Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 37 Live 8 og UNICEF á íslandi BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1103 Reykjavík • Bréf tO blaðsins | mbl.is Heimkoman Hólmfríður Anna Baldursdóttir fjallar um aðstoð við þurfandi ÁR HVERT deyja 11 miHjónir bama áður en þau ná fimm ára aldri - um 30 þúsund böm á dag - eitt bam á þriggja sekúndna fresti. Þetta er slá- andi staðreynd, en kannski mest slá- andi er sú staðreynd að hægt er að koma í veg fyrir dauða þessara bama með einfóldum hætti. Með útsendingu Live 8-tónleikanna í dag munu augu heims- ins beinast að þeim sem minna mega sín. Meginmarkmið tón- leikanna er að koma í veg fyrir fátækt og draga úr afleiðingum hennar. Hin unga sjón- varpsstöð Sirkus mun sjá um útsendingu þessa stærsta tón- listarviðburðar allra tíma frá tólf á há- degi í dag til tólf á miðnætti. Bamahjálp Sameinuðu þjóðamra á íslandi, UNICEF, vill hvetja alla ís- lendinga til að láta sig boðskap tón- leikanna varða um leið og við viljum gefa fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því að gerast heimsfor- eldrar. Opnað hefur verið fyrir söfn- unarsímann, 5 62 62 62, og verður minnt á símanúmerið í útsendingunni á Sirkus í allan dag. Sem heimsforeldri getur þú haft afgerandi áhrif á líf barna sem hafa ekki sama aðgang að lífsgæðum og við hér á Islandi. Stór hluti þeirra sem lifa í fátækt em böm og þau eiga ekki að þurfa að kom- ast sjálf upp úr fátæktinni. Fátækt get- ur leitt tfl vannæringar, sjúkdóma og dregið úr andlegum og líkamlegum þroska barna. Hún hefur áhrif á tæki- færi barna til menntunar og heilsu- gæslu og getur leitt til þess að böm séu misnotuð í vinnuþrælkun og stríðum. Sem stærstu bamahjálparsamtök í heimi hefur UNICEF unnið að því markmiði að draga úr fátækt og afieið- ingum hennar í nær 60 ár. UNICEF bólusetur 100 milljónir bama ár hvert og talið er að það bjargi um 2,5 milljónum manns- lífa. Mænusótt hefur næstum verið útrýmt og á síðustu 15 árum hefur tíðni ungbamadauða lækkað um 15% og dauðs- fóllum vegna mislinga hef- ur fækkað um 50%. Aldrei hafa fleiri böm gengið í skóla eða haft aðgang að hreinu vatni. Þetta sýnir okkur að við getum haft áhrif og það er kannski sú staðreynd sem við verðum að einbeita okkur að. En við þurfum þína hjálp. Ef okkur tekst að draga verulega úr fátækt í heiminum mun tíðni ungbamadauða lækka enn frekar, hægt verður að koma í veg fyrir meiri skaða af völdum HIV/alnæmis og veita bömum mennt- un, mat og grunnheilsugæslu. Þetta eiga að vera mikilvægustu markmið okkar allra í þágu þeirra sem munu erfa heiminn. Við hvetjum Islendinga til saínast að sjónvarpstækjunum og leiða hugann að þeim sem minna mega sín í heim- inum um leið og góðra tónleika er not- ið. Höfundur er upplýsingafulltrúi UNICEF á íslandi. Frá Hreggviði Davíðssyni: LANDIÐ reis úr sjónum i hægum takti meðan hjartsláttur undirritaðs jókst þeim mun meira. Eftirvænt- ingin var stór fyrir fundinn með fósturjörðinni eftir öll þessi ár í út- legð. „Allir á bíldekk" hljómaði í kallkerfi ferjunnar og með það sama hafnaði undirritaður mitt í hópi geð- sjúks fólks sem tróðst og ruddist, næstum slóst, til að ná sem fyrst hurð bíldekksins. Vel í bílnum hófst biðin, einn klukkutími - tveir klukkutímar - spenntar taugar - öskureið andlit. Á snigilshraða drögnuðust bflarnir út á yfirfulla bryggjuna þar sem tollarar sinntu skyldum sínum, allt of fáir og inn- bundnir í ofurvald kerfisins. Lemj- andi ísköld rigningin gerði að verk- um að þessir veslings tollarar þurftu þá og þá hlýju í kroppana og hurfu þar af leiðandi stöku sinnum inní skúrana sína. - Slapp með skrekk- inn og Axlarheiðin framundan. Varð fyrst að kaupa nýjan síma, því engir samningar um símamál voru í gildi milli þess lands ég var að koma frá og Islands. Lífinu bjargað með hreyfingum á ljóshraða og góðum bremsum, þeg- ar aurkviksyndi tók við af olíu- slitlagi í grenjandi rigningu og svarta þoku. „Skyldi maður ná ferjunni ef mað- ur snýr við?“ Nei, nei, það gildir að bíta saman postulíns- og plasttönnum og halda áfram. Sólin fór að skína við Hjör- leifshöfða og ró fyllti þreytta sál og lemstraðan líkama. Eftir lang- þráðan nætursvefn hjá góðu fólki fór heilinn að starfa á ný. Ekki það að þessi ákveðni heili sé eitthvað til að státa af, nei öðru nær en hann kallast nú samt heili. Það er kannske ekki svo vitlaust þetta með móttökurnar, því hvað í veröldinni hefur ísland að gera með einhverja furðufugla utan úr heimi, sem auk þess halda að þeir séu eitt- hvað? Island er gott eins og það er. HREGGVIÐUR DAVÍÐSSON, Eyrarvegi 27, 800 Selfossi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Sturla Kristjánsson: Bráðger böm í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Gudmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi, kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það eigi sér stað. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: Lýðræð- isþróun á Islandi hefur, þrátt fyr- ir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram. Pétur Steinn Guðmundsson: Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bflaleig- urnar. Hólmfríður Anna Baldursdóttir I júlí hefur Síminn uppfærslu á ADSL kerfi sínu sem mun gefa viðskiptavinum kost á mun meiri hraða og fjölbreyttari þjónustu. Eftir uppfærsluna verður Síminn kominn með svokallað ADSL2+ kerfi sem gefur möguleika á allt að 24 Mb/s hraða á Netinu ásamt aukinni þjónustu. í kjölfar uppfærslunnar geta ADSL viðskiptavinir sjónvarpsþjónustu Símans séð yfir 60 sjónvarpsrásir, auk þess að eiga kost á myndbandaleigu og annarri gagnvirkri þjónustu í sjónvarpinu sínu. í fyrsta áfanga verða símstöðvar á Akureyri, Húsavík og SV-horni landsins uppfærðar. Allir viðskiptavinir með ADSL hjá Símanum geta nú pantað sjónvarpsþjónustuna á siminn.is/sjonvarp og fá þá nýjan ADSL2+ búnað (e. router) og myndlykil uppsettan án aukakostnaðar. Nánari upplýsingar um þær símstöðvar sem verða uppfærðar í júlí fást á siminn.is/adsl2+ Meðan á uppfærslunni stendur er hugsanlegt að einhverjir viðskiptavinir lendi í sambandstruflunum sem eiga að ganga fljótt yfir. Ef Netið dettur út í einhvern tíma hjá viðskiptavinum á meðan á þessari uppfærslu stendur biðjum við þá um að endurræsa endabúnaðinn sinn og hafi það engin áhrif að hafa þá samband við Þjónustuver Símans í 800 7000. Þjónustufulltrúar okkar munu greiða úr vandamálunum eins fljótt og auðið er. Við vonum að viðskiptavinir okkar sýni hugsanlegum truflunum samfara uppfærslunni skilning. , siminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.