Úrval - 01.04.1976, Page 7
5
^Böthiii
okkar
Við vorum að fara í fermingar-
veislu hjá mágkonu minni úti á
landi, rösklega sex hundruð kíló-
metra frá Reykjavík. Hún hafði beðið
okkur að útvega vönd af hvítum
neilikkum, sem fengust ekki þar um
slóðir. Vöndinn fékk ég nýjan og
ferskan hjá garðyrkjumanni, sem ég
þekki, og alla leiðina á staðinn
gættum við hans alveg sérstaklega,
þar sem hann lá ofan á farangri okkar
í bílnum.
Þegar á áfangastað kom, var
fjögurra ára dóttur okkar fengið það
ábyrgðamikla hlutverk að halda á
vendinum úr bílnum inn í hús. Hún
tók hann mjög varlega, og renndi sér
með hann út úr bílnum, án þess
hann kæmi nokkurs staðar við. En í
því bar að ærslafenginn hundhvolp,
og slíkum óargadýrum var sú stutta
ekki vön. Þótti henni nú einsýnt, að
grípa þyrfti til róttækra ráðstafana, ef
henni ætti að auðnast að verða eldri.
Eldsnöggt greip hún báðum höndum
um vöndinn og greiddi seppa vænan
pústur svo hann hentist til.
Af átta nellikkum voru tvær eftir
fermingarfærar.
S.I.H.
★ ★ ★
Það verður að segjast eins og er, að
einn minna ágætu sona er ekkert
sérstaklega gefínn fyrir tiltekt, en það
gæti að vísu staðið til bóta, þar sem
hann er nú bara á sjötta árinu. A
dögunum ætlaði ég þó ekki að gefa
mig með það, að hann lagaði til eftir
sig inni í stofu, þar sem hann hafði
rúllað upp teppisbleðli og ýtt til
stólum. Ekki var hann fljótur til,
blessaður, og þegar ég var alveg að
missaþolinmæðina, kallaði ég höstug
til hans:
— Ég skal gefa þér eitt tækifæri
enn, og ef...
Meira sagði ég ekki, en snéri mér að
einhverju öðru. Allt í einu varð ég vör
við piltinn, þar sem hann stóð ansi
mikilúðlegur á svip til hliðar við mig
með framrétta hönd og lófann upp.
— Hvar er þar? spurði hann.
— Hvar er hvað?
— Nú, tækifærið, þú sagðist ætla
að gefa mér tækifæri.
C.H.
500 krónurnar fœr að þessu sinni
saga S.I.H.