirnar. Þá sagði pabbi: „Eg þarf að sýna þér dá- lítið þegar við komum heim“. Þegar heim var komið kom í ljós að pabbi hafði pantað bók frá Eng- landi um Seurat 30 árum áður. Þá var hann 31 árs eins og ég var árið 1981 og rétti hann mér bókina og pantaði síðan tvær bækur í viðbót um Seurat og gaf mér. Við enduðum New York-ferðina á Broadway á Evítu og kom það mér á óvart að hann skemmti sér ennþá betur en ég. I gegnum tíðina hef ég oft leitað til föður míns. Hann gaf sér góðan tíma og hugsaði sig vel um, siðan leysti hann máhð. Við fórum saman í þrjár ferðir til viðbótar og fórum saman í hádeginu og borðuðum fiskmeti, svo sem kúskel, ki’abba og sólkola, og drukkum hvítvín með. Nú kveð ég þig eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Eg vil að lok- um þakka starfsfólki Vífilsstaða fyiir óaðfinnanlega umönnun á síðustu dögum ævi þinnar. Elísabet G. Ámadóttir. Við systkinin viljum minnast afa í Hvassó og þökkum þær mörgu góðu stundir sem við höfum átt með hon- um. Ofarlega í huga okkar eru hinir mörgu sunnudagsbíltúrar með afa. Arna yngra er minnisstætt eitt skipt- ið þar sem ferðin hófst á því að stoppað var, við í stígvélunum, á Bessastöðum í kaffi og kökur hjá for- setanum, Kristjáni Eldjám, og síðan var haldið út í Álftanesfjöru með sandkastalaskófluna. Oftai- en ekki var síðan farið í Hafnarfjörð þar sem keyptur vai- ís og hjá okkur afaböm- unum var bærinn jafnan kallaður „Isafjörður“. Hveragerði var einnig tíður viðkomustaður. Þar var sápa- sett í hverinn Grýtu þar til hann gaus og að sjálfsögðu var endað á ís í Eden. Þó ósannað sé að þessar tíðu sunnudagsheimsóknir séu ástæða þess að Kjörís sé með höfuðstöðvar í Hveragerði hefur þetta væntanlega ekki spillt fyrir. Afi var mjög handlaginn og engan höfum við þekkt með fallegri lithönd. Ófáum stundum var varið í bílskúm- um í Hvassaleitinu þar sem afi kenndi nafna sínum að smíða ým- islegt. Þar smíðaði afi listagripi í frí- tíma sínum, skar út úr viði, risti í gler, málaði og reykti vindla. Hann lagði mikla natni við þetta athvarf sitt þar sem aht átti sinn stað og sitt ílát. Ef það fylgdi ekki gott hulstur með hlutunum þá var það búið til af mikUh vandvirkni, pússað, lakkað, krækt og að lokum merkt með skrautskrift. Það var ekki einungis innanlands sem við nutum félagsskapar afa og ömmu, margir m-ðu ísarnir bæði á Flórída og Spáni. Eitt sinn fórum við systumar einar með afa og ömmu til Flórída og afi spurði hvemig okkur litist á ef þau amma myndu flytja þangað. Okkur þótti þetta góð hug- mynd þar til afi benti á að þau yrðu þá talsvert minna í Hvassaleitinu. Þá var þetta ekki svo sniðugt lengur. Arni yngri er nýkominn úr Flórída- ferð með langafastrákana tvo og þar rifjuðust upp margar góðar minning- ar frá því hann var þama sjálfur sem strákur með afa Áma og ömmu Guð- rúnu í Disney World og á öðrum merldsstöðum. Afi var mikið í útlöndum og jaínan gaukaði hann einhverju að okkui- bamabörnunum þegar hann kom heim. Rússneskar babúskur og am- erískir hattakjólar að ógleymdu sæl- gætinu en afi var mjög gjafmildur við okkur og einnig við böm okkar, lang- afabömin, nú síðaii árin. Við kveðjum nú afa með söknuði og þökkum allt sem hann hefur verið okkur, kennt og gefið. Árni Stefánsson, Anna Guðrún Stefánsdóttir, Guði ún Elísabet Stefánsdóttir. Fyrir tæpum 40 árum kynntist ég Árna Finnbjömssyni, fýrrverandi tengdaföður mínum. Þá var ég að gera hosur mínar grænar fyrir eldri dóttur hans, Hólmfríði. Mér er minn- isstætt þegar við unga parið kynnt- um honum trúlofun okkar og hve fá- lega hann tók þeim tíðindum. Það hnussaði bara í honum og ekki sagði hann orð um máhð þann daginn. Hann sættist þó síðar á ráðahaginn og reyndist traustur stuðningsmað- ur. Svona var Ami, hann var fámáh, flíkaði ekki tilfinningum sínum og hugsaði máhn í þaula. Þetta lunderni hans var reyndar kjörið í þeirri vinnu er hann hafði lengstum að ævistarfi við að selja austantjaldsmönnum fisk. Það þurfti þohnmæði og sterk bein til þess að umbera margra vikna langar samningalotur austan við járntjaldið. Mál virtust standa í stað og ekld vom kaupendur að flýta sér. Attu það til að taka sér vikufrest til þess að íhuga hækkun um eitt cent á pund af fiski. Árni tók þessu með jafnaðargeði en víst er að hægagang- urinn reyndi á þolrifin í mörgum löndum hans er með honum vora. Ámi var vel menntaður, vel lesinn og kunni mörg tungumál. Hann var áskrifandi að frönskum, enskum, þýskum og ítölskum blöðum og tíma- ritum. Fróðleikinn sem hann aflaði sér hafði hann þó að mestu fyrir sjálfan sig, en eflaust hefur hann get- að komið að góðum notum í vinnunni. Árni fór sér hægt og dundaði sér á heimavelh við lestur, teikningu, mál- un og smíðar, en hann var mjög drátthagur og laghentur. Mér er minnisstætt hversu fagra rithönd hann hafði. Hann skrautritaði banka- ávísanir sínar þannig að viðtakendur rak í rogastans því flestay ávísanir annarra vora ilhæsilegar. Áhugamál- in vora ekki hefðbundin en þar er helst að nefna fuglaskoðun. Hann fór ótaldar ferðirnar út á Alftanes að fylgjast með fuglalífinu þar og nutu böm mín oft góðs af þeim ferðum. Ái'ni var um langt árabil sölustjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Er Ami vai' 64 ára að aldri höguðu atvik í fyr- irtækinu því svo að Ama bauðst að gera starfslokasamning. Hann þáði boðið og settist í helgan stein í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann vék varla frá heimilinu, tók htinn þátt í fé- lagslífi og undi sér sem fyrr við lest- ur og sinnti viðhaldi hússins utan- húss. Innanhúss var ríki Guðrúnar, hans lífsfórunautar og greindu konu. Þau áttu fallegt heimih og marga fal- lega hluti sem þau höfðu eignast við dvöl í Prag og á ferðalögum í austur- Evrópu. Árni var langdvölum að heiman í viðskiptaerindum og hvfidi því heimihshaldið alfarið á Guðrúnu. Eftir starfslok Áma ráðgerðu þau hjónin að njóta ferðalaga en því mið- ur varð lítið úr því þar sem fijótlega komu í ljós veikindi Guðrúnar í baki sem gerðu það að verkum að hún átti ekki heimangengt. Árni virtist þó una hag sínum vel heima við enda löngu búinn að svala útþránni. Hann var trúr spakmæh Hávamála, „Dælt er heima hvað.“ Minningin um Árna heitinn er góð. Eg og afabömin þökkum samfylgd- ina og minnumst hans með hlýhug. Stefán Pálsson. Árni Finnbjörnsson er síðastur systkinanna í Skipagötu 7 á Isafirði sem gengur fyrir ætternisstapann. Hann var þeirra langyngstur, fimm- tán árum yngri en tengdamóðir und- irritaðs, Margrét. Það kpm einkum í hennar hlut að annast Árna í æsku hans. Þótti henni afar vænt um þennan yngsta bróður sinn og með þeim mikill innileiki ævilangt. Má raunar segja að Margrét hafi ekki séð sólina fyrir þessum glæsilega bróður sínum, en Árni auðsýndi henni ávallt sérstaka hlýju og um- hyggju. Það er ekki of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé að Ami hafi verið uppá- haldsfrændi dætra Margrétar, El- ísabetar og Gretu konu minnar. í æsku þeirra stjanaði hann við þær á ýmsa lund; byggði lítinn kofa í hlíð- inni fyrir ofan sumarbústað þeirra, enda mjög lagtækur maður; sendi þeim jólagjafir þegar hann dvaldi við nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri og skrifaði þeim ótal bréf með fágætlega fagurri rithönd. Árni Finnbjörnsson var mikill myndarmaður í sjón og raun. Stillt- ur og fágaður í fasi, en glaður og reifur þegar svo bar undir. Hann var ágætur starfsmaður og mikils virtur af samstarfsmönnum sínum. Árni var mikill gæfumaður í einka- lífi sínu. Við Greta sendum ástvinum Arna innilegar samúðarkveðjur okkar. Sverrir Hermannsson. Freðfiskviðskipti íslendinga við Sovétríkin hófust árið 1953 og héld- ust fram yfír 1990. Allan þann tíma var Árni Finn- bjömsson nátengdur viðskiptum við Austur-Evrópu. Árin 1953 til 1956 var hann framkvæmdastjóri Islenska vöraskiptafélagsins, sem sinnti við- skiptum við þennan hluta álfunnar. Frá 1956 til 1960 var hann fuhtrúi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna með aðsetur í Berhn og Prag og frá 1960 til starfsloka sat hann í Reykja- vík og stýrði þaðan freðfiskviðskipt- um S.H. við Austm'-Evrópu. Héðan að heiman gerði hann víðreist um markaðslöndin, en samningar vora undantekningalítið gerðir í heima- landi kaupandans. Á engan mun hall- að þótt fullyi't sé að á seinni hluta hð- innar aldar hafi Ami verið fremsti sérfræðingur Islendinga í viðskiptum við Sovétríkin og grannríki þeirra. Freðfiskviðskiptin við Sovétmenn vora Islendingum afar þýðingarmik- fi. Þau hófust á þeim tíma, er við þurftum mest á þeim að halda, og stóðu jafnlengi SovétiTkjunum sjálf- um eða nánast í fjóra áratugi. I meira en þrjá áratugi tóku Sovétmenn 25% til 50% af freðfiskframleiðslu íslend- inga í magni tahð. Miðað við eðh þessara viðskipta og umfang þeitra þótti sjálfsagðm' hlutur að samtök freðfiskframleiðenda, sem þá vora starfandi, þ.e. S.H. og Samband ísl. samvinnufélaga, gerðu sameiginlega samninga við Prodintorg, en svo nefndist það fyrirtæki Sovétmanna- ,sem hélt utan um viðskiptin af þeirra hálfu. Þarna var því sú staða upp komin, að tveimur fyrirtækjum, sem á öhum mörkuðum öðram áttu í harðri samkeppni, var nánast fyrir- skipað að vinna saman í Sovétríkj- unum. Er skemmst frá því að segja að þessi samvinna tókst alla tíð með miklum ágætum. Á þetta jafnt við um gerð samninganna sjálfra sem framkvæmd þeirra, sem fólst í að jafna magninu niður á framleiðendur og koma vöranni í skip. Að leiðarlok- um hljótum við að þakka Áma Finn- bjömssyni öðram fremur fyrir þann góða árangur sem þarna náðist. Á löngum starfsferli átti Árni far- sæla samvinnu við nokkra fram- kvæmdastjóra hjá Sambandinu og árið 1975 var að mér komið að sinna þessu verkefni. Það ár fór ég fyrst með honum til freðfisksamninga í Moskvu og síðan nokkuð reglulega um rúmlega tíu ára skeið. Um leið og ég rifja upp þessar samningaferðir fyrir meira en fjórð- ungi aldar, vil ég ekki láta hjá hða að geta um þann mikla stuðning sem sendiráð Islands í Moskvu veitti okk- ur. Hér má nefna, ljúfrnannlega gest- risni við okkur Árna, þýðingarmikil tengsl sendiherrans við sovéska ráðamenn og höfðinglega risnu, þeg- ar sýnt þótti að samningar væra í höfn. Á þeim áram þegar ég vandi komur mínar til Moskvu vora það lengst af Hannes Jónsson, sendi- heraa, og kona hans, frú Karin Waag, sem gættu hagsmuna íslands í Sov- étríkjunum. Það fór ekki fram hjá mér að Ami naut mikillar virðingar hinna sovésku samningamanna, enda hafði hann þá sinnt þessum viðskiptum lengur en nokkur í þeirr'a hópi. Ami var agaður samningamaður og tók hlutverk sitt á því sviði mjög alvarlega. Þó að hann þekkti viðfangsefnið út í hörgul hafði hann jafnan þann hátt á að und- irbúa sérstaklega hvem einstakan samningafund. Fyrir hönd okkar Sambands- manna þakka ég Áma Finnbjöms- syni farsæla og drengilega samvinnu. Eftirhfandi eiginkonu hans, frú Guð- rúnu Gestsdóttur, dætram þeirra og fjölskyldum sendum við innilegustu samúðarkveðjui'. Sigurður Markússon. Vinur minn Arni Finnbjörnsson er látinn. Eg varð þeiirar gæfu aðnjót- andi að hann gerðist leiðbeinandi minn, „mentor" ef nota má það orð, þegar ég starfaði hjá Sölumiðstöð- inni. Eg réðst þangað 1960 og hóf störf í ársbyrjun 1961. Eg var þá óreyndur, nýkominn úr námi og í at- vinnuleit. Jón Gunnai'sson, hinn þekkti framkvæmdastjóri SH, réð mig í vinnu vegna væntanlegrar byggingar fiskréttaverksmiðju í Hol- landi. Ég fluttist til Hohands en framkvæmdir drógust. Jafnframt hófust miklar defiur innan SH. Þá beitti Arni sér fyrir því að ég var kallaður heim og ég hóf störf í sölu- deild SH. Margs er að minnast frá þessum tíma en tvennt hefur fest gjörsamlega í höfði mér. Annað er heilræðið sem ég fékk að veganesti þegar ég fór mína fyrstu söluferð frá Islandi. Það vai' svona: „Mundu, Ulf- ur, að hér vilja menn niðurstöður, ekki útskýringar." Hitt máhð var er ég ætlaði eitthvað að fara að derra mig við skrifstofufólkið sem veitti okkur í söludeildinni aðstoð. Þá benti hann mér fast og ákveðið á að slíkt leyfði maður sér ekki. Þvert á móti bæri manni að sýna þessu fólki alla þá virðingu sem það ætti skflið. Eins alhr vita sem hafa kynnt sér íslenzk fisksölumál seldi SH óhemj- umagn af frosnum fiski tfi Sovétríkj- anna og reyndust þessi viðskipti okk- ur afar happadrjúg. Um þessi mál sá Ami Finnbjörnsson alltaf og svo vel að um er talað. Hann naut sérstakrai' virðingar hjá Prodingtorg, viðsemj- anda SH í Moskvu. I þessu sambandi er mér minnis- stætt tvennt. Rússar notuðu þá tak- tík að spyija hvenær viðkomandi hygðist snúa tfl baka frá Moskvu, draga síðan samningana á langinn til að ná betri samningum í snöggri lokalotu. Þar mættust stálin stinn þar sem Ami var og kvaðst hann ekki myndu fara fyrr en samningum væri lokið% Rússar þybbuðust við. Það gerði Ami hka með þeim afleið- ingum að hann beið í Moskvu yfir jól- in eins og ekkert hefði ískorist. Þetta er haft í minnum. Hinn atburðurinn var að Ámi var spurður að því á fundi um útflutningsmál, sem Sjálf- stæðisflokkurinn beitti sér fyrir, hvort póhtík hefði haft mikfl áhrif á viðskiptin við Sovétríkin. Ái'ni svar- aði því tfi að hvað hans reynslu snerti hefði pólitfldn engin áhrif haft. Menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.