Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 29 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjóri: Styrmir Gunnarsson. Fréttaritstjóri: Aðstoðarritstjórar: Björn Vignir Sigurpálsson. Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. BARÁTTAN GEGN EITURLYFJUM Tvö hundruð milljónir manna um heim allan nota ólögleg eiturlyf og heildarvelta eitur- lyfjaviðskipta í heiminum var á síð- asta ári 320 milljarðar Bandaríkja- dollara eða 21.000 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Sameinuðu þjóðanna um ólögleg eit- urlyf sem kom út í gær. Það er erf- itt að átta sig á merkingu slíkrar upphæðar, en Antonio Mario Costa, framkvæmdastjóri eiturlyfja- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna, setti hana í samhengi þegar hann benti á að eiturlyfjamisferli í heiminum velti meira en hagkerfi 90% ríkja jarðar. Baráttan gegn eiturlyfjum hefur ekki gengið vel. Neytendum fjölgar og neyslan eykst. Mesta váin er talin stafa af neyslu kannabisefna um þessar mundir. Neytendur þeirra eru 160 milljónir og neyslan eykst. Oft er lítið gert úr hættunni sem fylgir kannabis- neyslu, en komin eru fram ný af- brigði kannabis, sem eru mjög hættuleg. Opíumefnum fylgir eftir sem áður mesta heilsutjónið. Umfang eiturlyfjaveltunnar nægir til að sýna hvers vegna baráttan gegn eiturlyfjum gengur hægt og seint. Það er augljóst að slíkir hags- munir eru í húfi fyrir þá sem lifa á að selja eiturlyf, að þeir munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það þarf engum blöðum að fletta um eymdina, sem fylgir því að vera þræll fíkniefna. Eitrið tekur völdin og lífið verður ömurlegt. Glansinn, sem í fyrstu kann að hvíla yfir neyslu forboðinna efna, er fljótur að víkja fyrir prísund fíknarinnar. En hvernig á að bregðast við? A að ráðast á fátæka bændur í Afgan- istan eða Kólumbíu og segja þeim að hætta að rækta fyrir eiturlyfja- baróna og snúa sér að matjurtum, sem gefa þeim mun minni tekjur? A að skera upp herör gegn þeim sem neyta fíkniefna? A að setja sjúk- linga og fíkla bak við lás og slá? Erfiðast er að hafa hendur í hári forkólfanna. Þeir eiga auðveldast með að fela slóð sína og koma síðan gróðanum í umferð með peninga- þvætti. Bandaríkjamenn hafa árum sam- an háð „stríð gegn eiturlyfjum“, en árangurinn hefur látið á sér standa. Einhvern tímann var hollenskur lögregluþjónn spurður hvers vegna Hollendingar beittu ekki sömu að- ferðum og Bandaríkjamenn og svar- aði hann að það væri vegna þess að þeir færu ekki í stríð gegn eigin þjóð. Það eru engin auðveld svör í þess- um efnum, en augljóst er að á með- an bændur hagnast meira á því að rækta valmúa og aðrar plöntur, sem notaðar eru í eiturlyf, en matjurtir munu þeir gera það. Það þarf því að gera þeim það fjárhagslega fýsilegt að hefja ræktun matjurta. Þá þarf að auðvelda fíklum að hreinsa sig. Eiturlyfjasalarnir eru hins vegar meinsemdin, sem þarf að sýna fulla hörku. Það verður gert með því að stöðva þá við hvert fótmál, uppræta spillingu, reisa hindranir við pen- ingaþvætti og svo framvegis. Vita- skuld væri fráleit bjartsýni að ætla að hægt sé að uppræta eiturlyfja- misferli, en það þýðir ekki að gefa eigi baráttuna upp á bátinn. Hér á Islandi er ekki síður aðkall- andi að tekið verði á eiturlyfjavand- anum en í kringum okkur. Sam- kvæmt úttekt, sem birtist í Morgunblaðinu árið 2002, mátti þá ætla að söluverðmæti eiturlyfja á Islandi væri um tveir milljarðar króna. Fundur fjögurra kílóa af eit- urlyfjum um borð í ferjunni Nor- rænu í gær sýnir vandann, sem við er að etja. Það er erfitt að segja til um það hversu algeng neysla ólög- legra eiturlyfja er á Islandi, en hana ber ekki að vanmeta. Gegn þeim þarf að berjast af fullum þunga. Það verður ekki gert með því að ráðast að neytendum og gera óharðnaða unglinga og fíkla að glæpamönnum í þokkabót. Það verður gert með því að ráðast að meininu þannig að þeir sem ætla að hagnast á eymd með- borgara sinna, með því að draga þá og tæla inn í heim eitursins, fái ekki stundlegan frið, hvorki á nóttu né degi. Hver einstaklingur, sem bjargað er frá því að sóa hæfileikum sínum og hamingju á valdi eitur- lyfja, gerir þá baráttu þess virði. DÝRT MEIRAPRÓF Misræmi námskostnaðar eykst jafnt og þétt. Það kostar um 300 þúsund krónur á ári fyrir barn að ganga í leikskóla en þriggja ára háskólanám kostar nemendur við HÍ, KHÍ og HA tæpar 160 þúsund krónur í skráningargjöld. Nemend- ur við HR borga tæpar 600 þúsund krónur í skólagjöld og nemendur á Bifröst 1,2 milljónir. Námskeið til aukinna ökuréttinda hlýtur þó að teljast það nám sem einna dýrast er að stunda á Islandi. Eftir breytingu á reglugerð og verðhækkanir, sem hafa fylgt í kjölfar hennar, getur nú kostað allt að 280 þúsund krónur að sækja námskeið fyrir aukin ökurétt- indi og 40 til 50 þúsund að öðlast réttindi á vinnuvélar. Hafa gjöldin hækkað um helming frá því sem áð- ur var. Hinni breyttu reglugerð fylgir að krafan um verklega tíma hefur verið hert en slakað á kröfunni um bók- legt nám. Erfitt er að sjá hvernig þessi breyting á reglugerð útheimtir þessa miklu hækkun gjalda og má telja víst að hún muni valda mörgum erfiðleikum því að ekki fá þeir sem taka meiraprófið námslán frekar en leikskólabörn. í umfjöllun um hina breyttu reglugerð og þessar hækk- anir í Morgunblaðinu í liðinni viku var sagt að markmiðið væri að mennta betri bílstjóra. Verða þeir helmingi betri? Fréttaskýring | Það er skammt stórra högga á milli hjá þeim félögum, aðaleigendum Iceland Express og Sterling-flugfélaganna, Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni, eins og Agnes Bragaddttir komst á snoðir um, því í gærmorgun gengu þeir frá samningi um yfírtöku á danska flugfélaginu Maersk Air, sem þeir munu með haustinu sameina Sterling og reka hið sameinaða félag áfram undir merkjum Sterling. Það var um miðjan mars í vetur sem Pálmi og Jóhannes yfírtóku Sterling. Blái liturinn hjá Maersk á Boeing 737-700 heyrir brátt sögunni til, því með haustinu verða þoturnar komnar í rauðan og hvítan Iit Sterling-flugfélagsins. I hóp hinna stóru Það var rétt upp úr kl. sjö í gærmorgun að ís- lenskum tíma, sem þeir Pálmi og Jóhannes undinituðu yf- irtökusamninginn við fyrrum eig- endur Maersk Air, A.P. Möller - Maersk Group. Fréttin varð þegar í stað fyrsta frétt í Danska rík- isútvarpinu, þar sem greint var frá því að svo til allur flugrekstur í Dan- mörku, að undanskildum rekstri SAS, væri nú kominn í hendur Is- lendinga. A Norðurlöndum þykja þetta mikil tíðindi og þeir Pálmi og Jó- hannes voru að vonum ánægðir í gærmorgun, eftir að viðskiptin og áformin um samruna Maersk Air og Sterling höfðu verið kynnt, fyrst á starfsmannafundum í báðum fé- lögum, síðan á blaðamannafundi í hádeginu í gær, sem var mjög vel sóttur. Stórkostlegur áfangi „Þetta er að sjálfsögðu stórkostleg- ur áfangi í fjárfestingum okkar og liður í því að efla enn frekar rekstur lágfargjaldaflugs okkar, leiguflugs og fragtflugs. Við verðum með í rekstri, eftir sameiningu við Sterl- ing, að þotum Iceland Express með- töldum, 32 þotur og komum til með að fljúga á 89 áfangastaði. Sam- anlagður starfsmannafjöldi verður um 2.000 manns og farþegafjöldi á ársgrundvelli um 5,2 milljónir og ársvelta félagsins mun verða vel yfír 60 milljarðar króna,“ sagði Pálmi Haraldsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Með í kaupunum á Maersk Air fylgja allar fasteignir flugfélagsins, viðhaldsskýli og aðrir fasta- fjármunir félagsins. „Fjárhagsleg staða hins samein- aða félags verður mjög sterk. Vaxtaberandi skuldir hins samein- aða félags verða upp á rúman millj- arð íslenskra króna, en pen- ingastaða fyrirtækisins rúmir 10 milljarðar íslenskra króna. Sjóð- staða félagsins verður því feikilega öflug,“ segir Pálmi. Pálmi segir að með þessum samn- ingi verði hið sameinaða flugfélag komið í hóp þeirra stóru á mark- aðnum í Evrópu. „Magn skiptir náttúrlega gríðarlega miklu máli, þegar horft er til aðfanga, hagræð- ingar, samræmingar leiðakerfis o.fl. Við verðum í mun betri aðstöðu til þess að pressa niður allan kostnað í félaginu ogþar af leiðandi að leggja grundvöllinn að lægri fargjöldum fyrir okkar farþega og þar með að auka enn eftirspumina.“ Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Jóhannes Kristinsson og Pálmi Haraldsson voru glaðir í bragði þegar samningur þeirra um yfirtöku á Maersk Air hafði verið undirritaður. Hann bætti við að hér með yrði til fjórða stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu og það langstærsta á Norð- urlöndum. Starfsmenn afar jákvæðir „Þessum fréttum var mjög vel tekið á kynningarfundi með starfs- mönnum Sterling í morgun, raunar svo vel, að það gladdi okkur. Starfs- menn klöppuðu og lýstu yfir mikilli ánægju með þessa samninga. Það kom skýrt fram í máli starfsmanna, að þeir telja þessa þróun mjög spennandi og starfsmenn voru með yfirlýsingar í þá veru, að þeir væru tilbúnir til þess að vinna af heilum hug með stjórnendum félagsins og þeir hefðu trú á því sem við erum að gera,“ sagði Pálmi. Fragtfélag Maersk, Star Air, sem rekið er frá Þýskalandi, verður áfram í eigu Maersk Group. Eins og kom fram í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær, verða Boeing-þotur hins sameinaða fé- lags, sem rekið verður áfram undir merkjum Sterling, samtals 32, sem er næstum þrefóldun, því 20 þotur Maersk bætast nú við 10 þotur Sterling og 2 þotur Iceland Ex- press. Sterling mun leigja vélarnar af Maersk Group. Almar Örn Hflm- arsson, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, hefur verið forstjóri Sterl- ing írá því að Pálmi og Jóhannes yf- irtóku félagið. Hann verður áfram forstjóri hins sameinaða félags. Spurður hvort um einhver kaup- réttai'ákvæði á vélunum sé að ræða í samningnum sem gerður var við Maersk Group, sagði Pálmi: „Um það vil ég ekki tjá mig, að svo komnu máli.“ Farþegarfjöldi Maersk hefur ver- ið tæpar þrjár mflljónir, á árs- grundveíli, farþegarfjöldi SterUng tæpar tvær miUjónir og með Iceland Express fljúga um 300 þúsund far- þegar á ári, þannig að samtals verð- ur farþegafjöldi á ársgrundvelh um 5,2 mflljónir. Velta Maersk á ári hef- ur verið í kringum 30 miUjarðar króna, þannig að nú ríflega tvöfald- astveltan. Kaupverð mjög hagstætt Pálmi segir að kaupverðið á Maersk verði ekki gefið upp, það sé trún- aðarmál, „en það er þó óhætt að full- yrða að kaupverðið er mjög hag- stætt“, segir Pálmi. Pálmi er spurður hvemig hann og Jóhannes hafi fjármagnað þessa nýjustu yfirtöku sína: „Við fjár- mögnum þessa yfirtöku með eigin fé. Við höfum notið mjög öflugrar og góðrar ráðgjafar frá danska bank- anum FIH, sem er í eigu KB banka. Bankinn hefur unnið geysilega vel með og fyrir okkur í þessu máli og fyrir það erum við þakklátir.“ Maersk Air Group hefur verið hluti af A.P. Möller - Maersk Group, sem hefur verið í skipa- Sterling Rekstur félagsins verður undir merki Sterling frá og með næsta hausti. c MAERSK AIR Starfsmenn 1.200 Boeing þotur* 20 Áfangastaðir 39 Farþegar um 3 milljónir Ársvelta um 30 ma.kr V37-700 og 737-500 Samanlagðar stærðir Iceland Express ») 1 Sterling # MAERSK AIR Starfsmenn 2.000 Boeing þotur* 32 Áfangastaðir 89 Farþegar um 5,2 milljónir Ársvelta um 60 ma.kr *737-800, 737-700 og 737-500 rekstri frá því í byrjun tuttugustu aldarinnar. Flugfélagið var stofnað innan Maersk Group árið 1970 og hóf þá áætlunarflug innan Evrópu. Starfsemi félagsins í dag er marg- vísleg, svo sem áætlunarflug, leigu- flug, fragtflug, flugvélaleiga, kaup og sala flugvéla, svo nokkrir starfs- þættir séu nefndir. Hjá Maersk Air Group hafa starf- að um 1200 manns. I flugflota fé- lagsins eru vélar, af gerðinni Boeing 737-700 og Boeing 737-500. Samtals 20 þotur. Afangastaðir Maersk frá Kaup- mannahöfn eru 31 og 8 frá Billund. Auk þess flýgur Maersk, með tengi- flugi við Kaupmannahöfn frá Ála- borg, Karup, Rönne og Sönderborg. Pálmi var að lokum spurður hvort hann og Jóhannes hygðu á frekari flugfélagakaup og svaraði að bragði: „Við útilokum ekkert í þeim efnum.“ agnes@mbl.is Tekst „Kaffíklúbbnum“ að leggja G4-ríkin? Reuters Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur lagt mikla áherslu á að umbæt- ur á starfi samtakanna, þ.m.t. skipan öryggisráðsins, nái fram að ganga á þessu afmælisári þeirra en sextíu ár eru nú liðin frá stofnun SÞ. Fréttaskýring | Breyt- ingar á skipan örygg- isráðs Sameinuðu þjóð- anna hafa lengi verið til umræðu. Draga kann til tíðinda í þeim efnum á næstunni eins og fram kemur í grein Davíðs Loga Sigurðs- sonar en hann hefur kynnt sér hina harka- legu baráttu sem háð hefur verið um þessi mál síðustu misserin. Gífurlega hörð barátta er nú háð innan stofnana Sameinuðu þjóðanna og meðal aðildarþjóða samtakanna um fram- tíðarskipan öryggisráðsins. Er lík- legt að til tíðinda muni draga í þeim efnum fyrr en síðar. Þessi barátta er háð á bakvið tjöldin en mikill hiti er hins vegar hlaupinn í hana, eink- um eftir að Kínverjar tóku að beita sér af fullum krafti en þeir vilja ein- faldlega ekki heyra á það minnst að Japan fái fast sæti í öryggisráðinu. Tveir meginhópar takast á í þess- ari diplómatísku deilu, sem svo má kalla. Annars vegar eru hin svo- nefndu G4-ríki og stuðningsþjóðir þeirra en G4-ríkin - Japan, Bras- ilía, Þýskaland og Indland - hafa sameinast um eina tillögu sem felur í sér að sex ný ríki fái fast sæti í ör- yggisráðinu, þ.e.a.s. þau sjálf auk tveggja Afríkuríkja. Felur tillagan ennfremur í sér að kjörnum fulltrúum í öryggisráðinu verði fjölgað um fjóra. Andstæðingar G4-ríkjanna hafa hins vegar snúið bökum saman síð- ustu vikur og ganga þeir undir við- urnefninu „Kaffiklúbburinn". Italir fóru þar fremstir í flokki þjóða til að byrja með, ásamt Pakistan og Mexíkó, svo nokkrar þjóðir séu nefndar. Nú hafa Kínverjar hins vegar „gleypt" klúbbinn eins og hann leggur sig, svo notað sé orða- lag japansks embættismanns í frétt Japan Today. Hafa kínversk stjórn- völd fyrirskipað sendiherrum sín- um á erlendri grundu að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að þau líti stuðning við G4-tillöguna alvar- legum augum og skv. frétt Der Spiegel hafa þau jafnvel hótað að beita þau ríki hörðu (rætt er um viðskiptaþvinganir, e. sanctions) sem ganga gegn vilja þeirra í mál- inu. Ýmsar ástæður fyrir andstöðu Fimmtán ríki eiga sæti í örygg- isráði SÞ, þar af eiga fimm ríki fastafulltrúa; Bandaríkin, Rúss- land, Kína, Bretland og Frakkland. En breytingai- á skipan ráðsins, sem og aðrar umbætur á starfsemi SÞ, hafa lengi verið til umfjöllunar og áhersla hefur verið lögð á að ná einhverju fram í þeim efnum á þessu ári, í tengslum við sextíu ára afmæli samtakanna. Telja menn nauðsynlegt að ör- yggisráðið endurspegli veröldina eins og hún er í dag; en núverandi skipan þess hvað fastafulltrúa varð- ar endurspeglar þá stöðu sem var uppi í heimsmálunum í lok seinni heimsstyrjaldar 1945. Er rætt um að heimsálfumar Afríka og Suður- Ameríka verði að fá fastasæti í ráðinu, einnig þykir eðlilegt að sum mannmörg áhrifaríki fái þar inni sem fastafulltrúar; sbr. Indverja og Japana en Japanar greiða næst- mest allra aðildarþjóða SÞ í sjóði samtakanna (Bandaríkin greiða mest). Hafa Japanar einmitt varað við því að þeir muni þurfa að draga úr þessum fjárframlögum ef þeim hlotnast ekki fastasæti í örygg- isráðinu. Erfiðlega hefur hins vegar geng- ið að finna lausn sem líkleg hefur verið til að ná fram að ganga. Kem- ur þar m.a. til erfið togstreita milli einstakra þjóða innbyrðis, en sem dæmi má nefna þá eiga Pakistanar erfitt með að sætta sig við að Ind- verjar fái inni í öryggisráðinu, ítalir vilja ekki heyra á það minnst að Þjóðverjar fái þar fast sæti, Mexíkóar og Argentínumenn eru andsnúnir Brasilíumönnum í þess- um efnum og loks eru Kínverjar al- gerlega mótfallnir því að Japanir fái fast sæti í öryggisráðinu. Hafa Kínverjar hagað sér eins og „fíll í postulínsbúð“ í tilraunum sín- um til að koma í veg fyrir samþykkt G4-tfllögunnar, svo notað sé orða- lag embættismanns hjá SÞ. Þeir segja ómögulegt að samþykkja breytingar sem þessar nema alger eining ríki um þær. Kunnugir segja þá hins vegar vera með látalæti, all- ir viti að það muni aldrei nást alger sátt um þessa hluti. Staðreyndin sé einfaldlega sú að Kínverjar vilji engar breytingar. Eru það raunar gömul sannindi og ný að ríkin fimm, sem nú eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, hafa verið treg til að hleypa fleiri ríkjum í sinn hóp, enda Ijóst að það gæti orðið til að draga úr áhrifum þeirra. Eitthvað hlýtur þó að hafa mjakast í þessum efnum þar sem Frakkar, sem eiga fastasæti í öryggisráðinu, eru meðal stuðningsmanna G4- tillögunnar. Má segja að það sem sameini þjóðirnar í „Kaffiklúbbnum" sé andstaða þeirra við tillögur G4; og hver og ein þjóð hefur sínar tfl- teknu ástæður fyrir því að beita sér gegn tillögunni. Kínverjar eru til að mynda ekki sagðir andvígir því að Indverjar fái fast sæti í örygg- isráðinu. Eins og áður kom fram hafa Jap- anir, Brasilíumenn, Þjóðverjar og Indverjar bundist samtökum um eina tillögu um breytingar á örygg- isráðinu. Ýmis ríki hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna - þ. á m. Island - en skv. frétt Kyodo News þykir Jap- önum andstaðan heldur mikil. Litlu hafi breytt þó að löndin fjögur hafi nýverið lýst því yfir að þau afsöluðu sér því í fimmtán ár að neitunarvald fylgi föstu sæti í öryggisráðinu fyrir nýju ríkin. Hyggjast löndin bíða með að leggja tillöguna fram skv. fréttinni, en þau þurfa stuðning tveggja þriðju aðildarríkja SÞ, þ.e. 128, til að tillagan nái fram að ganga en að- ildarríkin eru alls 191. Afstaða Bandaríkjanna óljós Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst spilar líka hér inn í að leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Líbýu dagana 4-6. júlí. Munu forystumenn þess beinhnis hafa beðið forystumenn G4- ríkjanna að bíða með að leggja til- löguna fram þar til eftir fundinn, en afdrif tillögunnar kunna að ráðast á þessum fundi. Mikilvægt er að Afríkumenn komi sér saman um afstöðu í mál- inu, eigi tillaga G4-ríkjanna að ná fram að ganga, enda ræðir hér um alls 53 atkvæði í allsherjarþingi SÞ. En eins og annars staðar fer fram valdabarátta innan Afríkusam- bandsins. Suður-Afríka, Egypta- land og Nígería vilja semsé öll fá fastasætin í öryggisráðinu, Alsír, Senegal og Kenýa hafa einnig reynt að blanda sér í þann slag nýverið og flækir það stöðuna. Hafa þau í raun gengið til liðs við „Kaffiklúbbinn“ - framboð Senegala er til dæmis beinlínis talið til marks um að til- raunir Kínverja og annarra „Kaffi- klúbbsþjóða" til að kljúfa Afríku- þjóðir hafi skilað árangri, sem aftur spillir fyrir möguleikum G4-tillög- unnar. Kunnugir segja hins vegar að það væri með eindæmum heimskulegt af Afríkuþjóðunum að fylkja sér ekki á bakvið tillöguna; Afríka eigi að fá tvo fastafulltrúa skv. henni, en hafi engan fyrir, auk þess sem til- lagan geri ráð fyrir að kjörnum fulltrúum Afríku fjölgi. Afstaða Bandaríkjanna til hugs- anlegra breytinga á öryggisráðinu skiptir miklu máli en þarlendir ráðamenn hafa sagt að þeir séu að- eins hlynntir „lítilli“ stækkun ör- yggisráðsins, þ.e. að „tvö eða svo“ ný ríki verði tekin í hóp fastafull- trúa. Vilja Bandaríkjamenn að Jap- an verði annað þeirra ríkja, enda góðir bandamenn þeirra. Nicholas Bums aðstoðarutanrík- isráðherra sagði nýverið að stærri stækkun hefði „hugsanlega skað- leg“ áhrif á möguleika ráðsins til að vinna með skilvirkum hætti. Og Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, gerði Joschka Fischer, þýskan starfs- bróður sinn, afturreka er hann fal- aðist fyrr í mánuðinum eftir stuðn- ingi Bandaríkjanna við tillöguna og um leið þá hugmynd að Þjóðverjar komi inn sem fastafulltrúar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti vildi hins vegar alls ekki útiloka að Þýskaland fengi fast sæti í ör- yggisráðinu þegar hann, ásamt Gerhard Schröder, kanslara Þýska- lands, ræddi við blaðamenn í Wash- ington en Schröder var á ferðinni vestra fyrr í þessari viku. Er í raun ekki fyllilega ljóst hvaða pól Bandaríkjamenn munu taka í hæðina þegar á hólminn er komið og margt getur farið öðruvísi en ætlað er. Athyglisvert er að eftir því sem Morgunblaðið kemst næst þá telja embættismenn G4-ríkjanna sig hafa þau 128 atkvæði sem þarf á þessari stundu, það hafi verið tillits- semi við Afríkusambandið að bíða með að leggja tillöguna fram en gert hafði verið ráð fyrir því að það yrði gert í gær, 30. júní. Sé þetta rétt má fullyrða að um mikil tíðindi yrði að ræða; sam- þykkt tillögu G4-ríkjanna fæli í sér skref í átt að sögulegum breyting- um á starfsemi öryggisráðsins. Segja menn hjá Sameinuðu þjóð- unum að atkvæðagreiðsla um tillög- una verði hugsanlega bráðlega, 11. júlí hefur verið nefndur í þessu sam- bandi. Ljóst er enda að tíminn fer að verða naumur. Afgreiðsla tillög- unnar í allsherjarþinginu er nefni- lega aðeins fyrsta skrefið; skref sem felur í sér rammasamþykkt, þ.e. að ákveðið verði hversu mörg ríki verði í öryggisráðinu og hversu margir fastafulltrúarnir verði framvegis. Næsta skref - sem þarf að stíga fyrir leiðtogafund SÞ í september - jrði að kjósa inn nýju ríkin, þ.e. G4- ríkin fjögur og svo tvö Afríkuríki. Síðasta skrefið yrði síðan stað- festing í þingum aðildarríkja SÞ, umræddar breytingar fela í sér breytingar á stofnsáttmála SÞ og kalla því á staðfestingu hvers aðild- arríkis fyrir sig. Það ferli gæti tekið einhver ár; sömuleiðis er óljóst hvaða áhrif afstaða Kínverja muni hafa. Þeir gætu beitt neitunaivaldi í öryggisráðinu, en vonir manna standa hins vegar til þess að ef mál- ið kæmist þetta langt þá myndu þeir ekki telja sér fært að standa í vegi þess. Kínverjar þrýsta á íslendinga, Kínverjar munu raunar hafa vak- ið reiði margra með framkomu sinni en þeir hafa beitt sér mjög í málinu, lagt mikinn þrýsting á ríki að falla frá stuðningi við G4- tillöguna. Kínverjar hafa m.a. þrýst mjög á íslensk stjórnvöld - sem þó eru meðal meðflutningsmanna til- lögu G4-ríkjanna - en í tilvitnaðri frétt Der Spiegel kom t.a.m. fram að kínverski sendiherrann í Reykjavík hafi fimm sinnum fundað með íslenskum ráðamönnum í því skyni að reyna að fá þá til að láta af stuðningi við G4-ríkin. Skv. heim- ildum Morgunblaðsins hafa þessir fundir þó raunar verið fleiri en þetta. david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.