Úrval - 01.04.1976, Síða 27

Úrval - 01.04.1976, Síða 27
TAUGASTRÍÐ Á TÚNDRUNNI 25 göngulagi, sem úlfar og sléttuúlfar hafa. Ég nam staðar. Olfurinn hélt áfram, þar til hann var beint fyrir framan mig. Þá sneri hann sér við og leit á mig, eins og hann ætti við mig eitthvert erindi og hefði komið gagngert þess vegna. Mér varð fyrst fyrir að svipast um eftir öðrum úlfum. Túndran var trjálaus og mishæðótt. Þess vegna hafði ég ekki séð hann fyrr; hann hafði komið upp úr lægð. Þarna stóð hann, á þessum gríðarlöngu löppum, og starði á mig. Næsta tré var að minnsta kosti 150 kílómetra í burtu, en samt varð mér á að litast um eftir því. Ég hafði ekkert að verja mig með annað en hreindýrshorn og skeiðahníf. Ég minnti sjálfan mig á, að úlfar ráðast sjaldan eða aldrei á fólk. En þarna stóð skepnan, um 50 metra frá mér, og ég sá, að hárin á herða- kambinum voru reist — þetta var skepna, s'em gat drepið mig. Vissi hann bað? Ég vissi, að ég mátti ekki sýna ótta. Ef úlfurinn skynjaði að ég væri hræddur — ja, þá var ég í kröggum. Kannski var ég það nú þegar. Ég veit ekki, hve iengi við horfð- umst í augu. Kannski tíu sekúndur, kannski hálfríma. Ég hugsaði eins og óður maður. Ég gat ekkert flúið, hvergi falið mig. Ég var röska fímm kílómetra frá vinnubúðunum. Það eina, sem ég gat gert, var að reyna að koma úlfinum í skilning um, að ég væri ekki skepna sem borgaði sig að etja kappi við. Ég ákvað að setja traust mitt á hreindýrshornið. Það var nógu þykkt og þungt, og greinarnar á því voru einir 15—20 sentimetrar. Ef til kast- anna kæmi ætlaði ég að einbeita mér að rifjum dýrsins, í von um að geta keyrt hornið alla leið inn í lungu. Ég ætlaði að hafa skeiðahnífinn í vinstri hendi. Þá byrjaði úlfurinn að luntast í hringi umhverfis mig. Ég gleymdi hnífnum. Ég lagðþ af stað aftur í átt til búðanna. Úlfurinn nam staðar. Ég stansaði. Ég sá, að ég var vindmeg- in við hann. Kannski myndi hann verða hræddur og hafa sig á brott, þegar hann fyndi lyktina af mér. Ég var þó maður, þegar allt kom til alls. Höfðum við ekki ráðið jörðinni í þúsundirára? Jú, hugsaði ég, en ekki með hreindýrshorni. Jafnvel frum- maðurinn hefði verið betur vopnað- ur — hann hefði að minnsta kosti haft spjót. Úlfurinn fór aftur að hnita hringa. Ég lagði aftur af stað. Hann stansaði. Ég stansaði. Úlfurinn var grágulur og á að giska fiömríu—fimmtíu kíló. Ég var helmingi þyngri. Samt gat hann drepið mig. En þetta var gull- fallegt dýr — og þessir löngu, sterku og fimu fætur höfðu þróast sérstak- lega fyrir þetta landslag. Ég lagði enn af stað, og úlfurinn líka. Ég neyddi mig til að fara að hugsa um hreindýrshornið aftur, það var það eina, sem ég hafði mér til varnar. Bara ég hefði haft ráðrúm til að hvessa greinarnar á steini. Þá hefði ég verið nokkm nær. Þær vom álíka beittar og borðhnífur. Úlfurinn stansaði. Ég stansaði. Svo settist hann andspænis mér. Ég hefði viljað gefa mikið til að ,Tita, hvað hann var að hugsa. Hann var ömgg- lega ekki hræddur, því menn vom nýlunda í hans heimahögum. Þetta var of langt frá sjó til þess að eskimóar ættu hingað erindi. Og of langt norður fyrir aþapska indlánana. Eg ákvað að eiga næsta leik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.