Úrval - 01.04.1976, Page 24

Úrval - 01.04.1976, Page 24
22 ÚRVAL Spurningar af þessu tagi eiga engu síður við aðrar rannsóknir, sem nú standa yfir, sérstaklega á börnum. XYY er mjög sjaldgæft fyrirbrigði, en sambærilegar rannsóknir eru í gangi á börnum, sem þjást af geðklofa eða illa skilgreindum sjúk- dómslýsingum svo sem minni háttar heilaskemmdum eða óstjórnlegri athafnaþörf. Hundruð barna þjást af þessum afbrigðum. Stærsta siðfræðilega spurningin í sambandi við þessi mál er hvort rannsókn af þessu tagi skuli yfirleitt gerð. Á bandarískri ráðstefnu, sem haldin var í Boston síðast liðið vor um erfðafræði og lög, voru XYY rann- sóknir aðaluppistaðan í óvenju heit- um umræðum. Einn þátttakandinn lét svo um mælt, að andstæðingar rannsóknanna ,,vildu ekki leyfa þær vegna þess, að í fyrsta lagi myndu þær ekki fræða okkur neitt, og í öðru lagi — guð gefi að þær geri það ekki!” Er eitthvað, sem samfélagið er betur sett með að vita ekki? Eru til einhverjar rannsóknir, sem búa ef til vill yfir svo viðurstyggilegum niður- stöðum, að við ættum ekki að hætta á að grafa þær upp? Við, sem nú lifum, höfum lagt þessar spurningar fyrir okkur aftur og aftur, síðan sprengjan féll á Hirosima, en til þessa hefur forvitnin og frelsisþráin alltaf borið hærri hlut frá borði. En samfélagslcgar afleiðingar vísindanna eru orðnar svo gríðarlegar (og aukast mcð degi hverjum), að spurningarnar hljóta að leita aftur á 1 nýju formi, og við getum sennilega aldrei svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. Segjum nú svo, að við komumst að því, að XYY menn eigi í rauninni oftar við hegðunarvanda að glíma en annað fólk, jafvel þótt þeim takist oftast að halda sig réttu megin við lögin. Hvað getum við gert með þá vissu? Og ef við notum hana í tilraun til að afstýra ákveðinni hegðun (svo sem með því að setja slíka menn á hæli á unga aldri), eða ef til vill með því að setja lög um, að allar þungaðar konur skuli undirgangast litninga- próf og öllum XYY fóstrum skuli eytt), hvar eigum við að setja mörkin? Einn þátttakanda á Bostonráð- stefnunni benti á, að ef rannsóknar- nefnd kæmi frá Mars til að rannsaka bandarísk fangelsi, myndi hún þegar í stað veita tvennu athygli: Dökku hörundi og karlkyni. Þetta eru þau erfðafræðileg atriði, sem þar eru langmest áberandi. Þýðir það, að samfélagið ætti að grípa til varnarráð- stafana gagnvart öllum svertingjum og öllum karlmönnum? Það var þannig áreiðanlega ekki nema að hluta til í spaugi, sem lífefnafræðingurinn Michael Mage sagði í bréfi til Scinece fyrir fáeinum mánuðum, að ,,yfirgnæfandi sönn- unargögn i skýrslum” bentu til þess, að hin venjulega litningablanda XY ,,sé tengd helstu samfélagsvandamál- um svo sem ofbcldisglæpum og stríði. Ef við eigum að veita XYY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.