Morgunblaðið - 02.07.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.07.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP s Bréf Jóns Asgeirs Jóhannessonar til efnahagsbrotadeildar Asakanir um fj ár- drátt standast ekki fjölmiðla. Myndatökumenn frá Sjónvarpinu biðu sömuleiðis á Keflavíkurflugvelli eftir að ég kæmi frá Lundúnum með hádegisvélinni 29. ágúst 2002 þar sem þeir höfðu heimildir fyrir því að ætti að handtaka mig. Einnig vissu fj ölmiðlar af því þegar RLS gerði leit í Kaupthing í Luxemborg í 28. apríl 2004, en blaðamenn hringdu í Magnús Guð- mundsson, bankastjóra Kaupthing Bank í Lux- emborg, og spurðu frétta af húsleitinni áður en lögreglan vai- komin í húsnæði Kaupthing. Sveinn Helgason, fréttamaður á RÚV, hefur staðfest við mig að hann hafi fengið upplýsingar frá efnahagsbrotadeild RLS. Þetta hef ég enn- fremur fengið staðfest frá öðrum starfs- mönnum fréttastofu RÚV. Lét ég bóka mót- mæli mín við þessum leka í yfirheyrslu 4. júní sl. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við bók- unina. Hver er tilgangurinn með shkum leka? Er hann sá móta almenningsálitið gegn sakbom- ingunum? Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri, eða eft- ir atvikum ríkissaksóknari, taki þegar í stað til skoðunar meintan leka frá embættinu. 4. Niðurlag Lögreglurannsóknin hefur nú staðið í nær 3 ár með mjög alvarlegum afleiðingum fyi-ir Baug Group hf. Fullyrða má að einstakar aðgerðir lögi’eglunnar og stöðugur fréttaflutningur af lögreglurannsókninni í næstum þrjú ár hafi kostað félagið marga milijarða króna. Rann- sóknin virðist hafa leitt í Ijós að upphaflegar sakargiftir Jóns Geralds Sullenbergers voru ekki á rökum reistar. Skjalfest sönnun þessa var send lögreglu með bréfi mínu, dags. 5. mars 2004. Ég hef ekki verið virtur svars við því bréfi og - það sem meira er - ekki virðist hafa farið fram nein rannsókn eða skoðun á þeim gögnum með yfirheyrslum yfir Jóni Gerald Sullenber- ger þótt þau gögn renni sterkum stoðum undir framburð minn og Trvggva um upphaflegar ásakanir og tilefni lögreglurannsóknarinnar. Eins og komið hefur fram hófst rannsókn RLS á ætluðum brotum mínum á mjög óvæginn hátt með húsleitar- og handtökukröfu. Unnt hefði verið að afla allra þessara gagna með mildilegri hætti án þess að það hefði með nokkrum hætti skert möguleika RLS til rann- sóknar málsins. AUt var þetta að mínu mati byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og bar bersýnilega keim af hefnd- araðgerð, annars vegar af persónulegum ástæðum og hins vegár af óánægju með lok við- skipta við Baug. Þar var rasað fyrir ráð fram af hálfu RLS. Allar síðari aðgerðir RLS miðast augljóslega við að réttlæta upphafleg viðbrögð RLS. Hér stefnir því í hættu sem skapast í rétt- arríki þegar saman er blandað rannsóknar- og ákæruvaldi. Sami einstaklingur tekur ákvarð- anir um rannsóknaraðgerðir og um hvort tilefni sé til ákæru. Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til. Mér er tjáð að RLS ljúki senn rannsókn sinni. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ber þeim sem fara með ákæruvald og ann- ast rannsókn að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Því miður virðist mér ástæða til að ætla að þetta sjónarmið sé ekki í heiðri haft af hálfu RLS af þeim ástæðum sem að framan eru raktar. Eins og mál horfa við mér nú óttast ég að blásið verði til útgáfu ákæru á grundvelli allra framangreindra atriða og jafnvel fleiri til viðbótar enda er sýnt að RLS hefur ekki tekið tillit til þeirra sjónarmiða og gagna sem ég hef fært fram mér til vamar og frekari skýringar. Af framangreindum ástæð- um sé ég mér ekki unnt annað en að kreíjast þess gagnvart ríkislögreglustjóra og rík- issaksóknara, að tekið sé til skoðunar hvort handhafi ákæruvalds í þessu máli, Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar RLS, sé vanhæfur til frekari meðferðar málsins og víki úr sæti en annar sjálfstæður ákærandi taki sæti hans. Nánar er gerð grein fyrir þessu í bréfi lögmanns míns, Gests Jónssonar hrl., til ríkissaksóknara, dags. í dag. I rúm sjö ár hef ég byggt upp Baug Group hf. með frábærum samstarfsmönnum. A sama tíma og mér er gefið að sök að hafa dregið mér veru- legar fjárhæðir úr sjóðum félagsins hefur eigið fé þess vaxið úr u.þ.b. einum milljarði króna í nær þrjátíu og fimm milljarða króna um síðustu áramót. Fyrir liggur að stjóm, endurskoðendur og hluthafar telja að félagið hafi ekki orðið fyrir tjóni af völdum meintra brota minna gegn fé- laginu. Þvert á móti hafa stærstu hluthafar stutt duglega við þá miklu uppbyggingu sem fé- lagið hefur gengið í gegnum á síðustu áram sem hefur vakið athygli hérlendis sem erlendis. Rannsókn RLS hefur nú þegar kostað félagið miklar upphæðii'. Nú er nóg komið og tími til að félagið og starfsmenn þess fái frið til að sinna áframhaldandi uppbyggingu þess og RLS láti af tilhæfulausum ásökunum. Jón Asgeir Jóhannesson Afrit bréfsins sent tíl: Ríkissaksóknara, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. Jóns H. B. Snorrasonar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. HÉR á eftir fer bréf sem Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs Group, ritaði Jóni H. B. Snorrasyni hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislög- reglustjórans 5. mars 2004: Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra (RLS) hófst í kjölfar kæra og skýrslugjafar Jóns Geralds Sullenberger (JGS) hjá lögreglu 25. og 26. ágúst 2002 og hefur því staðið yfir í um eitt og hálft ár. í fyrstu beindist rannsókn lögreglu að tveimur alvarlegum sak- argiftum JGS á hendur okkur Tryggva Jóns- syni (TJ). Síðar hefur rannsóknin þróast þann- ig að fleiri þættir hafa komið til skoðunar. Tel ég tímabært að lýsa viðhorfi mínu til efnisatriða rannsóknarinnar eins og hún hefur birst mér fram að þessu. Leyfi ég mér að lýsa yfir sakleysi mínu gagn- vart þeim alvarlegu ásökunum sem á mig hafa verið bornar. I upphafi er rétt að fara nokkrum orðum um ásakanir JGS. Hann heldur því í raun fram að allar greiðslur sem fyrirtæki í hans eigu, Nord- ica, fékk frá Baugi á síðustu áram, aðrar en fyr- ir bein vörukaup, hafi verið skipulagður ijár- dráttur með þátttöku hans sjálfs og okkar TJ. Fjárdrátturinn átti að hafa numið rúmlega einni milljón USD og rannið frá Baugi í gegn- um Nordica í skemmtibátinn Thee Viking. A sama tíma og JGS kom fram með þessar ásak- anir um fjárdrátt höfðaði Nordica einkamál á hendur Baugi með aðstoð Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl. Þar var fyrirtækið krafíð um svipaða fjárhæð og nam hinum meinta „íjár- drætti". Ásakanir um fjárdrátt okkar T J frá Baugi geta ekki staðist. Engin eignarmyndun hefur orðið hjá öðram en JGS í bátnum og frjáls ráð- stöfun hans á honum og þeim peningum sem komu frá Baugi til Nordica sýnir, að ekki var um að ræða ráðabragg okkar TJ til þess að hafa fé út úr fyrirtækinu. Skömmu áður en JGS gekk fyrst á fund lögreglu hafði hann m.a. hót- að mér lífláti eins og hann hefur viðurkennt. Ég tel nauðsynlegt að meta upphaflegan framburð hans og ásakanir í því Ijósi. Rétt er að geta þess að samkomulag varð um að fella niður málarekstur í Flórída og á íslandi milli Gaums og JGS annars vegar og Nordica og Baugs hins vegar, eins og Hreinn Loftsson hrl. greindi frá í bréfi til RLS, dags. 5. sept- ember 2003. Þessar lyktir einkamálanna áttu sér sérstakar skýringar eins og Hreinn víkur að í bréfi sínu. Þar sem framburður JGS er grandvöllur rannsóknar RLS leyfi ég mér að benda á eft- irfarandi atriði sem sýna að ekkert er hæft í ásökunum hans: í fyrsta lagi hefur JGS haldið því fram gagn- vart lögreglu að við, þ.e.a.s. ég, TJ og JGS, hefðum látið Nordica, sem er eins og áður segir í einkaeigu JGS, útbúa 33 reikninga sem vora notaðir til að eignast bát í Flórída og allar greiðslur frá Baugi til Nordica aðrar en fyrir bein vörakaup hafi farið beint í bátinn. Þetta er einfaldlega ósatt. 1. Baugur, og þar á undan Bónus, átti í við- skiptum við Nordica á árunum 1992 til 2002 en Nordica sá um vörainnkaup frá banda- rískum fyrirtækjum og áframsendingu þeirra til íslands. Árið 1999 opnaði Nordica vöruhús á Miami í Flórída, m.a. til að end- urmerkja vörur áður en þær yrðu sendar til Islands. Stóðu væntingar til þess að við- skipti myndu nema ákveðnum fjárhæðum svo rekstur Nordica gæti borið sig. Til að auka líkur á því og styðja við rekstur Nor- dica komum við Baugsmenn JGS m.a. í samband við kaupendur í Noregi og Dan- mörku. Ekki má gleyma því að með þessu var Baugur að ýta undir samkeppni gagn- vart innlendum birgjum. 2. Tap varð á rekstrinum og því var ákveðið að veita Nordica mánaðarlegan styrk að fjár- hæð 8 þús. USD til að standa undir kostn- aði, aðallega vegna JGS sjálfs, þar sem í raun mátti líta svo á, að hann væri ráðgjafi Baugs í Bandaríkjunum og ynni að því að finna nýjar vörar. Einnig annaðist hann móttöku á innkaupafólki og versl- unarstjórum fyrirtækja Baugs og fór t.d. með þá í heimsóknir og kynnisferðir í versl- anir og til birgja. Nordica gaf út reikninga fyrir þessari þjónustu þar sem fram kom að þeir væra „Contract fee for retail services comissions finders fees and consulting work“. Þar sem JGS einn réð ráðstöfun þessara fjármuna var starfsfólk Baugs granlaust þegar hann mælti fyrir um að greiðsla ætti að berast inn á nýjan banka- reikning í nafni Nordica. Hjá Baugi var ekki annað vitað en að Nordica fengi greiðsl- umar, enda voru þær allar skráðar í bók- haldi Baugs sem slíkar samkvæm útgefnum reikningum Nordica en hvergi minnst á fé- lagið New Viking. 3. Mánaðarlegu greiðslurnar hækkuðu úr 8 þús. í 12 þús. USD í júlí 2000 eftir að tap ársins 1999 lá fyrir. Síðar bað JGS um 20-25 þús. á mánuði eftir fund okkar T J með hon- um í mars 2002 þar sem hann taldi greiðsl- urnar vera of lágar. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Alls námu mánaðargreiðslur Baugs til Nordica 353.588 USD. Þar að auki greiddi Baugur sérstakar styi'kgreiðslur til Nordica þar sem sala til Baugs var undir væntingum, sbr. 1. tölulið, og hinar mán- aðarlegu greiðslur dugðu ekki til. Þetta var gert til þess að halda opnum þeim mögu- leika að geta flutt inn vörur frá Bandaríkj- unum gegnum Nordica. Þessar greiðslur voru 139.178 USD 23. maí 2000,49.985 USD 15. febrúar 2002 og 120.000 USD 15. apríl 2002, alls 309.163 USD. Þótt Baugur hafi með framangreindum hætti stutt við starf- semi Nordica óx óánægja þeirra sem sáu um innkaup fyrir verslanir Baugs með vörur og þjónustu fyrirtækisins. Að auki var gengisþróunin óhagstæð og dýrara varð að flytja inn vörur frá Nordica. Vörurnar seldust seint og illa og um sumarið 2001 var lagerstaðan farin að valda áhyggjum. Framkvæmdastjórar verslana Baugs vildu gera breytingar á fyrirkomulagi við- skiptanna og færa til samræmis við það sem gilti gagnvai't öðrum birgjum. Þetta leiddi til þess að ákveðið var að draga úr viðskipt- unum og breyta fyrirkomulagi þeirra. Þeg- ar komið var ffarn á árið 2002 var Ijóst að staðan hefði ekki batnað þrátt fyrir vonir manna um annað og viðskiptunum var því slitið. Greiðslur vegna mánaðarlegu reikn- inganna áttu að stöðvast í ágúst 2002, sam- kvæmt tölvupósti frá TJ til fjármálastjóra fr á 7. júní 2002, eða á sama tíma og uppgjör við Nordica átti að liggja fyrir. Væru ásak- anir JGS á rökum reistar væri hæpið að við TJ hefðum samþykkt að stöðva viðskipti við Nordica. 4.1 yfirheyrslum hjá lögreglu lagði JGS fram gögn sem að hans sögn sýndu greiðslumar sem Nordica bárast frá Baugi vegna báts- ins, samanlagt að fjárhæð 491.691 USD á áranum 2000-2002. Þetta var fjárhæðin sem RLS tilgreindi þegar farið var fram á heim- ild til húsleitar í aðalstöðvum Baugs 28. ágúst 2002. Samkvæmt bókhaldi Baugs námu samanlagðar greiðslur til Nordica á þessu tímabili alls 662.751 USD, þ.e.a.s. bæði mánaðargreiðslurnar og þrjár sér- stakar styrkgreiðslur sem greint er frá hér að framan. I fyrstu yfirhejTslum hjá lög- reglu sagði JGS ekki frá því að Baugur hefði styrkt Nordica vegna taprekstrar. Á sama tíma dró hann hins vegar 250.000 USD frá bótakröfu sinni á Baugí einkamál- inu vegna þessa stuðnings! Staðreyndin er sú að Baugur greiddi honum vegna tap- rekstrar meira en 300.000 USD auk hinna mánaðarlegu greiðslna. Hann sagði það eitt í upphafi að við hefðum „kerfisbundið gert hann háðan okkur“ og látið Baug greiða mánaðai'lega greiðslur sem rannu í bátinn Thee Viking en hélt upplýsingum um styrk- greiðslur frá lögreglu. Hann minntist held- ur ekki á að greiðslumar sem áttu aðallega að hafa rannið í bátinn, skv. ásökunum JGS, fóra að stærstum hluta til hans og konu hans persónulega, eins og gögn frá við- skiptabanka hans sýna. 5. JGS hefur í yfirheyrslum hjá lögreglu neit- að að hafa fengið laun frá Baugi. Sam- kvæmt yfirlýsingu endurskoðanda Nordica sem lögð var fram í einkamálinu gegn Baugi kemur fram, að Nordica greiddi honum ekki laun á áranum 1999 til 2002. Sam- kvæmt því hefði JGS átt að vera launalaus á þessu tímabili. í tengslum við einkamál Baugs gegn Nordica í Bandaríkjunum fengu lögmenn Baugs hins vegar upplýs- ingar frá banka Nordica. Þar kom m.a. fram að mánaðargreiðslurnar frá Baugi rannu að mestu beint í þágu JGS persónulega, sem er í samræmi við það sem við TJ höfum greint frá, en ekki í bátinn eins og hann hefur hald- ið fram. Lögregla hefur þegar fengið af- hentar upplýsingar sem sýna þetta. 6. Varðandi bátinn verður að ítreka að hann hefur alla tíð verið skráður eign félagsins New Viking sem JGS einn er eigandi að. Öll lán fyrir bátnum era á nafni hans. Hann hefur líka alltaf hegðað sér eins og hann væri eini eigandi bátsins. Nefna má nokkur dæmi: a. JGS hafði alla tíð full yfirráð yfir bátnum og spurði aldrei meinta meðeigendur leyfis fyrir notkun hans. Fullyrt skal að 80-90% af siglingatíma bátsins hafi verið í þágu JGS, fjölskyldu hans og vina. b. J GS setti bátinn á sölu 8. júní 2002 án samráðs við meinta meðeigendur. c. JGS segir í pósti til TJ sem lögregla hef- ur: „ásamt mínum persónulega (NV) deed ratio“. Ekki verður betur séð en að hann sé þama að tala um New Viking sem sína eign. 7. JGS neitaði Gaumi um viðurkenningu á eignarhlutdeild í bátnum til samræmis við fjárframlög. Þó greiddi Gaumur mán- aðarlega í bátinn fram til mars 2001 en þá var greiðslum hætt þar sem JGS fékkst ekki til að ganga frá viðurkenningu á eign- arrétti Gaums þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Ef saga JGS væri rétt um að Baugur hafi mánaðarlega greitt í bátinn hefðu þær greiðslur líka hætt á sama tíma vegna þessa. Greiðslumar frá Baugi héldu hins vegar áfram þar sem þær tengdust að- eins viðskiptum Baugs og Nordica en lutu ekki að rekstri bátsins eða eignarhaldi hans. 8. Hefði JGS sagt lögreglunni strax frá því að Baugur styrkti Nordica vegna tapreksturs og að það var Gaumur en ekki Baugur sem greiddi í bátinn, hefðu ásakanir hans líkleg- ast hljómað öðravísi í eyrarn lögreglu, jafn- vel þannig að lögreglan hefði áttað sig á því að mánaðargreiðslumar frá Baugi væra vegna Nordica og JGS eins og samið hafði verið um. Það er Ifldegast þess vegna sem hann sleppti því að segja frá þessu. En hann hefur svo játað þetta þegar á hann hefur verið gengið. Gögn sem lögmenn mínir hafa afhent lögreglu sýna skýrlega að JGS not- aði mánaðargreiðslumar sem Nordica fékk frá Baugi til að standa straum af persónu- legum útgjöldum sínum. 9. Reikningsdæmi JGS um fjárframlög í bát- inn gengur ekki upp. Lögregla hefur sagt mér að granur leiki á að fjárdráttur vegna bátsins hafi numið tæplega 700 þús. USD. Gaumur greiddi a.m.k. 400 þús. USD í bát- inn, ég persónulega 40 þús. og skuldir sem hvfldu á honum námu um 770 þús. Sam- kvæmt því hafa um 1.900 þús. USD farið í bátinn þegar hann kostaði í raun aðeins 1.150 þús. samkvæmt verðskrá! 10. Upphafleg rannsókn þessa máls hvflir á ein- hhða frásögn JGS. Þau sönnunargögn sem fram hafa komið benda eindregið til þess að ásakanir hans eigi ekki við rök að styðjast. I öðru lagi hélt JGS því fram gagnvart lög- reglu að hann hefði útbúið reikning í nafni Nordica þess efnis að Baugur greiddi Nordica 589.890 USD. Honum hafi hins vegar aldrei borist greiðsla vegna þessa reiknings og hann hafi heldur ekki gert tilraunir til að innheimta reikninginn, enda hafi engin viðskipti staðið á bak við útgáfu hans. Þessi ásökun er fráleit, enda var þessi reikningur færður til tekna en ekki gjalda hjá Baugi þar sem um uppgjör á áralöngum viðskiptum var að ræða. 11. Strax að kvöldi 28. ágúst 2002 eftir hús- rannsókn lögreglu kom hið sanna í Ijós. Um- ræddur reikningur var kredit en ekki deb- et! Á þessu kvöldi minnkaði meintur fjárdráttur því um 589.890 USD eða um rúmar 50 milljónir ISK. Þetta hefði mátt sjá strax hefði lögregla fengið reikninginn hjá JGS. 12. Sérstakt rannsóknarefni er hvemig sá misskilningur varð til að kreditreikningui- varð að debetfærslu. í tölvupósti frá JGS til Jóns Steinars Gunnlaugssonar frá 1. júlí 2002 segir hann: „þetta er póstur frá Tryggva sem kom til mín í ágúst og er hann að byðja mig um að útbúa reikning fyrir sig upp á US $ 589,890,00 sem damage report og á hann að vera í bókhaldinu hjá þeim“. Baugur eða Aðföng myndu aldrei borga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.