Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjartkær móðir okkar, LAUFEY ANDRÉSDÓTTIR, Fjóluhvammi 4, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 29. júní. Sigurþór Aðalsteinsson, Gunnar Aðalsteinsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar og bróður, ÞRASTAR VALDIMARSSONAR, Keilufelli 33, Reykjavík. Valdimar Kristjánsson, Guðrún Þorgeirsdóttir og systkini. Okkar ástkæri, GÍSLI ÓLAFSSON, Brúum, Aðaldal, sem lést fimmtudaginn 23. júnf, verður jarðsunginn frá Grenjaðarstaðarkirkju laugar- daginn 2. júlí kl. 14.00. Jóhanna Halldórsdóttir, Þórhallur Geir Gíslason, Valgerður Jónsdóttir, Þorgerður Gísladóttir, Halldór Gíslason, Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir, Borgar Þórarinsson, Alda Heimisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og tengdasonur, HJÖRTUR BENEDIKTSSON, framkvæmdastjóri, Laufengi 152, Reykjavík, áður Seiðakvísl 36, andaðist á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut miðvikudaginn 29. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Brynjólfur Hjartarson, Edda Björk Viðarsdóttir, Benedikt Hjartarson, Jóhanna María Vilhelmsdóttir, Ásgerður Hörn Benediktsdóttir, Hjörtur Jarl Benediktsson, Emilía Rán Benediktsdóttir, Brynjólfur Karlsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KONRÁÐ GfSLASON frá Frostastöðum, Furulundi 4, Varmahlíð, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 11.00 fyrir hádegi. Bálför fer fram síðar og jarðsett verður í Flugumýrarkirkjugarði. Helga Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og afabörn. + Bróðir okkar, GUÐMUNDUR SKAGFJÖRÐ FRIÐÞJÓFSSON, frá Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar sunnudaginn 26. júní, verður jarðsung- inn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. júlí kl. 17.00. Bragi Friðþjófsson, Rut Sigurðardóttir, Þorsteinn Ársælsson. NANNA U. BJARNADÓTTIR + Nanna Unnur Bjarnadóttir fæddist í Holtum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 22. janúar 1913. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu á Höfn í Hornafirði 24. júní síðastliðinn. Nanna fluttist ung með for- eldrum sínum að bænum Tjörn í sömu sveit. Foreldrar Nönnu voru hjónin Bjarni Pálsson, bóndi á Tjörn, f. á Holtum 20.11. 1885, d. 13.8. 1970, og Katrín Jónsdóttir, f. á Viðborði á Mýrum 1.5. 1877, d. 8.11. 1973. Systkini Nönnu eru: Pálína Vil- borg, f. 2.12. 1911, d. 25.4. 1916, Benedikt, f. 22.3. 1914, d. 4.11. 2000, Páll, f. 6.7. 1915, d. 5.11. 1946, Vilborg Pálína, f. 26.5.1919, d. 12.4. 2003 og Guð- jón, f. 24.6. 1920, bú- settur á Höfn. Vetur- inn 1933-34 dvaldi Nanna við nám í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað. Árið 1935 giftist Nanna Sighvati Dav- íðssyni, bónda á Brekku í Lóni, f. 16.6. 1907, d. 5.10. 1981. Sighvatur var sonur hjónanna á Brekku, Davíðs Sveinssonar, f. 21.3. 1879 að Mosum í V estur-Skaftafellss., d. 14.10. 1943, og Sigrúnar Sig- urðardóttur, f. 17.4.1880 á Skeiðs- flöt í Mýrdal, d. 12.2. 1978. Árin 1928-30 stundaði Sighvatur nám við Bændaskólann á Hvanneyri. Nanna fluttist að Brekku í Lóni 1935 og bjó þar ásamt Sighvati eiginmanni sínum til ársins 1981, er þau fluttust að Höfn. Börn Nönnu og Sighvats eru: 1) Gunnar, f. 1936, kvæntur Stefaníu Jóns- dóttur, börn þeirra eru Sigurjón, Davíð, Nanna og Benedikt. 2) Karl, f. 1938, kvæntur Kristrúnu Helgadóttur, börn þeirra eru Ingi- björg, Sigurður og Helgi Einar. 3) Sveinn, f. 1941, fyrrverandi eig- inkona Ásta Káradóttir, börn þeirra eru Davíð, Helga, Sigrún og Laufey, sambýliskona Eilen Þórarinsdóttir. 4) Dagný, f. 1943, sonur hennar er Gunnar Gestsson, gift Sigurði Valtýssyni, börn þeirra eru Páll og Þorbjörg. 5) Bjarni, f. 1944, kvæntur Þóru A. Guðmundsdóttur, synir þeirra eru Krislján Guðni og Ingimar Guð- jón. 6) Pálína, f. 1947, fyrrverandi eiginmaður Lúðvík Jónsson, dæt- ur þeirra eru Guðrún Diljá og Nanna Björg. 7) Katrín, f. 1953, gift Rúnari Gunnarssyni, synir þeirra eru Jóhann Goði og Sig- hvatur. Utför Nönnu verður gerð frá Hafnarkirkju í Hornafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarð- sett verður í Stafafellskirlgugarði í Lóni. í dag fylgjum við henni Nönnu, tengdamóður minni, heim í Lón. Nú er hún komin heim í sveitina sína fógru og lögð til hinstu hvílu við hlið Sighvats, eiginmanns síns, sem hún unni og saknaði. Hann lést fyrir 24 ár- um. Nanna ólst upp á Mýrunum. Hún naut ástúðar og öryggis hjá góðmn foreldrum sem gáfu bömum sínum gott veganesti út í lífíð. Þar var öllum kennt að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og samferðafólki. Rúmlega tví- tug kynntist hún Sighvati Davíðssyni, ungum manni sem kom á Mýramar til kenna þar bömum. Hann var þá nýkominn úr Bændaskólanum á Hvanneyri. Áðm- en þau giftu sig fór Nanna einn vetur í Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað. Þaðan átti hún mjög góðar minningar. Eftir giftinguna fluttist Nanna heim að Brekku þar sem ungu hjónin tóku við búi af foreldum Sighvats. Nú fór annatími í hönd og fáar frístundir gáfust ungu húsfreyjunni á Brekku. Við sem njótum allra þæginda í dag getum vart áttað okkur á því hvemig húsfreyjur til sveita komust yfir öll þau verk sem þurfti að vinna. Þau hjónin vom samtaka í því að stækka og bæta jörðina og settu markið hátt. Gestrisni þeirra var líka mikil. Brekka er í alfaraleið og margir þurftu aðstoð og fylgd yfír Jökulsána áður en hún var brúuð 1952. Gesta- gangur var alltaf mikili og höfðu þau Nanna og Sighvatur bæði ánægju af því að hitta ferðafólk og granna. Bömum sínum var hún góð móðir + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLÍNA GUNNARSDÓTTIR, Dvergabakka 2, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 24. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 4. júlí ki. 13.00. Sigfús Jóhannsson, Lára Sigfúsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jóhann Sigfússon, Gunnhildur F. Theódórsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Þórir Ólason, ömmubörn og langömmubarn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Hveramörk 2, Hveragerði, sem lést laugardaginn 25. júní, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. júlíkl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Guðmundsson, Karl Valur Guðmundsson, Sigurður Hrafn Guðmundsson, Bjarki Þór Guðmundsson, Andri Geir Guðmundsson og systkini hinnar látnu. + Elskulegur afi okkar, langafi og tengdafaðir, ÁRNI ÁSGRÍMUR ÞORBJÖRNSSON, lést miðvikudaginn 29. júní. Árni Þór, Helga Hrönn og Atli Björn Þorbjörnsbörn, langafabörn og Birna Sigurðardóttir. og fyrirmynd enda má sannarlega segja að bömin beri þess vitni. Nanna hlúði vel að öllu heimilisfólkinu, jafnt ungum sem öldnum. Sigrún, tengda- móðir hennar, sagði t.d. eitt sinn í við- tali sem tekið var við hana, að Nanna hefði svo góðar hendur að hjá henni vildi hún helst dvelja til hinstu stund- ar. Böm og unglingar komu til sveit- ardvalar að Brekku, áttu þar góðar stundir og hafa haldið tryggð við fjöl- skylduna síðan. Nanna lagði mikið upp úr að hafa umhverfi sitt fallegt og snyrtilegt. Hún hafði yndi af blómarækt og var smekkvís í klæðaburði og bjó yfir vissum þokka sem fylgdi henni alla tíð. Hún var gjöful kona og við sem nutum elsku hennar og umhyggju er- um þakklát fyrir ljúfar minningar. Hún var fróð um menn og málefni og fylgdist vel með. Minnisstætt er okkur Bjama er hún fór með okkur vestur á fírði, þá hátt á níræðisaldri, um landsvæði sem hún hafði ekki heimsótt áður en virtist þekkja til engu að síður. Það var ánægjulegt að ferðast með henni og fylgjast með áhuga hennar. Mér er Ijúft í minni hversu fallega og hlýlega hún tók alltaf á móti okkur og kvaddi okkur með fallegum orðum og góðum óskum. Þannig minnist ég hennar og kveð hana með virðingu og þökk. Þóra A. Guðmundsdóttir. Tengdamóðir mín Nanna Bjama- dóttir er horfin frá okkur, níutíu og tveggja ára, og ekki hægt að segja að það komi á óvart. Þó að við vitum að hún hafi vafalaust verið hvíldinni feg- in er samt tregi í hugum okkar og margs að minnast og sakna. Þau hjónin bjuggu á Brekku í Lóni meðan Sighvati entist aldur og heflsa. Síðan bjó hún á Höfii með Guðjóni bróður sínum uns bæði fluttu í Ekru. Þau systkinin voru náin og bára hag og líðan hvort annars mjög fyrir brjósti. Á Brekku var oft margmennt og heimflið orðlagt fyrir rausn og greiða- semi og hallaðist þá ekki á með þeim hjónum. Nanna var húsmóðir í orðs- ins fyllstu merkingu og lagði sig fram um að öllum, sem undir hennar þaki dvöldu, skyldum ogvandalausum, liði sem best. Bömunum okkar Kalla þótti gaman að koma í sveitina, fara með ömmu að gefa hænsnunum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.