Úrval - 01.04.1976, Page 3
1
4. hefti
35. ár
Úrvai
Apríl
1976
Eftir eftirminnilegan vertu virðist loks vera komið vor, þegar þessar línur eru
ritaðar. Hér á suðvesturhorninu hafa úrkomur verið til muna meiri en oftast
endranær, snjókoma og illveður meiri en þá rekur minni til um langan aldur,
sem þar hafa lengstum dvalið. Nyrðra hafa náttúruhamfarir gert garðinn frægan
og í þeim byggðarlögum, sem harðast urðu fyrir barðinu á því, verður um ófyrir-
sjáanlega framtíð eitt og annað til að minna á þennan vetur.
Eitt af því, sem gert hefur hraustmennum gramt í geði er það, að
skólamenn hafa viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki etja börnum að
nauðsynjalausu út í tvísýnt veður. Hraustmennin hafa jafnan vitnað til þess,
hvað þau urðu að gera, þegar þau voru ung, og ,,em ek þó svo gamall sem á
grönum má sjá,” hefur jafnan mátt skynja í máli þeirra. Eflaust á þetta mál
þó tvær hliðar eins og flest önnur, og vafalaust hefðu flest börnin, sem fengu
frí samtals tvisvar eða þrisvar sinnum í vetur sloppið frá óveðrinu með lífi. En
ef eitt hefði týnst? Hvaða hljóð hefði þá verið í strokknum? Hver hefði þá
borið ábyrgðina?
En látum hér staðar numið í þessari umræðu, sem í sjálfu sér er þó fróðleg
og nauðsynleg. I bili er meira um vert að það er að koma sumar, og að
aprílhefti Úrvals er nú komið út. Vonandi fær það jafn góðar móttökur nú og
síðast, en þess má kannski geta í leiðinni, að marsheftið seldist upp hjá
afgreiðslunni aðeins viku eftir að það kom út!
Kitstj.
Forsíðan:
Á kápunni skartar að þessu sinni kirkja, sem ekki er algengt að sjá myndir
af. Hún er þó stærri en margar kirkjur, sem meira eru sóttar, og stendur á
sérkennilegum og fallegum stað. Aðeins einn maður á þó lögheimili í
sókninni og hann er ekki lærður til prests, hefur víst ekki einu sinni
djáknavígslu — þetta er kirkjan í Flatey á Skjálfanda. Ljósm. Á. G.