Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 20
18
URVAL
brigðileika, og hvaða áhrif hefur
hann?
Hver fruma líkamans hefur full-
komið kerfi upplýsinga, sem komið
er í meginflokka, sem kallast litn-
ningar. Tveir þessara litninga (sem
kallast kynlitningar) ráða kynferði
mannsins. Báðir draga nafn af útliti
sínu; sá stærri er einna líkastur
stafnum X og kallast því X litningur,
en sá minni er líkastur Y og kallast Y
litningur. Y litningurinn kemur frá
föðurnum og ákveður hvort barnið
verður drengur eða ekki. Venjuleg
röðun litninga í sveinbarni er því XY
(í meybarni XX).
Þegar fruma skiptist á eðlilegan
hátt, skipta allir litningarnir sér, þar
með taldir kynlitningarnir, þannig að
nýja fruman fær allar nauðsynlegar
erfðaupplýsingar. Þessi skipting er
töluvert flókin út af fyrir sig, svo það
er ekki að undra, þótt stundum
skolist eitthvað til, og það gerir það
raunar þó nokkuð oft. Áætlað er, að
við einn af hverjum tuttugu getnuð-
um eigi einhvers konar litningarugl-
ingur sér stað. í flestum slíkum
tilvikum endar sú þungun með
fósturláti, en stundum tekst fóstrinu
að lifa og verða að barni. Eitt af
hverjum hundrað lifandi fæddum
börnum hefur annað hvort of fáa eða
of marga litninga. Eins og vonlegt er,
hafa slík meiri háttar mistök næstum
alltaf alvarlegar afleiðingar. Kynlaus
aukalitningur ber til dæmis (þrátt
fyrir eðiilega samsetningu kynlitn-
inga, XY eða XX) ábyrgð á þvl, að
barnið verður mongóliti.
Algengasti eiginleiki, sem reynst
hefur sameiginlegur með XYY
mönnum er það, hve þeir eru
óvenjulega hávaxnir. Þeir em oft
kringum 190 sentimetrar — en ekki
alltaf. Onnur líkamleg einkenni em
breytilegri. Sumir hafa að einhverju
leyti afbrigðilega beinabyggingu.
Margir em iililega bólóttir í andliti og
fá bólur og fílapensla mjög ungir,
sumir em eins og aðrir hvað þetta
snertir.
Það mætti kannski draga þá
ályktun, að ef Y litningur sé það,
sem ákveður að einstaklingurinn sé
karlkyns, hljóti tvöfaldur sammtur af
Y litningum að tvöfalda karlkyns-
einkennin. En eins og venjulega er
náttúran ekki eins einföld og við
vildum kannski hafa hana. Það væri
svo sem fyrirgefanlegt að gera því
skóna, að maður með tvöfaldan
skammt af Y litningum hefði óvenju-
mikið af karlhormónum, sem gæti
aftur á móti skýrt að minnsta kosti
hluta af óvenjulegri árásarhneigð.
Rannsóknir á karlhormóninu test-
osterone hafa á hinn bóginn gefið
margvíslegar niðurstöður, og það
verður ekki séð á þessari stundu að
hægt sé að draga þá ályktun að
testosteronemagnið sé yfirleitt annað
í XYY mönnum en XY mönnum.
Ein ástæðan ersú, að tiltölulega fáir
XYY menn hafa verið rannsakaðir.
Önnur ástæða er sú, að við höfum
ekki einu sinni glögga hugmynd um,