Úrval - 01.04.1976, Síða 32
30 ÚRVAL
12. Keyptu kjöt í sláturtíðinni.
Kindakjöt og slátur er ódýrast á
haustin, þá er best að birgja sig upp
eins og tök eru á. Aðrar kjöttegundir
er ekkert betra að kaupa á haustin hjá
okkur. Nú eiga margir frystikistur.,
Þær eru nokkuð dýrar í innkaupi, en
ekki rekstri. Þú sparar talsvert á því
að kaupa kjöt í heilum skrokkum, en
kannski er ekki minni sparnaður að
því að losna við búðarrápið.
13. Steiktu kjöt við lágan hita. Ef
þú steikir kjöt við 150 til 175 C°,
skreppur kjötið minna saman en ella,
verður safaríkara og auðveldara að
sneiða það niður.
13. Dósamatur. Fyrir einstaklinga
getur dósamatur reynst það ódýrasta,
þegar allt kemur til alls. Það gengur
ekkert af nema umbúðirnar.
14. Kjöt í heilum skrokkum er
ódýrara — líka kjúklingar. Egg eru
stundum ódýrari, ef þú kaupir 1 kíló
í stað þess að kaupa þau í stykkjatali.
Hafðu hugfast: Þú getur sparað í
raun og veru. Allt sem þú þarft, er
skipulagning.
II. HVERNIG LÆKKA Á
RAFMAGNS OG HITA-
REIKNINGINN.
Þar sem rafmagn, hitaveita og ekki
síst olía hefur hækkað allmikið
undanfarið, skaltu fylgjast betur með
eyðslunni. Þú getur áreiðanlega spar-
að nokkuð, og hér á eftir fylgja
nýjustu ráðleggingar um hvernig þú
getur lækkað orkureikningana.
Ljósin.
Þegar þú yfirgefur herbergi skaltu
slökkva ljósin. Þessi lexía er líka þörf
fyrir börnin og aðra í fjölskyldunni.
Reyndu hvort þú kemst ekki af með
minni perur (15, 25, 40 wött) í
náttljós, skrautljós og veggkerti. En
þetta verður auðvitað að gera innan
skynsamlegra marka, þar sem hvorki
lífi eða heilsu er stefnt í voða. Ljós í
stigum og göngum ættu að vera góð.
Notaðu flúrosent ljós í eldhúsinu,
baðinu og vinnuherberginu. 40 watta
flúrosent rör gefur 25% til 85%
meira Ijós en þessar venjulegu, og
þær eru ódýrari í rekstri.
Veldu ljósa liti á veggina. Þeir
endurkasta meiri birtu en dökkir og
þá þarftu minni lýsingu.
Hiti.
Tapaður hiti þýðir tapaðir pening-
ar. Þessvegna er góð einangrun
nauðsynleg svo og þéttikantar á dyr
og glugga. Peningar, sem eytt er í
það, skila sér venjulega fljótlega og
vel það. Ef einangraður veggur leiðir
samt kulda, er ráð að korkleggja
hann. Veggfóður getur líka gert
nokkurt gagn. Hafðu gardínur fyrir
gluggunurn, dragðu hliðartjöldin vel