Úrval - 01.12.1974, Side 26
24
ÚRVAL
sem flúðu til Indlands eftir innrás
kínverja og komu þangað 1960 og
1964, svo og suður-víetnömsk börn,
sem bættust við 1972.
Smám saman hafa börn frá fá-
tækum eða uppleystum heimilum
víðs vegar í Evrópu tekið við af
börnum, sem orðið hafa heimilis-
lausir munaðarleysingjar af stríðs-
orsökum. Einnig eru þar börn frá
vanþróuðum löndum eins og Túnis
og Indlandi. Nú búa í þrettán hús-
um Pestalozzi-bæjarins um tvö
hundruð börn frá ellefu þjóðum.
Síðan staðnum var komið á fót hafa
yfir þúsund yfirgefin og fátæk börn
frá fimmtíu löndum alist þar upp
á tryggu heimili — eftir fyrirmynd,
sem lögð var af hinum fræga sviss-
neska uppeldisfræðingi, Johann
Heinrich Pestalozzi (1746—1827),
en barnaborgin er nefnd eftir hon-
um.
Meira en þrír fjórðu hlutar þeirra
barna, sem alast upp í Trogen, snúa
aftur til upprunalands síns, finna
þar vinnu og stofna heimili. Til
þess að koma í veg fyrir, að þau
fái menningaráfall, þegar þau snúa
heim, hefur hver þjóð sitt eigið
litla hús í barnaborginni og býr þar
eins og fjölskylda undir leiðsögn
„foreldrapars" frá heimalandi sínu.
Þau halda þjóðhátíðardaga lands-
ins hátíðlega, innrétta húsin að
landsins sið, syngja söngva þess og
lesa bækur þess. Einu sinni í mán-
uði læra þau að búa til þjóðarrétti
sína — já, í húsi víetnamanna sýnir
frú Bien stúlkunum sínum, hvern-
ig þær eiga að búa til víetnamskan
mat, einu sinni í viku.
Þótt meginhluti menntunarinnar
fari fram á þjóðtungunni og sé í
höndum foreldra hússins — annað
þeirra verður að hafa kennara-
menntun — veltast börnin þegar
frá upphafi í hafsjó annarra menn-
inga og mála. Hin mismunandi
,,þjóðerni“ taka þátt í sameigin-
legri kennslu á þýsku, sem er hið
opinbera mál barnaborgarinnar, og'
þau koma einnig saman í leikfimi
og handavinnu og til alls konar
verklegrar menntunar og afþrey-
ingar. Þegar kemur hærra upp í
menntunarstigann, fer öll kennslan
fram í alþjóðlegum hópum.
Þess vegna hafa þeir, sem eytt
hafa bernsku sinni hér, ekki að-
eins fengið hagnýta menntun, held-
ur finna þau, að þau eru líka Um-
burðarlyndari gagnvart öðru fólki,
siðum og þjóðum en börn yfirleitt.
„Ég held, að það að búa í alþjóð-
legu umhverfi, sé besta vopnið í