Úrval - 01.04.1976, Page 47

Úrval - 01.04.1976, Page 47
HINN LANGI SVEFN GENE TIPPS 45 merki um skarpar gáfur hans né ríka kímnigáfu. Hann sýndi engin við- brögð. Hannandaði, en hann „starf- aði” ekki í rauninni sem mannleg vera. Starfsfólk sjúkrahússins dró því þá ályktun að loknum tæpum þrem vikum til viðbótar, að það gæti ekkert meira gert fyrir hann. Þeim Jack og Gladys Tipps var því sagt að fara heim með son sinn. Sex mánuðum eftir slysið gat Gene orðið haltrað um með hjálp göngu- grindar. Taugaskurðlæknirinn skoð- aði hann en fann samt engin batamerki, hvað heilastarfsemina snerti. ,,Hann siturí stól, starir fram fyrir sig og segir ekkert að fyrra bragði”, skrifaði hann í sjúkraskrá sína. Hann sagði foreldrum Gene, að þau kynnu að verða að líta svo á, að heilaskemmdir hans væru varanlegar, ef ekki yrði vart neinna merkja um endurvakta greind í fari hans innan árs. Gene gerði ekkert að eigin frum- kvæði. Ef enginn skipti sér af honum, svaf hann 20 tíma á sólarhring. Foreldrar hans urðu að lokka hann til þess að fara úr rúminu eða beinlínis að skipa honum að gera það. Það varð að neyða hann til þess að þvo sér, raka sig, greiða sér og bursta tennurnar. (En samt urðu tennur hans smám saman brún- leitar). Hann brosti aldrei né hló, og svaraði beinum spurningum einungis játandi eða neitandi. Hann þekkti hvorki vini né ættingja. Að ári liðnu tóku foreldrar Gene hækjurnar af honum og neyddu hann til þess að ganga án hjálpar þeirra. Þau reyndu að hvetja hann á ýmsan annan hátt. Þegar Jack kom heim úr vinnunni á kvöldin, en hann var trésmiður, fór hann með Gene í öku- og gönguferðir. En Gene vildi ekki ganga, og hann sofnaði í ökuferðum. Gladys hafði sjónvarps- tækið alltaf í gangi í þeirri von, að kannski mundi einhver atburður eða svipmynd á skjánum rjúfa þá múra, sem aðskildu Gene frá umheimin- um.Hann sat í þúsundir klukkutíma fyrir framan sjónvarpstækið og sleit jafnvel alveg áklæðinu í baki hæg- indastólsins, sem hann satí. En samt virtist hann hvorki sjá né heyra neitt af því, sem fram fór. Foreldrar Gene keyptu róðrarvél handa honum og neyddu hann til þess að róa. Svo keyptu þau æfínga- hjól til að þjálfa hann á. Gene hafði megnustu óbeit á báðum þessum tækjum. Óbeit hans á hvers kyns æfingum og þjálfun var eina tilfínn- ingalega viðbragðið,sem greint varð í fari hans. Stundum sagði læknirinn eða ættingi við þau, að kannski væri betra að koma Gene fyrir á hjúkrun- arheimili. En þau neituðu að^taka slíka hugmynd til greina. Hið eina, sem komst að í huga þeirra, var þessi spurning: ,,Hvað fleira getum við reynt?” Þau fóru með Gene til taugaskurð- lækna, taugalækna, sállækna og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.