Úrval - 01.04.1976, Page 6

Úrval - 01.04.1976, Page 6
4 ÚRVAL stöðu til þess í Sædýrasafninu að fylgjast með fósturþroska fiskanna og fór í þeim tilgangi með þátunum út, náði í svil og hrogn og kom klakinu af stað.” Sagði Eyjólfur að undirstaða könn- unar hans beindist að því hver skilyrði fiskseiðið hefði fyrstu dagana eftir klakið á meðan það væri að nærast á fæðunni sem í kviðpoka þess er. Síðan tekur við tæplega eins mánaðar tímabil, sem seiðið verður að leita sér að fæðu sjálft, þar til stökkbreytingin verður og seiðið getur bjargað sér. ,,Það tímabil virðist vera fiskstofn- inum hvað hættulegast,” sagði Eyj- ólfur ennfremur. ,,Þar veltur á ýmsu. Fæða getur verið lítil og drepst þá fjöldinn allur af fiskseiðum.” Af framangreindu sagði Eyjólfur að ráða mætti að hrognafjöldinn í hafinu réði ekki um hvernig til tækist með uppeldi fiskstofnanna. Fram hefðu komið hugmyndir um að nóg væri að kreista saman hrogn og svil í tunnu um borð í bátunum og henda í sjóinn en það taldi hann ekki tryggja að seiðin héldu lífi, eins og fram hefur komið. „Okkur er orðið nauðsynlegt að tryggja sæmilegan hrygningarstofn og að hann komist á legg,” sagði Eyjólfur, ,,við verðum að komast af þessu veiðimannastigi.” Það hlægilega við framkvæmd þessarar hugmyndar sinnar sagði Eyjólfur vera, hversu einfalt og ódýrt það væri að hrinda henni í fram- kvæmd. Það ætti ekki að kosta stórar upphæðir að koma á fót tveim eða fleiri klakstöðvum í Vestmannaeyjum og á Reykjanesskaga, en þar eru skilyrðin hvað best að dómi Eyjólfs, fyrst og fremst vegna þess að þar er hægt að fá salt og hreint vatn upp úr borholum. Sagði hann vatnið sums staðar vera svo hreint, að það væri sem dauðhreinsað, sem þýddi að í því væru auðvitað engir sýklar. Margir hafa rætt um aðra hug- mynd um uppeldi á fiskstofnum umhverfis ísland, sem sé að loka fjörðum og gefa fiskinum. ,,Það er náttúrlega hægt,” sagði Eyjólfur. ,,En ég er hræddur um að slíkt borgi sig aldrei. Þorskfiskurinn er ekki það dýr fiskur, — það borgar sig betur að kaupa tíu kíló af loðnu til þess af fá út eitt kíló af laxi.” Sagði Eyjólfur ennfremur að ekki vildi hann fara út í þetta fyrr en hann hefði fengið tækifæri til þess að kanna hrygningu í sjó betur og taldi að hugmyndir sínar yrðu varla um- ræðuhæfar fyrr en að þrem til fjórum árum liðnum, er hann hefði lokið þeim rannsóknum. ,,Við erum að verða búnir að gjörnýta fiskistofnana hér við land, eins og margoft hefur komið fram,” sagði Eyjólfur. ,,Við verðum því að taka stjórn fiskstofnanna í okkar hendur.” ★
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.