Úrval - 01.04.1976, Síða 40

Úrval - 01.04.1976, Síða 40
38 ÚRVAL ina. Þegar við áttum skammt eftir ófarið heim, slakaði ég óttaslegin á ferðinni. Svo langt, sem augað eygði, var vegurinn á kafi í vatni. Skammt fyrir framan okkur var brú, sem lá yfír smá vatnsfall, sem hafði verið þurrt, þegar við fórum að heiman. Nú var rétt svo, að brúin slyppi við kolmórauðan vatnsflauminn. Gætilega keyrði ég yfír brúna og kom að annarri. Hún lá yfir annað vatnsfall, Kockatea Creek, sem var tuttugu mínútna keyrslu heiman frá okkur. Mestan hluta ársins var Kockatea bara grýtt, þurrt svöðusár í rauðri jarðskorpunni. Nú streymdi ólgandi vatnið yfir mjóa brúna. Við vorum innilokuð milli tveggja ólg- andi fljótal Hægt og hikandi ók ég áfram, Var vatnið á brúnni of djúpt til að ég kæmist yfir? Ég hafði heyrt sögur af þvi, hvernig smá lækir gætu bólgnað upp og rifið allt lauslegt með sér. En hérna virtist vatnið ná aðeins fáa sentimetra upp á hælana, sem voru meðfram veginum. Ef ég héldi mig á miðri brúnni, hlytum við örugglega að komast yfir. Varlega beindi ég stóra Fordinum niður á brúna, sem stóð neðan við dálitla brekku — en of seint rann það upp fyrir mér, að ég hafði misreiknað vatnshæðina og straumþungann. Með lemjandi hjartslátt og hendurn- ar krepptar um stýrið hvíslaði ég: „Áfram! Áfram!” Vélin hikstaði og stöðvaðist síðan alveg. Örvæntingar- full þreifaði ég eftir kveikjulyklinum. En vélin fór ekki í gang. Og nú tók ég eftir því, að bíllinn hafði færst þó nokkuð til hliðar á meðan á þessu stóð. Vatnið steig óðfluga. Ég snéri mér við og leit sem snöggvast á drengina. Þeir sátu' í aftursætinu og horfðu ráðleysislegir á vatnsflauminn. Við urðum að yfir- gefa bílinn undir eins. Ég vissi, að það var brattur halli frá vegarkantin- um mín megin, og ég sá vatnið mynda iðu er það steyptist ofan. Þessvegna klifraði ég yfir í aftursætið og reyndi við afturdyrnar. En straum- urinn var svo þungur, að það var ekki hægt að opna þær. Með öndina í hálsinum gerði ég mér grein fyrir að eini útvegurinn var að komast út um afturgluggann. Ég klifraði út og með vatnið freyðandi um hnén lyfti ég Davíð gegnum gluggann. Með hann í fanginu óð ég af stað til að koma honum á þurran stað, þar sem ég gæti sett hann frá mér, meðan ég færi og sækti Terry. En í sömu andrá kom stór alda og hreif okkur með sér niður hallann, á kaf í ólgandi, mórauðan flauminn. Til allarar hamingju hafði Davíð vafið handleggjunum um háls minn og krækt fótunum um mjaðmirnar, eins og óttasleginn bjarndýrsungi. Við þrýstumst niður í vatnið og það var sem lungu mín ætluðu að bresta. En fyrir kraftaverk skaut okkur upp aftur. Við köstuðumst upp að ár- bakkanum og ég krafsaði okkur leið gegnum brotna runna og alls kyns
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.