Úrval - 01.04.1976, Síða 42

Úrval - 01.04.1976, Síða 42
40 ÚRVAL brugðið, en hann hélt undir eins af stað til að leita að Terry. Allir í nágrenninu tóku þátt í leitinni. Fólk, sem hafði það nota- legt í laugardagsheimsóknum, brá fljótt við, þegar það heyrði beiðni lögreglunnar um hjálp. Bílljós og vasaljós lýstu upp flóðið við aðalveg- inn. En lengraí burtu var ógerlegt að komast yfir flæddu svæðin. Ken hafði farið langa leið niður eftir fljótinu, þegar hann sá glampa á eitthvað í tunglskininu. Hann klifr- aði upp á fallinn trjábol og kom þá auga á bílinn okkar, þar sem hann stóð ögn upp úr vatninu. Með illum grun smeygði hann sér niður í vatnið og heppnaðist að klifra inn í bílinn. Vatnið náði næstum upp í þak bílsins. Hann gat rétt aðeins haldið höfðinu upp úr á meðan hann fálmaði með höndun- um innundir mælaborðið og sætin. Hann fann ekkert. Eftir því sem leið á nóttina, hvarf vonin. Um það bil 400 metrum fyrir neðan sokkna bflinn breikkað flóðið og varð að stóru stöðuvatni og bílarnir komust ekki nógu langt til að lýsa upp vatnið með runnatætlum á víð og dreif. Menn, sem áður höfðu séð skemmdarverk af völdum flóða, hristu höfuðin í uppgjöf. Slðari hluta nætur var ákveðið að hætta leit þar til bjart yrði. En margir neituðu að gefast upp, þar á meðal Ken, sem hélt áfram alla nóttina. Þegar ég vaknaði á sunnudags- morguninn, voru áhrif svefnlyfsins horfin og ég varð að horfast í augu við kaldan raunveruleikann. Það var annríki í húsinu; konurnar voru á þönum við að útbúa nesti fyrir leitina, sem þegar var í fullum gangi. Nú voru liðnar 14 klukkustundir síðan Terry hvarf. Vatnið hafði sjatnað mikið, og enn sást hvorki tangur né tetur af drengnum. Hver mfnúta virtist undirstrika ósigurinn, sem við að lokum yrðum að horfast í augu við. Þennan sunnudagsmorgun, sem ég lá í húsi foreldra minna, hugsaði ég mest um liðna tíð. Ég gat ekki hugsað mér lífið án Terrys. Hafði ég veitt þessum hæga, blíða dreng alla þá ást og eftirtekt, sem hann þarfn- aðist? Af því að hann var elstur barnanna þó hann væri bara fimm ára, hafði hann oft orðið að standa í skugganum, þegar systkini hans kröfðust eftirtektar okkar. Skyndilega hljómaði margraddað bílflaut frá veginum niðri við flóðið. Þetta var merkið, sem gefa skyldi, ef einhver fyndi eitthvað. Ég beið stíf af angist eftir skelfilegum fréttum. En svo heyrðist hrópað úti: ,,Þeir hafa fundið hann! Þeir hafa fundið Terry! Lifandi og vel á sig kominn!” Á lífi! Við vorum sem lömuð og þorðum í fyrstu ekki að trúa okkar eigin eyrum, en brátt réðum við okkur ekki fyrir fögnuði. Terry var fluttur heim til Helenu Bardens í Mullewa. Þegar við Ken komum þangað, sat hann í eldhúsi hjúkrunarkonunnar, klæddur í nátt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.