Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 51

Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 51
50 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Blaðið SÍml 46S*3SÓ0 TOM CRUISE MYND EFTIRSTEVEN SPIELBERG bemleiíuaiísi |ashtcii&@Qsffi*S(? Miðasala opnar kl. 13.30 MYND EFTIR STEVEN SPI ELBERG KVIKMYNDIR.IS ÍKTA STO RS LYSAMYN D' Ó.Ö.H. DV „ÍNNRÁSIN ERGIRNILEG SUMARSKEMMTUN, POPPKORNSMYND AF BESTU GERÐ!" -S.V, MBL Bænakallinu svarað TÓNLIST_______ .................. ..... Egilshöll Duran Duran ★★★★☆ Tónleikar með Duran Duran í Egilshöll 30. Júní 2005. Leaves hitaði upp. GUÐI sé lof! Það hafðist. Duran Duran eru búnir að halda tónleika á Islandi. Eitthvað sem við langflest eitísbörnin þráðum heitar en nokkuð annað um miðbik 9. áratugar síðustu aldar, fengum aldrei og þurftum að sætta okkur við Europe. Ókei, sveitin kem- ur kannski heldur seinna en maður hafði vonað, einum tuttugu árum of seint, en þeim mun meiri varð léttirinn. Léttirinn yf- ir því að þessar helstu hetjur heillar kyn- slóðar skuli hafa staðið undir öllum þeim gríðarlegu væntingum sem til hennar voru gerðar - og vel það. Sem er meira en að segja það, ef út í er hugsað. Þeir hefðu svo auðveldlega getað verið glataðir, meiri háttar vonbrigði. Slík var eftirvæntingin; trúlega meiri en út af nokkrum öðrum tón- leikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Hálfgerð histería. Uppsöfnuð spenna. Gamlir aðdáendur með bældar og gjör- samlega útbelgdar vonir, sem svo ósjaldan höfðu lagst á bæn, eða sent Mogganum les- endabréf og grátbeðið Guð og Listahátíð um að halda tónleika í Höllinni með sveit- inni sinni heittelskuðu. Það var reyndar ekki eins og verið væri að renna blint í sjóinn. Við höfðum fengið veður af því að þeir væru algjörlega að gera sig drengirnir, eftir að hafa tekið sam- an höndum á nýjan leik, allir fímm. En að þeir væru í svona glimrandi góðu formi, að skemmta sér og sínum svona vel. Það hafði hreint ekki hvarflað að manni. Reyndar er það nú svo, ef út í er hugsað, að einn helsti styrkur Duran Duran-liða hefur ávallt ver- ið sá að þeir vita upp á hár hvers væri vænst af þeim, hafa aldrei gert sér neinar grillur um hlutverk sitt og sess. Þeir eru fyrst og fremst kyntákn, popphljómsveit fram í fingurgóma. Það var líka það sem boðið var upp á, stórskemmtilega popp- tónleika með goðum sem voru laglega með- vituð um eigið ágæti og kynþokka. Ná- kvæmlega eins og við vildum líka hafa það. Þá vissu þeir vel að liðlega ellefu þúsund áhorfendur voru langflestir komnir til að heyra gömlu góðu lögin. Og það var það sem var í boði. Næstum allir helstu smell- irnir, á færibandi, fluttir af krafti og áhuga allra fimm krókanna, sem klárlega eru að fíla það vel að vera á ný komnir í gamla formið. Ein fimm lög fengu að fljóta með af hinni mjög svo misjöfnu nýju plötu Astro- naut, blessunarlega bestu lögin þó. En þeir eru það klókir, svo miklir skemmtikraftai', að á eftir hverju nýju lagi, sem þeir reyndu á okkur, þá fylgdi gömul perla - eða jafnvel vel valið tökulag á borð við „I Feel Love“ sem fellur að tónlist Duran eins og flís við rass enda voru þeir alltaf undir sterkum áhrifum frá snillingnum Giorgio Moroders - sem kom mannskapnum rækilega til, þannig að svo gott sem engan dauðan punkt var að finna á nær tveggja tíma löngu og stífu prógramminu. Gömlu perlurnar voni líka vel valdar. Og það var merkilegt að heyra að því eldri sem lögin voru því betur virkuðu þau. Þannig er nefnilega að þær línur sem Duran lagði á fyrstu plötunni, nýrómantískt og hrollkalt diskópönkið, virðast höfða sérstaklega sterkt til vinsælla poppsveita nú um mund- ir á borð við The Killers, Scissor Sisters, Hot Hot Heat og The Bravery. Mikil gleði var t.d. að fá að heyra „Careless Memo- ries“ og „Sound of Thunder" af fyrstu plöt- unni, í kröftugum og hráum flutningi, en þau hafa æði oft verið ansi afskipt í laga- safni sveitarinnar. Sama gildir um „The Chauffeur" af Rio, sem kallaði fram laglega gæsahúð, næstum eins mikla og þegar sal- urinn söng einum rómi, Save A Prayer". Auðvitað saknar maður alltaf einhvers, hjá því verður varla komist. „Is There Something I Should Know?“ hefði að ósekju mátt hljóma frekar en millispilið máttlausa „Tiger Tiger“ og Simon LeBon hefði alveg getað látið vera að kynda okkur með „Make Me Smile“, bjóða okkur að velja á milli þess og „Reflex"; bæði ósann- gjarnt og vonlaust val því við vildum auð- vitað heyra bæði! Maður gerír ekki upp á milli barna sinna. Annars var prógrammið næstum algjörlega skothelt. Meira að segja nýju lögin hijómuðu þolanlega í góðum fé- lagsskap hinna gömlu. Simon LeBon, sem er klárlega mesti skemmtikraftur sveit- arinnar, náði fínu sambandi við tónleika- gesti, tók alla helstu frasana og fékk sér líka sundsprett í örmum tónleikagesta; sýndi af sér hreint ótrúlegan þokka með kostulega eggjandi mjaðmahnykkjum og öðrum limamjúkum og taktföstum líkams- burðum - sem einhverjum þótti vera orðnir full gamaldags, en áttu hvað sem tautar og raular fullkomlega vel við. Simon lagði lín- urnar í þessum efnum á 9. áratugnum og hefur engu gleymt, eins og þeir segja stundum. Þeir John eru klárlega stuðbolt- arnir í bandinu, njóta hvað best athygl- innar og kunna líka að rækta hana; eru ótrúlega svalir náungar, poppstjörnur af guðs náð. Hér hefur lítið sem ekkert verið farið út í spilamennskuna, sönginn og leikinn. Skýr- ingin er einföld; það var aukaatriði. Ekki það að þeir hafi ekki skilað sínu, sem þeir gerðu. Léku og sungu Duran-lögin nær al- gjörlega klakklaust og Simon sprakk ekki einu sinni á limminu þótt hann á stundum hafi verið á tæpasta vaði. Málið er nefni- lega að þótt Duran Duran hafi sent frá sér nokkur af frambærilegustu popplögum 9. áratugarins, þá snýst sveitin og fyrirbærið um svo margt annað og miklu meira en tón- listina. Duran Duran hefur og verður aldrei skipuð einhverjum tónlistarsnillingum - sem sýndi sig t.d. á því að í upphit- unarbandinu, hinir frábæru Leaves, eru þegar öllu er á botninn hvolft trúlega fram- bærilegri músíkantar, með innihaldsríkari lög í farteskinu. En ég á bágt með að trúa því að nokkur maður á staðnum hafi verið að pæla í hljóðfæraleik og hinum mjög svo köflótta hljómi í Egilshöllinni. Skítt með slíka smámuni. Duran var á sviðinu! Og enginn pælir í sándinu þegar góð partí- tónlist er í græjunum. Bænum heillar kynslóðar var svarað í Egilshöll á fimmtudag. Langþráður draumur rættist. Og það fullkomlega. Við ykkur hin sem sátuð heima og sáuð þeim bregða fyrir í fréttunum, hristuð hausinn enn og aftur yfir öllu tilstandinu og þessum blessuðu Duran Duran, er aðeins eitt að segja: Þið bara skiljið þetta ekki. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Torfason John Taylor hafði greinilega gaman af því að spila. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 51 ★★★★ Frá leikstjóra Boume Id( SBfittk , JÞrælgóð skemmtun“ f f' y Ó.Ö.H - DV Miðasala opnar kl. 14. Lgft+linn eini rétti | hefur aldrei verið _eins rangur! i Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! I Frábær gamanmynd iem fór beint á toppinn í USffll .issasí Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.2Q-PQWER JENNIFER LOPEZ JANEFONDA KVIKMYNDIR.IS EKTA STORSLYSAMYND" -Ó.Ö.H. DV kutcher INNRASIN ERGIRNILEG SUMARSKEMMTUN. POPPKORNSMYND AF BESTU GERÐ!" | -S.V. MBL jmk wakj. _ p p i S O n r LAYERCAKE TILBOÐ A FYRSTU SYNINGAR DAGSINS - ADEINS 4 ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU Morgunblaðið/ÞÖK Súperstjörnurnar Símon og lærisveinar hans birtust söfnuði sínum í höll- inni og svöruðu loksins bænakallinu. Bestu tón- leikarnir Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarjn@mbl.is MEÐLIMIR Duran Duran voru ekki síður sáttir við tónleikana í Egilshöll á fimmtudagskvöldið en gestirnir. „Eins og Simon sagði - ég veit að það hljómar fyrirsjáanlega en ég verð að segja þér það af því það er satt, þetta er langbestu tónleikarnir okkar á túrnum,“ segir Kári Sturlu- son tónleikahaldari af samtali sínu og Simons LeBon, söngvara sveit- arinnar, eftir túnleikana. Duran-liðar sögðu jafnframt að straumarnir milli meðlima hefðu- ekki fyrr á ferðalaginu verið jafn- rafmagnaðir og á sviðinu í fyrra- kvöld. Þetta var vel greinanlegt úr salnum, þarna small eitthvað saman og ekki síst var samspil Johns Tayl- or og Simon LeBon skemmtilegt. Kári segir að hljómsveitar- meðlimir hafi farið úr Egilshöll í partý til Bödda klippara niðri í miðbæ en hluti sveitarinnar hafði LAUGARÁS farið í klippingu til hans. „Þeir skemmtu sér konunglega fram á morgun. Siðan vöknuðu þeir þreytt- ir og sælir rétt fyrir tíu og lögðu af stað út í þotu sem flutti þá til Róm- ar,“ sagði Kári. Skipuleggjandi tónleikaferðar Duran Duran hrúsaði jafhframt í há- stert skipulagningu tónleikanna, að sögn Kára. „Hann segist hafa átt af- slappaðan dag því séð hafi verið fyr- ir öllu.“ Kári er sæll með þessa góðu byrjun á Reykjavík Rocks en hátíðin heldur áfram með tónleikum Foo Fighters, Queens of the Stone Age og Mínus í EgilshöII á þriðjudaginn. Duran Duran á tvenna tónleika eftir áþessu tónleikaferðalagi en sveitin spilar á Live 8 og Hróars- keldu í dag. Morgunblaðið/Árni Torfason Rafmagnaðir vinastraumar voru á milli Johns Taylor og Símons LeBon. arsdóf+' ^ e,n8T,'mss°n. Dajrnr JfrgunbIa*<VÞÖK “*■*“■*■ ^SSÍSÍS^ Morgunblaðið/Árni Torfason Gítarhetjan Andy Taylor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.