Úrval - 01.04.1976, Side 27
TAUGASTRÍÐ Á TÚNDRUNNI
25
göngulagi, sem úlfar og sléttuúlfar
hafa. Ég nam staðar. Olfurinn hélt
áfram, þar til hann var beint fyrir
framan mig. Þá sneri hann sér við og
leit á mig, eins og hann ætti við
mig eitthvert erindi og hefði komið
gagngert þess vegna.
Mér varð fyrst fyrir að svipast um
eftir öðrum úlfum. Túndran var
trjálaus og mishæðótt. Þess vegna
hafði ég ekki séð hann fyrr; hann
hafði komið upp úr lægð. Þarna stóð
hann, á þessum gríðarlöngu löppum,
og starði á mig. Næsta tré var að
minnsta kosti 150 kílómetra í burtu,
en samt varð mér á að litast um
eftir því. Ég hafði ekkert að verja mig
með annað en hreindýrshorn og
skeiðahníf.
Ég minnti sjálfan mig á, að úlfar
ráðast sjaldan eða aldrei á fólk. En
þarna stóð skepnan, um 50 metra frá
mér, og ég sá, að hárin á herða-
kambinum voru reist — þetta var
skepna, s'em gat drepið mig. Vissi
hann bað?
Ég vissi, að ég mátti ekki sýna ótta.
Ef úlfurinn skynjaði að ég væri
hræddur — ja, þá var ég í kröggum.
Kannski var ég það nú þegar.
Ég veit ekki, hve iengi við horfð-
umst í augu. Kannski tíu sekúndur,
kannski hálfríma. Ég hugsaði eins og
óður maður. Ég gat ekkert flúið,
hvergi falið mig. Ég var röska fímm
kílómetra frá vinnubúðunum. Það
eina, sem ég gat gert, var að reyna að
koma úlfinum í skilning um, að ég
væri ekki skepna sem borgaði sig að
etja kappi við.
Ég ákvað að setja traust mitt á
hreindýrshornið. Það var nógu þykkt
og þungt, og greinarnar á því voru
einir 15—20 sentimetrar. Ef til kast-
anna kæmi ætlaði ég að einbeita mér
að rifjum dýrsins, í von um að geta
keyrt hornið alla leið inn í lungu.
Ég ætlaði að hafa skeiðahnífinn í
vinstri hendi.
Þá byrjaði úlfurinn að luntast í
hringi umhverfis mig.
Ég gleymdi hnífnum.
Ég lagðþ af stað aftur í átt til
búðanna. Úlfurinn nam staðar. Ég
stansaði. Ég sá, að ég var vindmeg-
in við hann. Kannski myndi hann
verða hræddur og hafa sig á brott,
þegar hann fyndi lyktina af mér. Ég
var þó maður, þegar allt kom til alls.
Höfðum við ekki ráðið jörðinni í
þúsundirára? Jú, hugsaði ég, en ekki
með hreindýrshorni. Jafnvel frum-
maðurinn hefði verið betur vopnað-
ur — hann hefði að minnsta kosti
haft spjót.
Úlfurinn fór aftur að hnita hringa.
Ég lagði aftur af stað. Hann stansaði.
Ég stansaði. Úlfurinn var grágulur
og á að giska fiömríu—fimmtíu kíló.
Ég var helmingi þyngri. Samt gat
hann drepið mig. En þetta var gull-
fallegt dýr — og þessir löngu, sterku
og fimu fætur höfðu þróast sérstak-
lega fyrir þetta landslag.
Ég lagði enn af stað, og úlfurinn
líka. Ég neyddi mig til að fara að
hugsa um hreindýrshornið aftur, það
var það eina, sem ég hafði mér til
varnar. Bara ég hefði haft ráðrúm til
að hvessa greinarnar á steini. Þá
hefði ég verið nokkm nær. Þær vom
álíka beittar og borðhnífur.
Úlfurinn stansaði. Ég stansaði. Svo
settist hann andspænis mér. Ég hefði
viljað gefa mikið til að ,Tita, hvað
hann var að hugsa. Hann var ömgg-
lega ekki hræddur, því menn vom
nýlunda í hans heimahögum. Þetta
var of langt frá sjó til þess að
eskimóar ættu hingað erindi. Og of
langt norður fyrir aþapska indlánana.
Eg ákvað að eiga næsta leik.