Úrval - 01.04.1976, Síða 50

Úrval - 01.04.1976, Síða 50
48 URVAL hún vissi ekki enn, hvort þessi breyting væri til frambúðar. Þau töluðu og dottuðu til skiptis alla nóttina. Um morguninn var Randal heimilislæknir þdrra beðinn um að koma. Gene brosti til hans og spurði: „Hvað gerðirðu eiginlega við hausinn á mér?” __ Læknirinn starði á þennan sjúkling sinn. Hann hafði aldrei orðið fyrir svipaðri reynslu í þá þrjá áratugi, sem hann hafði verið starfandi sem læknir. Hvorki hann né þeir sérfræð- ingar, sem leitað var til siðar, gátu gefið nokkra skýringu á ástæðu þess, að Gene hafði skyndilega vaknað til lífsins aftur. „Mamma segir, að þú hafir tekið úr mér gallblöðruna,” hélt Gene áfram brosandi. ,,Það hefði kannski ekki verið svo vitlaust að taka hana fyrir 8 árum, fremur en að bíða með það.” Randal læknir var svo lamaður af undrun, að hann hafði ekki rænu á því að gera að gamni sínu við Gene. Gene var reiðubúinn að halda heim, eftir að hann hafði dvalið 9 daga til viðbótarí sjúkrahúsinu. Hann faðmaði foreldra sína að sér og sagði: ,,Ég get gert mér í hugarlund, hvað þið hafið orðið að leggja á ykkur mín vegna. En nú er þessi martröð á enda. Þið þurfið ekki að vorkenna mér lengur. ” I ágúst í fyrra var Gene rannsakað- ur nákvæmlega af sérfræðingum við Heilsuvísindamiðstöð Texasháskóla. Greind hans reyndist eðlileg. Náms- hæfileikar hans og vilji til þess að leysa ýmis vandamál reyndust ágæt. Taugasérfræðingurinn, sem skoðaði hann, varð var við ákveðnar vísbend- ingar um dálítið gallaða taugastarf- semi í hægri handlegg og hendi og einnig, hvað sjón hans snerti. Gene á erfitt með að lesa prentmál. Enda þótt sjón hans batni nú smám saman með stöðugri viðleitni og þjálfun, kann svo að fara, að hann verði að notast við námsefni á segulböndum, þegar hann snýr aftur til háskólans, en það mun hann kannski gera fyrri hluta þessa árs. Það hefur ekki fundist nein læknis- fræðileg skýring á hinu langa ,,dái”, sem Gene var í, né „upprisu” hans úr dáinu. Taugasérfræðingur einn hefur komið með þá uppástungu, að batinn sé kannski afleiðing af ,,ein- hverri lífefnafræðilegri breytingu eða efnaskiptabreytingu, sem kann að vera tengd svæfingu og súrefnis- magni líkamans.” Gene hefur þetta að segja, og hann er hugsandi á svipinn, þegar hann mælir þessi orð: , ,Hvar var ég í átta ár samfleytt? Það er óskiljanlegur leynd- ardómur. En hvað sem því líður, þá er nú þýðingarmest fyrir mig að snúa mér að því heils hugar að lifa lífinu. ’’ Um leið og hann tengir smám saman saman hina ýmsu búta atburð- arrásar þessara átta ára, er hann gripinn djúpri þekklætiskennd gagn- vart foreldrum sínum fyrir þolin- mæði þeirra og óbugandi hollustu. En móðir hans vill ekki, að hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.