Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
stöðu til þess í Sædýrasafninu að
fylgjast með fósturþroska fiskanna og
fór í þeim tilgangi með þátunum út,
náði í svil og hrogn og kom klakinu
af stað.”
Sagði Eyjólfur að undirstaða könn-
unar hans beindist að því hver
skilyrði fiskseiðið hefði fyrstu dagana
eftir klakið á meðan það væri að
nærast á fæðunni sem í kviðpoka þess
er. Síðan tekur við tæplega eins
mánaðar tímabil, sem seiðið verður
að leita sér að fæðu sjálft, þar til
stökkbreytingin verður og seiðið
getur bjargað sér.
,,Það tímabil virðist vera fiskstofn-
inum hvað hættulegast,” sagði Eyj-
ólfur ennfremur. ,,Þar veltur á
ýmsu. Fæða getur verið lítil og drepst
þá fjöldinn allur af fiskseiðum.”
Af framangreindu sagði Eyjólfur
að ráða mætti að hrognafjöldinn í
hafinu réði ekki um hvernig til tækist
með uppeldi fiskstofnanna. Fram
hefðu komið hugmyndir um að nóg
væri að kreista saman hrogn og svil í
tunnu um borð í bátunum og henda
í sjóinn en það taldi hann ekki
tryggja að seiðin héldu lífi, eins og
fram hefur komið.
„Okkur er orðið nauðsynlegt að
tryggja sæmilegan hrygningarstofn
og að hann komist á legg,” sagði
Eyjólfur, ,,við verðum að komast af
þessu veiðimannastigi.”
Það hlægilega við framkvæmd
þessarar hugmyndar sinnar sagði
Eyjólfur vera, hversu einfalt og ódýrt
það væri að hrinda henni í fram-
kvæmd. Það ætti ekki að kosta stórar
upphæðir að koma á fót tveim eða
fleiri klakstöðvum í Vestmannaeyjum
og á Reykjanesskaga, en þar eru
skilyrðin hvað best að dómi Eyjólfs,
fyrst og fremst vegna þess að þar er
hægt að fá salt og hreint vatn upp úr
borholum. Sagði hann vatnið sums
staðar vera svo hreint, að það væri
sem dauðhreinsað, sem þýddi að í því
væru auðvitað engir sýklar.
Margir hafa rætt um aðra hug-
mynd um uppeldi á fiskstofnum
umhverfis ísland, sem sé að loka
fjörðum og gefa fiskinum.
,,Það er náttúrlega hægt,” sagði
Eyjólfur. ,,En ég er hræddur um að
slíkt borgi sig aldrei. Þorskfiskurinn
er ekki það dýr fiskur, — það borgar
sig betur að kaupa tíu kíló af loðnu
til þess af fá út eitt kíló af laxi.”
Sagði Eyjólfur ennfremur að ekki
vildi hann fara út í þetta fyrr en hann
hefði fengið tækifæri til þess að
kanna hrygningu í sjó betur og taldi
að hugmyndir sínar yrðu varla um-
ræðuhæfar fyrr en að þrem til fjórum
árum liðnum, er hann hefði lokið
þeim rannsóknum.
,,Við erum að verða búnir að
gjörnýta fiskistofnana hér við land,
eins og margoft hefur komið fram,”
sagði Eyjólfur. ,,Við verðum því að
taka stjórn fiskstofnanna í okkar
hendur.”
★