Úrval - 01.12.1974, Side 4

Úrval - 01.12.1974, Side 4
2 ÚRVAL Við skulum hefja skopið að þessu sinni með því að birta í heilu lagi sögu, sem fyrir einhver mistök kom í tvennu lagi í tveimur síðustu heft- um — með afturpartinn á undan. í heilu lagi er sagan svona: Unga, nýgifta konan hafði verið miður sín mánuðum saman. Alls konar taugatruflun og slappleiki hafði hrjáð hana og heimilislækn- inum hafði ekki tekist að hjálpa henni, þrátt fyrir góðan vilja og marga lyfseðla. Svo varð konan ófrísk, og það var sem við mann- inn mælt, að um leið hurfu alli: kvillar og krankleiki. Hún gat ekki stillt sig um að aegja grannkonunnö sjö barna móður, hvernig komið var. „Ójá, elskan mín,“ sagði konan. „Það er eins og ég hef alltaf sagt. Þessir blessaðir læknar geta ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir ausa í mann pillum og mixtúrum, en ég skal segja þér eins og er, að huggu- legt, heimilislegt dund getur yfir- leitt læknað alla kvensjúkdóma — á byrjunarstigi." ★ Sjúklingurinn á geðsjúkrahúsinu hallaði sér út um glugga á stofu sinni, og sá hvar garðyrkjumaður kom með mykju í hjólbörum. „Hæ manni,“ kallaði hann. „Hvað ætlar þú að gera við þennan skít.“ ,.Ég ætla að láta hann á jarðar- berin,“ sagði garðyrkjumaðurinn. „Iss,“ sagði sá í glugganum. „Við látum nú rjóma á okkar, en erum samt sagðir vitlausir!“ ★ Tveir sjúklingar á geðsjúkrahús- inu fengu hamar og nagla að gjöf. Annar hélt naglanum með hausinn að veggnum, en hinn barði á odd- inn með hamrinum. Eftir stundar- korn sagði sá, sem naglanum hélt: „Fuglinn, sem bjó til þennan nagla, hefur verið eitthvað klikk- aður. Hann hefur sett oddinn á vitlausan enda.“ Þá hætti hinn að banga, hugsaði málið um hríð en hló svo dátt. „Nei, nei, góði,“ sagði hann svo. „Það ert þú sem ert vitlaus. Sérðu ekki að þessi nagli gengur að veggnum á móti,“ ★ Mjög hrumur maður kom á sjúkrahús til rannsóknar. Það duld- ist engum, að þessi maður myndi innan tíðar safnast til feðra sinna, en að lokinni rannsókn orðaði læknirinn niðurstöðu sína mjög svo varlega: „Eftir því, sem við best fáum séð, er ekkert líffæri alvarlega sjúkt,“ sagði hann. „Guði sé lof,“ sagði þá sjúkling- urinn. „Þá dey ég heilbrigður."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.