Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 34
32
sem skemmstum tíma raðað þeim
inn.
Ef kæliskápurinn heldur ekki
hundraðkrónuseðli án þess að hann
sígi niður, þarf að skipta um
þéttikant. Hitastig kæliskápsins ætti
að vera um 4 C° stig.
Uppþvottavélin.
Ekki þvo í henni nema hún sé full.
Ef þú þarft að safna í hana, geturðu
skolað af diskunum annað hvort í
eldhúsvaskinum eða í vélinn sjálfri.
Þurrkarinn í vélinni eyðir 1/3 ork-
unnar í hvert skipti, þessvegna
geturðu stöðvað vélina, þegar hún
hefur þvegið og opnað hana, svo
leirtauið þorni sjálft. Til eru vélar,
sem taka inn á sig heitt vatn, sem
gæti verið sparnaður fyrir þá, sem
hafa hitaveitu.
Þvottur.
Þar sem svo mikill kostnaður er við
að hita upp vatn, skaltu aldrei nota
heitt vatn, þegar þú kemst af með
volgt, eða volgt ef kalt gerir sama
gagn. Settu þvottavélina ekki í gang
fyrr en þú átt í hana fulla, en aftur á
móti er enginn sparnaður í að
yflrfylla hana. Ef þú átt eftir að
kaupa þér þvottavél, veldu þér þá
einhverja sem hefur stóra tromlu, svo
þú þurfit ekki alltaf að vera að þvo.
Útvarp og sjónvarp.
Slökktu á þessum tækjum þegar
enginn er að fylgjast með þeim,
jafnvel þótt þú ætlir ekki að missa af
þætti, sem kemur eftir 10 til 20
mínútur. Sú kenning, að lampar
tækjanna endist skemur, sé verið að
kveikja og slökkva á tækjunum, hefur
nú verið dregin til baka. Litsjónvörp
eyða meiri orku en svart-hvít. Sum
tæki, sem sést og heyrist í um leið og
kveikt er á þeim, eyða straum jafnt
og þétt meðan þau eru í sambandi,
þótt ekki sé kveikt. Þau ætti því að
taka úr sambandi milli sýningartíma.
Séu straumbreytar á rafmagnstækj-
unum ættirðu ekki að hafa þau í
sambandi nema það sé verið að nota
þau.
Frystikistan.
Ef þú hefur lítið í frystikistunni,
fer mótorinn oftar í gang heldur en
þegar hún er full. Frosnu vörurnar 1
henni hjálpa til við að halda frostinu.
Það er því enginn sparnaður að nota
hana ekki til fulls, ef hún er á annað
borð til.
★
Starfsmaður skoðanakönnunarinnar gaf yfirmanni sínum skýrslu:
Nýjasta skoðanakönnunin okkar sýnir, að yfir 90% fólksins hefur
engan áhuga á skoðunum annarra.