Úrval - 01.04.1976, Side 48
46
ÚRVAL
sálfræðinga. En enginn þeirra gat
hjálpað honum. Þau komu honum
fyrir í endurhæfingarstöð í Texas. En
að tveim vikum liðnum var hringt til
þeirra og þeim var sagt að sækja
hann. Þeim var sagt, að þetta væri
aðeins tímaeyðsla, því að Gene vildi
alls ekki hafa samstarf við sjúkraþjálf-
arana.
Tvisvar á ári fór frú Tipps með
Gene í skoðun til Charles Randals,
heimilislæknis fjölskyldunnar. Hvað
eftir annað neyddist Randal til þess
að segja við þau: ,,Mér getur ekki
hugkvæmst neitt, sem hægt væri að
gera Gene til hjálpar.”
í apríl 1975 komst Randal læknir
að því, að það var sýking í gallblöðru
Gene. ,,Ég ætti að taka hana burt, en
ég veit bara ekki, hver viðbrögð Gene
yrðu við svæfingu. Sá möguleiki er
fyrir hendi, að hann dæi eða félli
aftur í algert dá.”
Þrem vikum slðar var uppskurð-
urinn gerður, enda var ekki hægt að
fresta honum lengur. Frú Tipps var
hjá Gene allt frá því augnabliki er
hann kom í sjúkrahúsið. Hann svaf í
rúmlega 30 klukkustundir að upp-
skurðinum loknum. Þegar hann
vaknaði, virtist hann vera eins og
áður, innilokaður, tjáningarlaus og
skeytingarlaus.
Svo gerðist undrið, um 65 klukku-
stundum eftir uppskurðinn. Gene
slapp loks út úr þeirri dimmu og
hroðalegu dýflissu, sem hann var í,
án þess að gera sér grein fyrir þeirri
breytingu, sem var að verða á
honum. Á einu augnabliki breyttist
hann úr sljórri og viljalausri mann-
veru í háskólastúdentinn, sem hann
hafði verið fram til 21. maí árið 1967.
Þetta undur gerðist klukkan 1.30
aðfararnótt Þ. 16. maí árið 1975.
Hann starði á móður sína, sem
hafði litið sem snöggvast af honum
þessa stundina. Hann gat ekki skilið,
hvers vegna hún var svo miklu
ellilegri en hún hafði verið. ,,Hve
lengi hef ég verið í sjúkrahúsinu?”
spurði hann.
Þetta var fyrsta spurningin, sem
hann hafði spurt í samfleytt 8 ár.
Móðir hans sneri höfðinu til og leit á
hann. Nú var komið að henni að
stara með undrunarsvip. ,,í þrjá
daga,” svaraði hún af mikilli var-
kárni.
,,Þrjá daga? Það er þá best, að ég
komi mér héðan út og drattist aftur í
skólann. Ef mig vantar í skólann í
meira en 5 daga, verð ég rekinn. Hve
lengi hef ég verið fjarverandi frá
skólanum?”
Frú Tipps vissi ekki, hverju hún
ætti að svara honum. I öll þessi löngu
ár hafði hún stöðugt leitað að
einhverri vísbendingu 1 fari hans um
það, að hann væri að losna úr þessari
prísund myrkursins. Stundum hafði
henni fundist sem hún greindi slíka
vísbendingu, en hún var aldrei á
rökum reist, heldur var þar ætíð um
óskhyggju hennar að ræða. Nú varð
hún gripin meiri fagnaðarkennd, en
nokkru sinni fyrr. Hún fann til
örvæntingarfuilrar þarfar á að trúa