Úrval - 01.12.1974, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
Við skulum hefja skopið að þessu
sinni með því að birta í heilu lagi
sögu, sem fyrir einhver mistök kom
í tvennu lagi í tveimur síðustu heft-
um — með afturpartinn á undan.
í heilu lagi er sagan svona:
Unga, nýgifta konan hafði verið
miður sín mánuðum saman. Alls
konar taugatruflun og slappleiki
hafði hrjáð hana og heimilislækn-
inum hafði ekki tekist að hjálpa
henni, þrátt fyrir góðan vilja og
marga lyfseðla. Svo varð konan
ófrísk, og það var sem við mann-
inn mælt, að um leið hurfu alli:
kvillar og krankleiki. Hún gat ekki
stillt sig um að aegja grannkonunnö
sjö barna móður, hvernig komið
var.
„Ójá, elskan mín,“ sagði konan.
„Það er eins og ég hef alltaf sagt.
Þessir blessaðir læknar geta ekki
nokkurn skapaðan hlut. Þeir ausa í
mann pillum og mixtúrum, en ég
skal segja þér eins og er, að huggu-
legt, heimilislegt dund getur yfir-
leitt læknað alla kvensjúkdóma —
á byrjunarstigi."
★
Sjúklingurinn á geðsjúkrahúsinu
hallaði sér út um glugga á stofu
sinni, og sá hvar garðyrkjumaður
kom með mykju í hjólbörum. „Hæ
manni,“ kallaði hann. „Hvað ætlar
þú að gera við þennan skít.“
,.Ég ætla að láta hann á jarðar-
berin,“ sagði garðyrkjumaðurinn.
„Iss,“ sagði sá í glugganum. „Við
látum nú rjóma á okkar, en erum
samt sagðir vitlausir!“
★
Tveir sjúklingar á geðsjúkrahús-
inu fengu hamar og nagla að gjöf.
Annar hélt naglanum með hausinn
að veggnum, en hinn barði á odd-
inn með hamrinum. Eftir stundar-
korn sagði sá, sem naglanum hélt:
„Fuglinn, sem bjó til þennan
nagla, hefur verið eitthvað klikk-
aður. Hann hefur sett oddinn á
vitlausan enda.“
Þá hætti hinn að banga, hugsaði
málið um hríð en hló svo dátt.
„Nei, nei, góði,“ sagði hann svo.
„Það ert þú sem ert vitlaus. Sérðu
ekki að þessi nagli gengur að
veggnum á móti,“
★
Mjög hrumur maður kom á
sjúkrahús til rannsóknar. Það duld-
ist engum, að þessi maður myndi
innan tíðar safnast til feðra sinna,
en að lokinni rannsókn orðaði
læknirinn niðurstöðu sína mjög svo
varlega:
„Eftir því, sem við best fáum
séð, er ekkert líffæri alvarlega
sjúkt,“ sagði hann.
„Guði sé lof,“ sagði þá sjúkling-
urinn. „Þá dey ég heilbrigður."