Úrval - 01.04.1976, Side 3

Úrval - 01.04.1976, Side 3
1 4. hefti 35. ár Úrvai Apríl 1976 Eftir eftirminnilegan vertu virðist loks vera komið vor, þegar þessar línur eru ritaðar. Hér á suðvesturhorninu hafa úrkomur verið til muna meiri en oftast endranær, snjókoma og illveður meiri en þá rekur minni til um langan aldur, sem þar hafa lengstum dvalið. Nyrðra hafa náttúruhamfarir gert garðinn frægan og í þeim byggðarlögum, sem harðast urðu fyrir barðinu á því, verður um ófyrir- sjáanlega framtíð eitt og annað til að minna á þennan vetur. Eitt af því, sem gert hefur hraustmennum gramt í geði er það, að skólamenn hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki etja börnum að nauðsynjalausu út í tvísýnt veður. Hraustmennin hafa jafnan vitnað til þess, hvað þau urðu að gera, þegar þau voru ung, og ,,em ek þó svo gamall sem á grönum má sjá,” hefur jafnan mátt skynja í máli þeirra. Eflaust á þetta mál þó tvær hliðar eins og flest önnur, og vafalaust hefðu flest börnin, sem fengu frí samtals tvisvar eða þrisvar sinnum í vetur sloppið frá óveðrinu með lífi. En ef eitt hefði týnst? Hvaða hljóð hefði þá verið í strokknum? Hver hefði þá borið ábyrgðina? En látum hér staðar numið í þessari umræðu, sem í sjálfu sér er þó fróðleg og nauðsynleg. I bili er meira um vert að það er að koma sumar, og að aprílhefti Úrvals er nú komið út. Vonandi fær það jafn góðar móttökur nú og síðast, en þess má kannski geta í leiðinni, að marsheftið seldist upp hjá afgreiðslunni aðeins viku eftir að það kom út! Kitstj. Forsíðan: Á kápunni skartar að þessu sinni kirkja, sem ekki er algengt að sjá myndir af. Hún er þó stærri en margar kirkjur, sem meira eru sóttar, og stendur á sérkennilegum og fallegum stað. Aðeins einn maður á þó lögheimili í sókninni og hann er ekki lærður til prests, hefur víst ekki einu sinni djáknavígslu — þetta er kirkjan í Flatey á Skjálfanda. Ljósm. Á. G.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.