Úrval - 01.04.1976, Side 20

Úrval - 01.04.1976, Side 20
18 URVAL brigðileika, og hvaða áhrif hefur hann? Hver fruma líkamans hefur full- komið kerfi upplýsinga, sem komið er í meginflokka, sem kallast litn- ningar. Tveir þessara litninga (sem kallast kynlitningar) ráða kynferði mannsins. Báðir draga nafn af útliti sínu; sá stærri er einna líkastur stafnum X og kallast því X litningur, en sá minni er líkastur Y og kallast Y litningur. Y litningurinn kemur frá föðurnum og ákveður hvort barnið verður drengur eða ekki. Venjuleg röðun litninga í sveinbarni er því XY (í meybarni XX). Þegar fruma skiptist á eðlilegan hátt, skipta allir litningarnir sér, þar með taldir kynlitningarnir, þannig að nýja fruman fær allar nauðsynlegar erfðaupplýsingar. Þessi skipting er töluvert flókin út af fyrir sig, svo það er ekki að undra, þótt stundum skolist eitthvað til, og það gerir það raunar þó nokkuð oft. Áætlað er, að við einn af hverjum tuttugu getnuð- um eigi einhvers konar litningarugl- ingur sér stað. í flestum slíkum tilvikum endar sú þungun með fósturláti, en stundum tekst fóstrinu að lifa og verða að barni. Eitt af hverjum hundrað lifandi fæddum börnum hefur annað hvort of fáa eða of marga litninga. Eins og vonlegt er, hafa slík meiri háttar mistök næstum alltaf alvarlegar afleiðingar. Kynlaus aukalitningur ber til dæmis (þrátt fyrir eðiilega samsetningu kynlitn- inga, XY eða XX) ábyrgð á þvl, að barnið verður mongóliti. Algengasti eiginleiki, sem reynst hefur sameiginlegur með XYY mönnum er það, hve þeir eru óvenjulega hávaxnir. Þeir em oft kringum 190 sentimetrar — en ekki alltaf. Onnur líkamleg einkenni em breytilegri. Sumir hafa að einhverju leyti afbrigðilega beinabyggingu. Margir em iililega bólóttir í andliti og fá bólur og fílapensla mjög ungir, sumir em eins og aðrir hvað þetta snertir. Það mætti kannski draga þá ályktun, að ef Y litningur sé það, sem ákveður að einstaklingurinn sé karlkyns, hljóti tvöfaldur sammtur af Y litningum að tvöfalda karlkyns- einkennin. En eins og venjulega er náttúran ekki eins einföld og við vildum kannski hafa hana. Það væri svo sem fyrirgefanlegt að gera því skóna, að maður með tvöfaldan skammt af Y litningum hefði óvenju- mikið af karlhormónum, sem gæti aftur á móti skýrt að minnsta kosti hluta af óvenjulegri árásarhneigð. Rannsóknir á karlhormóninu test- osterone hafa á hinn bóginn gefið margvíslegar niðurstöður, og það verður ekki séð á þessari stundu að hægt sé að draga þá ályktun að testosteronemagnið sé yfirleitt annað í XYY mönnum en XY mönnum. Ein ástæðan ersú, að tiltölulega fáir XYY menn hafa verið rannsakaðir. Önnur ástæða er sú, að við höfum ekki einu sinni glögga hugmynd um,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.