Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 35
33
Bréf til ^Úrvals
Herra ritstjóri.
Mér þykir líklegt, að bókhald
„Úrvals” sé í svo góðu lagi, að ekki
þurfi að spyrja kaupendur hvort þeir
hafi greitt ritið eða ekki. Ég lít því svo
á, að fyrirspurnin sé byggð á því, að
greiðsla hafi ekki enn borist til
ritsins. Meða það í huga vil ég
upplýsa, að ég greiddi ritið umrætt
tímabil með gíróseðli 5. nóvember
1975.
Úrval hefur nú komið út í 34 ár.
Þar af leiðandi er geymdur mikill
fróðleikur og annað efni í ritinu, sem
oft væri æskilegt að geta flett upp á
fyrirvaralaust. Ég minnist þess ekki
að í því sé að finna heildarefnisyflrlit,
aðeins yfirlit einstakra hefta. Mis-
munandi mörg hefti hafa komið út á
ýmsum tímabilum og á því orðið
ýmsar breytingar. Upplýsingar um
þetta er að ég held ekki að fínna í
ritinu.
Ég teldi æskilegt að fá flokkað
efnisyfirlit eftir því sem tök væru á og
skrá um fjölda hefta á hverju ári, svo
að þeir, sem safna ritinu, geti gengið
úr skugga um, hvort eitthvað vantar
inn í eða ekki.
Að þessu athuguðu leyfí ég mér að
spyrjast fyrir um það, hvort nokkuð
sé fyrirhugað í þessu efni. Fullkomið
efnisyfirlit er mikið verk og tekur
mikið pláss, en upplýsingar um
heftafjölda á ári er að minnsta kosti
ekki óyfirstíganlegt.
Væri ekki rétt að athuga mögu-
leika á því að láta 35. árgang ritsins
enda á einhverri úrlausn í þessu efni?
Vinsamlegast,
Guðjón Ingimundarson,
Sauðárkróki.
Áminnigarseðill um greiðslu
áskriftargjalda varlátinn inn í öllþau
eintök, sem send voru til áskrifenda.
Vinnulið okkar er fámennt eins og
víðast, og með þessum hætti átti að
sþara þá vinnu, sem liggur í sundur-
greiningu hafra og sauða. Enda voru
þeir, sem þegar hefðu borgað, beðnir
að láta boðskap seðilsins sem vind
um eyru þjóta.
Heildarefnisyfirlit er erfitt mál og
vandséð á því lausn. Til þess að geta
auðveldlega flett upþ í því sér til
gagns, þarf lesandinn að muna
fyrirsögn greinarinnar, nema því eins
að efnið sé í slíku yfirliti greint í
flokka, og reynslan er sú, að menn
greinir mjög á um slíka greiningu.
Auk þess gœti efnisyfirlit aldrei náð
yfir nema einn árgang, og það mœtti
vera glöggur maður, sem myndi
þegarístaðhvort t.d. greinin ,,Þegar
Jón át séra Jón ’ ’ var 133- árgangi eða
31. Eða, ef um flokkagreiningu vœri
að ræða, hvort hann œtti að leita
undir ,,þjóðlegur fróðleikur",
,, skáldsögur, ” ,, minnisverður mað-
ur" — eða eitthvað annað. Eyrir utan
þá miklu vinnu, og að sjálfsögðu fyr-