Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Sj— ICEX15 4.150 +0,4% m Nasdaq 2.057 +0,0% ||{§f FTSE 5.161 +0,9% J^ | CAC 40 4.270 +1,0% J^ «kfx 345 +0,3% jjfpjjs Dow Jones 10.303+0,36% ■ S&P 500 1.194 +0,3% FWdax 4.617 +0,7% 3 OMX 830 +0,9% | ♦ Nikkei 11.630 +0,4% J^ VIÐSKIPTI Ekki breytingar að svo stöddu Morgunblaðið/Jim Smart ÞETTA HELST... Mest viðskipti með FL Group • HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll fs- lands í gær námu um 15,7 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrirum 12,3 millj- arða. IVIest viðskipti voru með bréf FL Group. IVIest hækkun varð á bréfum Jarð- borana, 2,3%, en mest lækkun varð á bréfum Össurar, 1,3%. Ún/alsvísitala aðallista hækkaði um 0,4% og er nú 4.150 stig. Eignarhaldsfélag stofnað um rekstur Opinna kerfa Group • KÖGUN HF. seldi í gær allan hlut sinn í Opnum kerfum Group hf. til eignarhaldsfélagsins Opin kerfi Group Holdingehf. EigendurOpin kerfi Group Holdingehf. eru auk Kögunar hf. Iðafjárfestingarfélagehf., sem erf eigu Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) og Straums Fjárfestingarbanka. í fréttatilkynningu segir að salan sé í samræmi við yfirlýsta stefnu Kög- unar hf., sem fram hafi komið við yf- irtökuna á Opnum kerfum Group hf. f október á sfðasta ári. Þar hafi verið mörkuð sú stefna að sameina Skýrr hf. ogTeymi ehf. undir móðurfélaginu Kögun hf. en fá fleiri fjárfesta til liðs við félagið til þess að tryggja áfram- haldandi vöxtOKG. Kaupa Síld og fisk • REKSTRARFÉLAGIÐ Viðjar hefur selt allt hlutafé íSíld ogfisk ehf. og er kaupandinn 14. júní ehf., félagí eigu Sundagarða hf. Viðjar er félag í eigu Kaupþing Banka og Geirlaugar Þorvaldsdóttur. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Nýireigendur taka við rekstri félagsins 20. júlí næstkomandi. KB banki bendlaður við Storebrand • VIÐSKIPTI voru stöðvuð með hlutabréf í norska fjármálafyrirtæk- inu Storebrand um hádegi síðastlið- innföstudageftirað þau hækkuðu um 7,7% miðaö við lokagengi fimmtudagsins. Ástæðan fyrir hækk- uninni er að sögn sænska dagblaðs- ins Dagens Industri sú að orðrómur um hugsanlega yflrtöku KB banka á Storebrand erá kreiki. Viö lokun kauphallarinnar á föstu- dag hafði gengi Storebrand hækkað um 5,31%. „AÐ svo stöddu standa ekki til neinar breytingar,“ svaraði Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, í gær þegar hún var innt eftir hvort breytingar yrðu á stöðu hennar hjá félaginu eða annarra stjórnenda. Hluthafafundur hefur verið boðaður í FL Group laugardaginn 9. júlí og verður þar kjörin ný stjórn. Þangað til munu varamennirnir Einar Jóns- son og Gunnar Þorláksson taka sæti í stjórninni. En eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær sögðu þrír stjórnarmanna sig úr stjórn félagsins á fimmtudag, þau Árni Oddur Þórð- arson, Hreggviður Jónsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Pálmi Kristinsson mun sitja í stjóminni fram að hlut- hafafundi. Ekki náðist í Pálma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Nýr kafli í vexti og þróun Hannes Smárason, stjómarfor- maður FL Group, segir í tilkynningu frá félaginu í gær að mjög öflugir hluthafar komi nú að fyrirtækinu. Vilji þeir taka þátt í uppbyggingu þess og áframhaldandi útrás á alþjóð- SÍF hf. hefur selt öll hlutabréf sín í Icelandic Group hf. (SH) að nafn- verði liðlega 88,4 milljóna króna eða fyrir tæpan milljarð að söluvirði en hlutur SÍF í Icelandic Group var 4,08%. SIF eignaðist hlutabréfin í kjölfar Engar breytingar Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group. legan markað. í hópi nýrra hluthafa séu aðilar með mikla og verðmæta reynslu af útrásarverkefnum. „Framundan er nýr kafli í vexti og þróun FL Group,“ segir Hannes og bætir við að nýr hópur komi að félag- inu með það að markmiði að halda áfram uppbyggingu og vexti. Hann segir mörg spennandi verkefni fram- undan hjá FL Group. „Sem dæmi má nefna að félagið hefiir átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf, mikill vöxtur er í farþega- samruna Sjóvíkur ehf. og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna en SÍF átti tæplega 13% eignarhlut í Sjó- vík. Söluhagnaður hlutabréfanna er um 5,5 milljónir evra, jafnvirði 430 milljóna króna. jj FL Group hf. Ofe Hluthafar 1. júlí 2005 G R O U P 1 Eignarh.fél. Oddaflug ehf. 30,54% 2 Saxbygg ehf. 26,53% 3 Landsbanki íslands hf. 8,54% 4 Arion safnreikningur 3,38% 5 íslandsbanki hf. 2,02% 6 Lífeyrissj. verslunarmanna 1,77% 7 Gildi - lífeyrissjóður 1,09% 8 Sigurður Helgason 1,08% 9 Mannvirki ehf. 1,00% 10 Einar S Ólafsson 0,94% 11 Úlfur Sigurmundsson 0,92% 12 Elías Skúli Skúlason 0,92% 13 Þórarinn Kjartansson 0,92% 14 Fjárf.sjóður Búnaðarb. hf. 0,65% 15 Samvinnulífeyrissióðurinn 0,65% SAMTALS 80,95% flugi Icelandair, spennandi framtíð í fraktflugi, m.a. með kaupunum á Blá- fugli og mikil sókn inn á Asíumarkað í flugvélaviðskiptum. Við erum með mörg jám í eldinum og við munum HALLINN á vöruskiptunum við út- lönd nam 24,2 milljörðum króna íyrstu fimm mánuði en á sama tíma- bili í íyrra voru þau óhagstæð um 6,7 milljarða á sama gengi og var vöru- skiptajöfnuðurinn því 17,5 milljörð- um króna lakai-i. Greiningardeild Kaupþings banka gerir ráð iyrir að hallinn muni stóraukast á síðara helmingi ársins. Vöruskiptin við útlönd í maí voru óhagstæð um átta milljarða króna en í maí á sama tíma í íyrra voru þau óhagstæð um 3,3 milljarða á fóstu gengi. I tilkynningu Hagstofu Is- lands kemur fram að í maímánuði voru fluttar voru út vörur fyrir 16 milljarða króna og inn íyrir 24 millj- arða króna fob. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 79,7 milljarða króna en inn fyrir 103,9 milljarða króna og nam verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins 3,2 milljörðum sem er 4,2% meira á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 61% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,4% meira en á sama tíma í fyrra. Utfluttar iðnaðarvörur voru 34% alls útflutnings og var verðmæti vinna_ hratt á næstu vikum og mán- uðum í þeim tækifærum sem blasa við um þessar mundir.“ Einar Öm Jónsson, Gunnar Þor- láksson, Gylfi Ómar Héðinsson, Jón Þorsteinn Jónsson og Pálmi Kristins- son sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að þeir muni víkja úr stjóm FL Group á hluthafaftmdi. Segjast þeir hafa ákveðið að ganga að tilboðum sem þeir hafi fengið í hluti sína og beina kröftum sínum sem fjárfestar að öðmm verkefnum. „Með þessari sölu lýkur aðkomu okkar að þessu stóra og einu mikilvægasta fyr- irtæki landsins, en þátttaka í starf- semi þess hefur reynst okkur bæði spennandi og ögrandi verkefhi." Segja þeir það vera einlæg von sína að nýjum aðilum takist að „auka enn veg og vanda FL Group sam- stæðunnar, og nýta vel þau fjölmörgu og spennandi tækifæri sem em fram- undan á starfssviði hennar, enda fer ekki milli mála að starfsemi FL Group hf. og dótturfélaga þess hefur haft og mun hafa gmndvallarþýðingu fyrir íslenskt samfélag“. þeirra 1,3% meira en ái'ið áður. Aukning varð í útflutningi á heilum frystum fiski og áli en samdráttur varð í útflutningi á frystri rækju og lyfjum og lækningatækjum. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 20,7 millj- örðum eða 24,9% meira á fóstu gengi en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukn- ing í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, eða sem nam 47,5% fyrstu fimm mánuði ársins. I hálffimmfréttum Kaupþings banka segir að stóriðjuframkvæmdimar eigi án efa sinn skerf í auknum inn- flutningi á fyrstu fimm mánuðum. En fram til þessa hafi það þó einkum verið bílakaup og byggingarfram- kvæmdir sem hafi verið ráðandi þáttur í auknum innflutningi. „Þetta mun þó líklega breytast er líða tekur á sumarið og partar í nýtt álver á Reyðarfirði og stækkun á Grundar- tanga fara að berast til landsins auk þess sem framkvæmdir hefjast að fullu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Það mun væntanlega fela í sér stór- aukinn halla á síðari helmingi árs- ins,“ segir í hálffimmfréttum. Hluthafafundur í FL GROUP hf. Hluthafafundur í FL GROUP hf. verður haldinn 9. júlí 2005 að Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá fundarins: Kjör stjómarmanna Stjórn FL GROUP hf. G R O U P VÖRUSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND Verðmæti útflutnings og innflutnings í jan. til maí 2004 og 2005 (í milljónum króna á gengi hvors árs) 2004 jan.-mai 2005 jan.-maí Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 83.168,6 79.728,4 +4,2% Sjávarafurðir 50.526,1 49.955,8 +5,4% Landbúnaðarvörur 1.832,8 1.668,1 -1,0% Iðnaðarvörur 28.885,5 26.916,4 +1,3% Aðrar vörur 1.924,1 2.188,1 +23,7% Innflutningur alls (fob) 90.448,2 103.883,9 +24,9% Matvörur og drykkjarvörur 7.711,1 7.972,8 +12,4% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 23.971,6 26.306,1 +19,3% Eldsneyti og smurolíur 7.455,1 9.557,8 +39,4% Fjárfestingarvörur (þó ekki flutn.tæki) 20.965,2 22.514,5 +16,8% Flutningatæki 13.206,9 19.479,2 +60,4% Neysluvörur ót.a. 17.060,3 17.912,1 +14,2% Vörur ót. a. (t.d endursendar vörur) 78,1 141,3 - Vöruskiptajöfnuður -7.279,6 -24.155,5 - * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 8,0% lægra mánuðina janúar til maí 2005 en sömu mánuði árið 2004. Heimild: Hagstofa islands. Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá Kauphöll íslands 1. júlí 2005 Viðskipti í þús. kr. ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvalsavísitölu Síðasta viðsk.verð Breyting frá fyrra viðsk.verð Fjöldi viðskipta Heildarviðskipti dagsins Tilboð í Kaup lok dags: Sala Actavis Group hf. 40,20 0,20 (0,5%) 7 66.922 40,40 40,50 Bakkavör Group hf. 39,20 0,20 (0,5%) 15 9.085 38,80 39,20 Burðarás hf. 15,40 0,20 (1,3%) 30 118.967 15,40 15,50 Flaga Group hf. 4,49 0,09 (2,0%) 2 292 4,45 4,52 FL Group hf. 15,10 0,10 (0,7%) 49 11.499.063 15,00 15,10 Grandi hf. 8,50 -0,05 (-0,6%) 1 260 8,50 8,60 íslandsbanki hf. 13,50 -0,05 (-0,4%) 23 156.555 13,50 13,55 Jarðboranir hf. 22,00 0,50 (2,3%) 3 1.870 21,50 21,90 Kaupþing Bank hf. 540,00 3,00 (0,6%) 54 272.029 537,00 540,00 Kögun hf. 59,40 -0,60 (-1,0%) 10 7.430 59,40 60,00 Landsbanki íslands hf. 17,10 0,10 (0,6%) 14 50.168 17,00 17,20 Marel hf. 59,00 0,50 (0,9%) 3 471 58,50 58,90 SÍF hf. - - - - - 4,88 4,92 Straumur Fjárfestingarb. hf. 12,15 MMi SMRM 13 47.438 12,15 12,20 Össur hf. 78,50 -1,00 (-1,3%) 8 56.483 78,00 79,00 Önnur bréf á Aðallista Atorka Group hf. 5,80 3 1.397 5,80 5,85 Fiskmarkaður íslands hf. •' ■' uv- - - - 5,70 - Hampiðjan hf. - - - - - 6,70 7,00 Uftæknisjóðurinn hf. - ATH.-4 - - - - - - 3,90 Mosaic Fashions hf. 14,05 -0,10 (-0,7%) 10 7.926 14,05 14,15 Nýherji hf. - - - - - 12,40 12,80 Og fjarskipti hf. 4,03 -0,01 (-0,2%) 3 4.258 4,03 4,04 P/F Atlantic Petroleum 361,00 ' ■ - 1 228 356,00 361,00 Samherji hf. - ATH.-2 12,10 - - 10 994 12,10 12,25 Sölumiðst. hraðfrystih. hf. - - - - MMMMM 11,50 11,55 Tryggingamiðstöðin hf. 22,60 - - 1 226 22,60 23,00 Vinnslustööin hf. 4,00 - 1 40 4,00 4,15 Tilboðsmarkaður K.í. Austurbakki hf. - ATH.-2 . . . . . 49,60 52,00 Fiskeldi Eyjafjaröar hf. - ATH.-3 - - - - - Landssími íslands hf. - ATH.-1 - - - - - 9,70 10,00 Sláturfélag Suðurlands svf. - - - - 1,07 - Tækifæri hf. - - - - - 0,83 - Kauphallarsjóðir ICEQ - - - - HHMMHI 1239,00 1249,00 ATH.-1 Óvissa um áframhaldandi sölu hlutafjár. ATH.-3 Vegna fyrirvara um fjármögnun félags. ATH.-2 Skylda til að leggja fram yfirtökutilb. hefur stofnast. ATH.-4 Að beiðni útgefenda. SIF selur öll bréf sín í Icelandic Group V öruskiptahall- inn stóreykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.