Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 57
55
^Úrvalsljóö
Davíð Stefánsson.
HINN GLÁMSKYGGNI
í holum hcllisskúta bjó halur elligrár og beið þess, að hættu að blæða sín banvænu holundarsár. Ég leitaði að láni hjá konum, að ljósi í þeirra sál, en fann aðeins falskar ástir og fánýtt kossabrjál.
Glámskyggn hafði hann gengið hinn grýtta, ótroðna veg. Brún hans var yggld og úfin og augun djöfulleg. Ég gekk í guðshús og reyndi að gleyma hégóma og synd, en sá þar kveinandi klerka kyssa sína eigin mynd.
Sem örvita, óður maður um hann deyjandi brauzt, kreppti knefana visnu og kvað með þrumuraust: Ég gróf nið’r í gamla hauga og gull þar aldrei fann, sá aðeins sýnina gömlu að sóknarkirkjan brann.
Ég bergði af bikar lífsins og bölva hverjum teyg. Hver sól, er ég sá að morgni, t sæ að kvöldi hneig. Hvar sem ég fór og flæktist um fjöll eða skógarstig, hafa draugar og djöflar dansað í kringum mig.
Því blómi, er í dögun dreymdi um dagsins sólskins og frið, kastaði ég fölu að kveldi í kolsvart náttmyrkrið. Vei, vei þér, heimski heimur, sem hæðir leitandi mann og gerir aumingja úr öllum, sem elska sannleikann.
Ég fann engan speking svo spakan, að spár hans reyndust ei hjóm, og engan lækni svo lærðan, að lífgaði visnuð blóm. Og vei þér, skinhelgi skálkur, sem skríður við dauðans lind, blindur af biblíulestri og bleikur af lygi og synd.