Úrval - 01.04.1976, Page 41

Úrval - 01.04.1976, Page 41
39 rekadót. Með Davíð hangandi á mér snéri ég mér við og sá í þverrandi dagsbirtunni, hræðslulegt andlit Terrys í afturglugganum. Hálfum í kafi og að hálfu á floti, en alltaf á réttum kili, bar vatnsflaumurinn bílinn burtu, en hér og þar rakst hann á og snerist þá eins og eldspýtu- stokkur. Stuttu síðar var hann horf- inn í hringiðu straumsins. Ég hljóp með Davlð í fanginu angistarfull niður eftir ánni, brölt- andi yfir runna og rætur og fældi hópa af skrækjandi kakadúum upp af trjánum. Þegar ég kom þangað sem hringiðan hafði verið, var bíllinn ekki sjáanlegur. Ég hélt Davíð ennþá upp að mér og hljóp að gömlu húsi, sem ég vissi að landbúnaðarverkamennirnir not- uðu á haustin. Ég hentist í gegnum opnar dyrnar og hrópaði á hjálp, en húsið var tómt. Við strukum lím- kennda köngulóarvefi framan úr okkur. Ég varð að útvega hjálp. Ég hljóp aftur út á veginn með rispaða og blæðandi fætur, því ég hafði týnt skónum í straumnum. Bæði ég og Davíð skulfum frá hvirfli til ilja, ekki síst vegna taugaáfallsins. Það var næstum aldimmt, þegar við reikuðum í áttina heimleiðis eftir veginum. í fjarska sá ég bílljós nálgast. Það kom í ljós, að það var frænka Kens, Grace, sem var á leiðinni heim frá Mullewa með son sinn og frænda. Ég skýrði henni grátandi frá því, sem skeð hafði. Grace sagði að við skyldum undireins fara til Mullewi eftir hjálp. Flóðbylgjan var nú í rénun. En þegar Grace ætlaði að snúa bílnum við festist hann í drullunni í vegkantinum. Drengirnir tveir hlupu heim að næsta bæ, og skömmu síðar kom Wally O’Brien og kona hans í bílnum þeirra. Þau keyrðu okkur í skyndi til Mullewa og kölluðu á lögregluna, eftir að hafa skilið okkur eftir hjá hjúkrunarkonunni, Helenu Barden. Hún sá um að við fengjum heitt bað og þurr föt, og gaf mér róandi sprautu. Ég var þjáð af hræðslu og sjálfsá- sökunum. Hvað skyldi Terry hafa haldið, þegar hann sá móður sína og bróður hverfa í strauminn? Og hvað myndi maðurinn minn halda? Síma- sambandið var roftð vegna óveðurs- ins. Vissi hann hvað hafði skeð? Ken er alltaf rólegur og rökrétt hugsandi. En í örvæntingu minni og taugaspennu ímyndaði ég mér, að hann myndi kenna mér um það sem skeð hafði. Foreldrar mlnir keyrðu okkur Davlð heim til sín, ekki langt frá Kockatea Creek. Þar datt ég útaf máttvana og undir áhrifum róandi sprautunnar, sem ég hafði fengið, og grét mig í svefn. Um nóttina komu vinir og ættingj- ar, úr allt að 150 kílómetra fjarlægð, til að taka þátt í leitinni. Ken fékk fréttina frá nágrönnum okkar, sem urðu að hrópa þær þvert yfir æðandi vatnsflauminn. Honum var illa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.