Morgunblaðið - 02.07.2005, Side 48

Morgunblaðið - 02.07.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 2; JTJLÍ 2005 MORGUNBLADIÐ MENNING Myndlist | Helgi Þorgils í Skálholti Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Þorgils Friðjónsson er einn af staðarlistamönnum Skálholts í ár. Myndir í takt við tilfinningu staðarins OPNUÐ verður í Skálholti í dag sýning á ellefu olíuverkum Helga Þorgils Friðjónssonar listmálara. Helgi er einn af staðarlistamönnum þar í ár og mun sýningin standa fram í byrjun október. Bernharður Guðmundsson, staðarhaldari í Skálholti, segir list- sýningar setja mikinn svip á stað- inn. Ar hvert eru staðarlistamenn valdir af forverum sínum og lista- lífið því ætíð blómlegt og fjölbreytt. „Myndirnar hans Helga eru bæði í matsal Skálholtsskóla og á gangi hjá setustofu þannig að fólki gefst góður tími til að skoða myndirnar um leið og það fær sér veitingar hjá okkur,“ segir Bernharður. Hann bætir því við að fólk sé velkomið í Skálholt alla daga, dag og kvöld. Myndir Helga skiptast í tvo hópa; sex myndir af drengjum með ávexti, fjórar skýjamyndir og ein mynd af móður og barni. „Eg valdi myndirnar í samræmi við óhefð- bundið sýningarrými og kirkjustað- inn sjálfan," segir Helgi. Fyrsta skýjamynd hans var sýnd á þúsund ára afmæli kristninnar við Oxarárfoss á Þingvöllum. Þar hékk hún á Lögbergi og átti bæði að tákna opna leið upp til himna og leið inn í bergið, tengingu við trú og náttúru. „Drengirnir á mynd- unum eru með vængi og því eðlilegt að fólk líti á þá sem engla. Þeir eru melankólískir á svip, stara útí loftið og við hlið þeirra er ávöxtur," lýsir Helgi. Hann segir hugmyndina í upphafi hafa verið að mála það sem í augum flestra er sakleysislegt en einnig hafði hann mynd eftir Rafael í huga en þar standa börn á skýi og horfa hissa á fólk ráfa um niðrá jörðina. „Fólk sér sjaldan sjálft sig í myndum sem þessum heldur hugs- ar frekar til mannkynssögunnar og þess háttar hluta,“ segir Helgi að Iokum. Flugeldasýning tileinkuð Los Angeles í Kling og Bang HEKLA Dögg Jónsdóttir og Megan Whitmarsh opna í dag sýninguna IS- ANGELES í Kling og Bang galleríi, Laugavegi 23 kl. 17. Megan Whitmarsh er starfandi myndlistarmaður í Los Angeles, en Hekla Dögg starfaði og bjó þar til margra ára. Verk Megan eru strigar Sumartónleikar í Skálholtskirkju 31. starfsár Laugardagur 2. júlí: Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Árni Heimir Ingólfsson fjallar um efnisskrá Carminu Kl. 14:55 Tónlistarsmiðja unga fólksins í Skálholtsskóla Kl. 15:00 Kammerkórinn Carmina: Eins og lilja meðal þyrna Ljóðaljóðin i tónlist endurreisnarinnar Kl. 17:00 Blokkflautukvintettinn Fontanella frá Englandi: The Fruit of Love Verk e. W. Byrd, J. Dowland o.fl. Sunnudagur 3. júli: Kl. 15:00 Fontanella Endurtekin dagskrá frá laugardegi Kl. 17:00 Guðsþjónusta: Dýrfæðingin Drottins vors I úts. Huga Guðmundssonar frumflutt, einnig tónlist af tónleikum helgarinnar www.sumartonleikar.is með ísaumuðum smásenum og upp- stillingum sem sýna snjómenn, álfa, stúlkur, kristalla, ísjaka, kletta o.s.frv. Þau eru unnin sérstaklega íýrir þessa sýningu. Eitt af verkum Heklu Daggar á sýningunni bjó hún sérstaklega til fyrir Los Angeles en þar má að henn- ar sögn ekki skjóta upp flugeldum. Verkið er búið til úr köldum tölvu- skreytingaljósum og hún er einnig með skjávara sem hún varpar upp. „Þetta er eins og flugeldasýning, svo er smáhljóð með,“ segir Hekla Dögg um veridð. Þó að verk þeirra Megan séu gjörólík segir Hekla að viss teng- ing sé á milli þeirra. „Við höfum báð- ar alist upp í tölvuheimi. Myndimar hennar Megan líta svolítið út eins og gamlir tölvuleikir en ég er með ljósin sem notuð em til að skreyta tölvur í dag,“ segir Hekla. Sýningin er til 24. júlí og er opin fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14- 18. Carmina flytur Skálholts gestum himneska tónlist AF LISTUM >1, Vala Ósk Bergsveinsdóttir Þegar ég renndi í hlaðið í Skálholti í vikunni fann ég vel fyrir þeirri einstöku kyrrð sem yfir staðnum ríkir. Það var skýjað og svolítill raki í lofti en stórkostleg orka sem tók á móti mér. Innan úr kirkjunni hljómuðu fagrir tónar frá endurreisnartíma- bili tónlistarsögunnar sem fluttu gesti og gangandi með sér aftur í tímann. Þar var kammerkórinn Carmina við æfingar en kórinn mun hefja Sumartónleika í Skál- holtskirkju þetta árið sem hefjast: í dag. Stjórnandi kórsins, Árni Heimir Ingólfsson, settist niður með mér í kirkjunni og sagði mér frá Carm- inu og hvers vegna tónlist frá end- urreisnartímabilinu er honum dýr- mæt. Carmina var stofnuð fyrir ári og eru tónleikarnir í ár aðeins aðrir tónleikar kórsins frá upphafi. Hugmyndin að stofnun Carminu kom frá Árna Heimi sem hafði kynnst endurreisnartónlistinni vel í Bandaríkjunum þar sem hann var við doktorsnám. „Mig langaði til að setja saman hóp sem starfaði ekki endilega allan ársins hring en myndi eingöngu sinna þessari teg- und tónlistar," segir Árni Heimir. „Kjarni hópsins kemur úr söng- hópnum Grímu ásamt öðru fag- fólki héðan og frá útlöndum. Með- al annarra fengum við til liðs við okkur tvo Englendinga auk ensks raddþjálfara sem ég kynntist á námskeiði í Englandi. Allir í kórn- um voru mjög opnir fyrir þátttöku og mér þykja mikil forréttindi að fá að vinna með þessu fólki.“ • •• Endurreisnartímabil tónlistar- sögunnar spannar árin frá 1420 til loka sextándu aldar og þau verk sem Carmina flytur í dag eru öll samin við texta úr Ljóða- ljóðum Biblíunnar. „Tónskáld end- urreisnarinnar tóku miklu ást- fóstri við þessa texta sem mætti kalla ástarljóð Biblíunnar. Mörg- um á þessum tíma þótti ljóðin nyög djörf og var þá fundin upp sú kristilega allegoríska afsökun að þau fjölluðu um ástina á milli Mar- íu meyjar og kirkjunnar," lýsir Árni Heimir. „Breytingin sem verður frá miðöldum fram á end- urreisnartímann er sú að þá varð tónlistin mun blíðari og er mjög innileg." Fjórtán manns eru í Carminu en aðeins syngja allir saman í einu lagi og segir Árni Heimir hug- Sðnolelkur ellii Itinmas MKHAIi, fliailes SlRflilSí 8 Martin CBAffllA 1 * 1 1 1 * Annie II 11 1 ★ í AnstnrbdS Forsýning fim. 14/7 kl. 19 sæti laus Forsýning fös. 15/7 kl. 19 sæti laus midi.is Frumsýning sun. 17/7 kl. 16 örfá sæti laus 551 4700 & 551 0?0(J Snörurnar og stórhljómsveit í kvöld www.kringlukrain.is Borðapantanir í síma 568 08 78 Morgunblaðið/RAX Kammerkórinn Carmina fyrir utan Skálholtskirkju þar sem hann heldur tónleika í dag. ?Það er eitthvað sér- stakt við endurreisnar- tónlistina, hún er svo upphafin og ég upplifi mikla ró og sálarfrið við hlustun.í myndina á bakvið kórinn vera þá að tveir syngi hverja rödd, aldrei fleiri og aldrei færri. Þetta geri þau því hver lína sé mjög sjálf- stæð. Að sögn Árna Heimis eru ekki margir kórar á Islandi sem sinna þessari tegund tónlistar og enginn sem einbeitir sér eingöngu að henni. Þá eru líka önnur vinnu- brögð sem tíðkast í Carminu en hjá öðrum kórum því þau byrjuðu aðeins að æfa fyrir tónleikana síð- astliðinn mánudag. „Þetta er þrautþjálfað fólk sem hefur æft með bestu kórum landsins. Þau hafa haft nóturnar í nokkra mán- uði og í rauninni æft eins og ein- söngvarar,“ segir hann. Efnisskrá frá endurreisnar- tímabilinu getur að vissu leyti ver- ið mjög einsleit þar sem aðeins er um eitt tímabil að ræða og eitt safn texta. Til að hafa einhverja fjölbreytni í dagskránni valdi Árni Heimir verk frá upphafi endur- reisnarinnar og svo verk frá lok- um tímabilsins. Á tónleikunum í dag, sem bera nafnið Eins og lilja meðal þyrna, munu hljóma verk frá Englandi, Hollandi, Italíu og Spáni, allt frá einradda Gregor- söng til sjöradda mótettu sem fyll- ir kirkjuna af ljúfum tónum. Þá mun Carmina frumflytja út- setningu unga tónskáldsins Huga Guðmundssonar á íslensku verki við ljóð Ólafs Jónssonar úr Dýra- firði, frægs ljóðskálds síns tíma. „Ólafur var samtímamaður þeirra erlendu tónskálda sem við flytjum verk eftir. Það er gaman að því að á sama tíma og tónskáldið Palestr- ina er að semja messu fyrir páfann í Róm þá er íslenskt tónskáld norð- ur í Dýrafirði að yrkja kvæði við Sumarkvöld við orgelið í Þlallgnmskivkju 2. júlí kl. 12.00: Alattias Wagcp, orgcl 3. júlí kl. 20.00: Sænski spunasnillmgumn Mattias Wagcr lcikuc vcrk m.a. cftir Bach, Pai*t og AAozart af fingrum fram Morgunblaðið/RAX Árni Heimir Ingólfsson, stjórnandi Carminu, segir það mikil forrétt- indi að fá að vinna með því fagfólki sem í kórnum er. tónlist,“ útskýrir Árni Heimir. Hugi er eitt af staðartónskáldum Sumartónleikanna í ár en þau eru fimm, þar af íjögur af yngstu kyn- slóð íslenskra tónskálda. • •• ✓ Arni Heimir er ekki kórstjórn- andi að mennt heldur tónlist- arfræðingur. Hann hefur ekki gert mikið af því að stjórna kórum en kom þó að því starfi þegar hann var við nám í Bandaríkjunum og stjórnaði kór háskólanema þar. Hann er þó á þeirri skoðun að tónlistarfræðimenntun komi sér vel við vinnu af þessu tagi. „I þess- ari tónlist er unnið með allt aðra þætti en í kórtónlist seinni tíma. Á endurreisnartímanum voru ákveðnar söngreglur við lýði og ákveðin fræði í kringum þær. Þessar reglur þarf að kunna og fer mikill tími æfinga hjá okkur í að ræða mismunandi aðferðir," út- skýrir hann. Það er augljóst að Árni Heimir ann þessari tegund tónlistar mikið og segir alla tónlist vera í uppá- haldi á meðan hann er að flytja hana. „En það er eitthvað sérstakt við endurreisnartónlistina, hún er svo upphafin og ég upplifi mikla ró og sálarfrið við hlustun. Eg held að ef ég mætti bara velja mér eitthvert eitt tímabil tónlistarsög- unnar til að eiga það sem eftir er þá væri það endurreisnartímabil- ið,“ segir Árni Heimir af mikilli innlifun. Að þessu sögðu var tímabært að leyfa Carminu-kórnum að snúa sér að frekari æfingum og halda aftur í höfuðborgina. Fyrir þá sem ætla í sveitabíltúr í dag er vel hægt að mæla með tón- leikum kammerkórsins Carminu. Eg upplifði mikinn frið og ró þeg- ar ég hlýddi á æfingu kórsins í vikunni auk þess sem nátt- úrukraftur Skálholts tæmir hug- ann og veitir manni innblástur. Það er mikilvægt í erli hversdags- ins. valaosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.