Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 18

Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 18
18 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tillaga Gerhards Schröders kanslara um traustsyfirlýsingu felld á þýska þinginu Líklega kosið 18. september í Þýskalandi I þriðja sinn sem ríkisstjórn biður um vantraust hann sér öruggan meirihluta. Hitt dæmið er frá 1983 þegar Helmut Kohl fór eins að og með sama ár- angri. Kannanir í Þýskalandi sýna að um 70% kjósenda vilja að kosningum verði flýtt, að sögn BBC. Schröder benti einnig á í ræðu sinni á þingi að allir helstu flokkar landsins vildu flýta kosningunum. Stjórn hans hefði nú takmarkaða möguleika á að koma málum sínum í gegn vegna margra ósigra í kosningunum í sam- bandsríkjum, ekki síst hefði áfallið í Nordrhein-Westfalen í maí verið þungbært. Hún yrði því að fá nýtt umboð. Kveðjuræða eða upphaf að öflugri kosningabaráttu? Schröder er 61 árs og hefur haft vindinn í fangið síðustu árin, honum hefur ekki tekist að fá kjósendur til að styðja róttækar umbætur á efna- hagslífi og félagsmálum til að gera atvinnulífið samkeppnishæfara. Hann hét því á sínum tíma að minnka verulega atvinnuleysið en það er nú 11,3%, hefur ekld verið meira í sex áratugi og hagvöxtur er einnig með minnsta móti. Sumum fréttaskýrendum fannst að tónninn í ræðu kanslarans minnti á kveðju- ræðu en ekki upphafið að öflugri kosningabaráttu. Eftir Svein Siqurðsson svs@mbl.is Berlín. AFP. | Þýska þingið felldi í gær tillögu um traustsyfirlýsingu við rík- isstjórn Gerhards Schröders kansl- ara. Með þeirri niðurstöðu fór af stað ferli, sem ætlað er að ljúki með al- mennum kosningum í haust. Schröder vildi að tillagan yrði felld til að unnt yrði að boða til nýrra kosninga og hann hafði beðið sam- flokksmenn sína á þingi að sitja hjá. Það gekk líka eftir en traustsyfirlýs- ingin var felld með 296 atkvæðum gegn 151 en 148 sátu hjá. I 68. grein þýsku stjórnarskrár- innar segir: „Ef tillaga kanslara um traustsyfirlýsingu er felld á þingi getur forseti sambandslýðveldisins leyst upp þingið innan 21 dags að ósk kanslara." Forsetinn hefur þriggja vikna umhugsunarfrest Samkvæmt þessu hefur Horst Köhler, forseti Þýskalands, frest til 22. þessa mánaðar til að leysa upp þingið og ef hann gerir það, þá verð- ur að efna til kosninga innan 60 daga. Þær mega þó aðeins fara íram á sunnudegi eða öðrum frídegi og ekki meðan á sumarleyfum skólanna stendur. Nokkru munar á þeim frá einu sambandsríki til annars og sem Horst Köhler Angela Merkel dæmi má nefna að í Bæjaralandi standa sumarleyfin til 12. septem- ber. Með það í huga veðja flestir á, að kosningamar verði 18. september. Ekki eru allir sáttir við að til kosn- inga skuli efnt með þessum hætti, það er að segja að undirlagi ríkis- stjórnar sem hefur meirihluta á þingi. Vegna þess ætla fulltrúar nokkurra smáflokka og nokkrir þingmenn núverandi samsteypu- stjórnar jaftiaðarmanna og Græn- ingja að höfða mál því til ógildingar. Ekki í fyrsta skipti sem slík tillaga er borin upp í þinginu Fyrir þessu er þó tvö dæmi í sögu þýska sambandslýðveldisins. 1972 tapaði Willy Brandt í atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu en hann bað um hana vegna þess hve tæpur stjórnarmeirihluti hans var. I eftirfylgjandi kosningum tryggði Á útleið? GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, yfirgefur þinghúsið í gær eftir að hann náði fram markmiði sínu að láta fella tillögu um traust til ríkis- stjórnarinnar. Schröder lagði tillöguna sjálfur fyrir þingið í gær og hvatti stjórnarþingmenn til að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að knýja fram þessa niðurstöðu. Það er þó í höndum Horst Köhler, forseta landsins, að ákveða hvort þing verði rofið og boðað til nýrra kosninga og hefur hann þijár vikur til þess. Schröder hefur farið fram á það við forsetann að boðað verði til kosninga í haust. Kissinger iðrast orða um Gandhi Nýju Delhí. AP. | Varla þykir við hæfi að leiðtogi risaveldis kalli leiðtoga annars mikils ríkis „gamla norn“. En það gerði Richard M. Nixon, þáver- andi Bandaríkjaforseti, samt í einka- samtali við þjóðaröryggisráðgjafa sinn og síðar utanríkisráðherra, Henry Kissinger, 5. nóvember 1971 er þeir ræddu um Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands. Kemur þetta fram á segulbandsupptöku sem nú hefur verið birt. Jafnffamt kom fram að Kissinger var ekki síð- ur ruddalegur og kallaði indverska ráðherrann „tík“. Kissinger, sem nú er 82 ára gam- all, hefur beðist afsökunar á ummæl- unum og sagt að hann og Nixon hafi verið að fá útrás fyrir reiði vegna steftiu Gandhi. Pakistanar voru þá sem nú nánir bandamenn Banda- ríkjamanna en Gandhi, sem átti gott samstarf við Sovétríkin, undirbjó styijöld gegn Pakistan og hófust átökin í desember. Þeim lyktaði með því að Paldstan klofnaði og til varð nýtt ríki, Bangladesh. „Þetta var ekki formlegt samtal," sagði Kissinger í gær. „Við vorum að blása eftir fund [með Gandhi] þar sem við Nixon forseti lögðum áherslu á að við hefðum reynt að koma mjög vel fram við frú Gandhi og sýna henni gott viðmót. Fundur- inn olli okkur vonbrigðum. Orðfærið var dæmigert fyrir Nixon.“ Forset- inn heyrist m.a. segja um tilraunina til að blíðka Gandhi: „Við slefuðum yfir gömlu nornina." Kissinger bætti um betur. „Indverjar eru nú fjárans þrjótar hvort sem er. Þeir eru að hefja styrjöld þarna... Hún var alger tík en við fengum það í gegn sem við vildum. Hún getur ekki farið heim til AP Indira Gandhi, fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands. sín og sagt að Bandaríkjamenn hafi tekið sér illa og þess vegna verði hún í örvæntingu að fara í stríð.“ Kissinger segir að þessi orðaskipti hafi ekki endurspeglað stefnu Bandaríkjanna um þetta leyti. „Ég harma að þessi orð skuli hafa verið notuð. Ég virði ffú Gandhi mjög sem stjórnmálaleiðtoga. Við höfðum ólík markmið við þær aðstæður sem voru ríkjandi en hún var mikill leiðtogi sem vann mikil affek fyrir þjóð sína.“ Gandhi lét síðar lífið í tilræði en ætt hennar er ein helsta valdaætt Indlands. Upplýsingamar um orða- skiptin í Hvíta húsinu hafa ekki trufl- að góð samskipti Indverja og Banda- ríkjamanna sem hafa batnað hratt síðustu árin. Time afhendir minnis- punkta blaðamanns Hart deilt um fjölmiðlafrelsi og vernd heimildarmanna í Bandaríkjunum vegna máls tveggja blaðamanna New York. AFP. | Ritstjórar banda- ríska tímaritsins Time hafa fallist á að afhenda sérskipuðum saksóknara minnispunkta eins af blaðamönnum þess. Málið snýst um rannsókn á leka sem varð til þess að opinberað var nafn eins af njósnurum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA. Málið þykir hið alvarlegasta árum saman vestra þegar kemur að samskiptum fjölmiðla og dómsvaldsins. Með ákvörðun sinni vilja rit- stjórar Time verja blaðamanninn Matt Cooper og koma í veg fyrir að hann verði hnepptur í fangelsi. Sak- sóknari sem rannsakar lekann hafði fyrirskipað Cooper að koma fyrir rétt og veita umbeðnar upplýsingar en sæta fangelsi ella. Cooper og starfsystir hans á dag- blaðinu The New York Times, Jud- ith Miller, hafa bæði lýst yfir því að þau fari ff ekar í fangelsi en veita upplýsingar um heimildarmenn sína. Eiginmaðurinn gagnrýndi George W. Bush Mál þetta er nokkuð flókið. Árið 2003 þegar hart var deilt vestra um réttmæti innrásarinnar í Irak upp- lýsti íhaldssamur dálkahöfundur, Robert Novak, að Valerie nokkur Plame, væri á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Átta dögum áður hafði eiginmaður hennar, Joe Wilson, fyrrum sendiherra Banda- ríkjastjórnar, gagnrýnt þá fullyrð- ingu George W. Bush forseta að írakar hefðu reynt að kaupa úran- íum frá Afríkuríkinu Níger. Wilson heldur því fram að nafn eiginkon- unnar hafi verið birt í hefndarskyni. Slík nafnbirting þykir vitanlega al- varleg þegar leyniþjónustan er ann- ars vegar og bindur enda á feril við- komandi. Blaðamennirnir unnu að fr éttaskrifum um málið en urðu sem fyrr segir ekki fyrstir til að birta nafn Plame. Þau voru á hinn bóginn kölluð fyrir saksóknara vegna fyrir- spurna sinna í tengslum við ff étta- skrifin sem snerust um hvernig nafni Plame hefði verið lekið í Novak. Þau áffýjuðu úrskurði þess- um en svo fór á mánudag að Hæsti- réttur Bandaríkjanna úrskurðaði að þeim bæri að koma fyrir rétt innan viku en sæta ella 18 mánaða fang- elsi. Eftir því sem næst verður komist hefur Novak á hinn bóginn ekki ver- ið gert að upplýsa hverjir heimildar- menn hans voru. Segja talsmenn The New York Times það líklega til marks um að hann hafi aðstoðað við rannsóknina. Frjálst flæði upplýsinga einn af hornsteinum lýðræðisskipulags Ritstjóri Time sagði í yfirlýsingu sem birt var á fimmtudag að niður- staða þessi hefði orðið til þess að „hrollur [færi] um alla þá“ sem telja að fjölmiðlaff elsið beri að verja í Bandaríkjunum en blaðamennimir höfðu vísað til þess að það væri tryggt í stjórnarskránni. Sagði rit- stjórinn og að frjálst flæði upplýs- inga væri einn af homsteinum lýð- ræðisskipulagsins og hélt því efeis- lega fram að úrskurður réttarins gæti skaðað það alvarlega. Rit- stjórar The New York Times hörm- uðu að Time skyldi hafa ákveðið að afhenda gögn Coopers og sögðu málið einstakt í bandarískri réttar- sögu. Þeir kváðust hvergi mundu bila í stuðningi sínum við Judith Miller. Deilt um hvort blaðamenn megi neita því að mæta fyrir rétt Að undanfömu hafa nokkur sam- bærileg mál kallað fram harðvítugar deilur vestra. Mál það sem hér hefur verið rakið þykir á hinn bóginn sér- lega mikilvægt og stóryrði hafa hvergi verið spöruð. I grundvallar- atriðum snýst ágreiningurinn um hvort réttur blaðamanna til að neita að mæta fyrir rétt og veita upplýs- ingar í opinberum málum sem tengj- ast störfiim þeirra er varinn í stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Kveðið er á um fjölmiðlafrelsi í stjómarskránni en árið 1972 úr- skurðaði Hæstiréttur Bandaríkj- anna að þessi vemd ætti ekki við í þeim tilfellum sem nauðsynlegt þætti að kalla blaðamenn fyrir í al- varlegum afbrotamálum. Breytti engu í því efni þótt heimildarmanni hefði verið heitið því að nafn viðkom- andi yrði ekki birt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.