Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 21
XYY MAÐURINN
19
hvaða áhrif hormón yfirleitt hafa á
hegðun XY manna.
Ef hægt er að segja, að tilraunir til
að kanna líkamleg einkenni, sem
sérkenna XYY menn hafi ekki borið
ýkja mikinn árangur, er óhætt að full-
yrða, að ástandið er enn bágbornara
hvað snertir sálfræði þeirra eða
hegðunareinkenni. Gleggsta dæmið
eru rannsóknir á gáfnavísitölunni. Til
dæmis er enn mikill vafi á ágæti
kanna greindarvísitölu hjá fólki
almennt. Enginn er fullviss um
nákvæmlega hvað gáfnavísitala mæl-
ir, svo það er erfitt að gera sér grein
fyrir hvert gildi mæling gáfnavísi-
tölu yfirleitt hefur. Engu að slður
lagði einn rannsóknarhópur saman
gáfnavísitölu 129 XYY manna, sem
til var í læknaskýrslum, og fékk út
meðaltal rétt undir 88. Meðaltal
almennings er talið vera 100.
Ennfremur reyndust nærri 14%
þessara XYY manna vera undir 69,
sem flokkast undir „vangefið” (bor-
ið saman við minna en 2% almenn-
ings) og ríflega 16% voru á mörkun-
um (samanborið við tæplega 8%
almennings).
Ef af þessu væri dregin ályktun, að
þetta sýni rvo ekki verði um villst að
XYY menn séu oftast treggáfaðir,
væri enn verið að vaða reyk. Næstum
allar þessat mælingar gáfnavísitölu
voru gerðar á mönnum, sem eru á
hælum af einhverri tegund, og þeir
sem eru á hælum hafa almennt lægri
gáfnavísitölu en þeir, sem ekki eru á
hælum, án tillits tii litninga þeirra. í
þeim fáu tilfellum, þar sem gáfna-
vísitala XYY manna hefur verið
borin saman við gáfnavísitölu XY
manna á sömu stofnunum, hefur
hún yfirleitt ekki reynst verulega
lægri.
Rétt er það, að margar rannsóknir
á XYY mönnum á hælum leiða í ljós
áhugaverðan mismun á þeim og
almenningi, en þessi mismunur verð-
ur harla lítill, þegar gerður er
samanburður á XYY og XY innan
sömu stofnunar. í skýrslu einni á
persónuleika segir meðal annars:
,,Þegar XYY menn eru bornir saman
við samanburðarhóp úr sama um-
hverfi, verður ekki fundinn neinn
meiriháttar mismunur á persónu-
leika.” Ennfremur er það víst, að
þótt XYY menn í fangelsum komi
oft úr fátækum lágstéttum og frá
bágbornum heimilum, á þetta engu
síður við um þá XY menn, sem hafna
á sömu stofnunum.
Það leið ekki á löngu, þar til ljóst
varð að ekki er unnt að bera saman
XYY menn á hælum og það sem
vitað er um fólk almennt, og ætlast
til að fá raunhæfa niðurstöðu. Þegar
féll grunur á, að fjöldi XYY manna
væru í umferð án þess að nokkuð bæri
á þeim, rétt eins ogjohn Doe. Hvað
sem segja mátti um skapgerð XYY
manna, sem sátu í fangelsum, var
það fullvíst að XYY fylgdi ekki
óhjákvæmilega afbrotahneigð, eins
og til dæmis mongólismi fylgir sínum
aukalitningi.
Ennfremur höfðu þeir, sem rann-