Úrval - 01.04.1976, Page 36

Úrval - 01.04.1976, Page 36
34 ÚRVAL irferð t prenti, sem slíkt yfirlit kallar á, eru að mínu viti of miklir annmarkar á gerð efnisyfirlits til þess að það geti svarað kostnaði. Hins vegar er létt verk og löður- mannlegt að geta þess í síðasta hefti hvers árgangs, hve mörg hefti hafa komið út það árið, og ég skal reyna að minnast þess. Aftur á móti vil ég benda á, að síðan ég tók að fylgjast að ráði með Urvali hefur þess held ég alltaf verið getið, fyrir hvaða mánuð heftið er, og eftveimur heftum hefur verið slengt saman, eins og til dœmis kom fyrir á síðasta ári, eru báðir þeir mánuðir nefndir á kápu. Þannig eiga menn ekki að þurfa að vera í vafa um, hvort þeir hafa alheimt. Ritstj. Ágæti ritstjóri, kærar þakkir fyrir Úrval. Alltaf er eitthvað í hverju hefti, sem mér finnst athyglisvert. Sérlega hafði ég gaman af bókinni í janúarheftinu, „Þegar himinninn rigndi eldi.” I febrúarhefti las ég með mikilli athygli „Barátta á norðurhjara. ” Það eru svona greinar, sem opna augu manns fyrir erfiðleikum, sem maður leiðir ekki hugann að, þegar verkinu er lokið. Mér fannst greinin mjög fróðleg. Mig minnir, að í ritstjórnargrein hafi verið beðið um ábendingar um efnisval. Og þá langar mig að spyrja, er ekki hægt að fá meira af innlendu efni? Og hefur Úrval ekki áhuga á dulrænum sögum og frásögnum af dulrænni reynslu fólks? Áður en ég lýk þessu bréfi vii ég svo þakka fyrir þáttinn „Börnin okkar” og vona að þið getið fyllt hann sem oftast. Kærar kveðjur Ragnheiður Sigurðardóttir Hafnarfirði. Innlent efni höfum við fengið alltaf við og við, en það takmarkast meðal annars af því hve mikið við komumst til að lesa. lnnlend grein, sem tekin er upp í Urval, þarf meðal annars að vera þeim eiginleikum búinn, að hún sé í fullu gildi í tvo eðaþrjá mánuði að minnsta kosti, að hún sé ekki of löng, og að henni fylgi ekki töflur eða viðamikil línurit til skýrtngar. Og satt best að segja er mikið af því efni, sem birtist í fjölmiðlum okkar, því miður svo tengt dœgurmálum hvers tíma, að framboð ágreinum við hcefi Urvals er ekki ýkja mikið. Jú, vissulega höfum við áhuga á dulrœnum sögum og sögum af dulrænni reynslu, eins og aðrir íslendingar. Ef lesendur Úrvals hafa frá einhverju slíku að segja, væri gaman að sjá frásagnir af því. En það er ekki víst að við bíðum eftir því — kannski að eitthvað dulrænt verði strax í næsta hefti. Ritstj. Urval þakkar fyrir bréfin og hvetur lesendur sína til að stinga niður penna. Utanáskriftin er Úrval, póst- hólf533, Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.