Úrval - 01.04.1976, Síða 61

Úrval - 01.04.1976, Síða 61
JARDSKJÁLFTI! bátahöfnina sígur landið mikið, svo að kaldur sjórinn úr flóanum fossar niður eftir íbúðargötum. Brúin yfir Gullna hliðið hristist harkalega, og síðan hrynur syðri brúarendinn. Sprengingar leggja háhýsi Ameríku- banka í rúst og einnig Wells Fargo- bankans. Rúður splundrast í skýja- kljúfum, og út um gluggana þeyt- ast skrifborð, skjalaskápar og fólk. Sprungnir oiíugeymar 1 Richmond handan flóans spýta þúsundum tunna af óunninni olíu út í San Franciscoflóann. Veggir San Quent- infangelsins eru nú rústir einar. Fangaverðir og fangar hnipra sig saman, meðan loftin tvístrast í smá- mola umhverfis þá. Fyrir sunnan borgina hrynja hæðirnar umhverfis Kristalslindastíflurnar út I vatnið og valda því, að það fossar yfir stíflu- garðinn, sem er frá 19. öld. Brátt splundrast hann, og 30 feta hár vatnsveggur æðir í áttina til borgar- innar San Mateo. Þetta hefur virst standa yfir í heila eilífð, en sannleikurinn er sá, að öll þessi eyðilegging hefur orðið á aðeins 90 sekúndum. I fyrstu er aðeins þögn. Hinir eftirlifandi standa sem steinrunnir, huldir þykkum, svörtum reykmekki. Sterk gaslykt umlykur vit manna, svo að þeim verður óglatt. Allur rafstraumur fer af miðborg- inni. Allar símalínur eru óvirkar. Allar útvarpsstöðvarnar hafa skemmst mjög illa. Það er enginn til þess að leiðbeina ofsahræddum borg- arbúum og skipa þeim fyrir verkum. Hrikalegir eldar æða óhindraðir um hálfhrunin háhýsi. Yfir fjórðung- ur slökkvisveitanna hefur týnst og búnaður þeirra eyðilagst. Það er ekkert vatn að fá nema úr neyðar- geymum. Hjálparstöðvar spretta upp á skipulagslausan hátt. Það eru ekki 59 til nægar birgðir af nokkmm sköp- uðum hlut. Jarðhræringar hafa fundist í rúm- lega 300 mílna fjarlægð. Það hefur orðið svo mikið tjón í nálægum byggðarlögum, að íbúar þeirra ráða ekki við neitt, en það hafði einmitt verið búist við því, að þaðan væri hjálpar að vænta, ef þessi ógæfa dyndi yftr borgina. San Mateo er á kafi í vatni. Borgirnar Berkeley og Oakland handan flóans hafa skemmst mikið í jarðskjálftakipp- um, sem fylgdu á eftir aðalkippnum. Það verður að senda búnað og starfs- fólk fyrir bráðabirgðasjúkrastöðvar flugleiðis til borgarinnar, en þá kem- ur það fram, að allir flugvellirnir á flóasvæðinu eru óstarfhæfir og flug- brautir sprungnar og undnar. Það er nú næstum ógerlegt að komast til San Francisco. Byggðin á láglendinu fyrir sunnan Kerta- stjakagarð er undir vatni. Öfært er yfir allar Flóabrýrnar. Fylkisvegur nr. 280 og Strandhraðbrautin eru ófær vegna skriðufalla og jarðrasks. Sums staðar eru skriðurnar allt að 15 fet á dýpt og sprungurnar, missigið og annað jarðrask eftir því. Eina leiðin til þess að ná til hinnar ógæfusömu borgar er að fara þangað með skipi eða þyrlu, og það mun taka rúma 10 klukkutíma fyrir allar meiri háttar hjálparsveitir að komast til borgar- innar. Það dimmir fyrr þetta kvöld. Þykkur reykjarmökkur hvílir yfir öllu svæðinu. Það fer að hvessa, og þá æsast eldarnir. Fólk hniprar sig saman í hópum á strætunum. Menn láta viðvaranir gegn hnupli og ránum eins og vind um eyrun þjóta. Fólkið berst um það litla magn af hjúkr- unargögnum, ábreiðum og matvæl- um, sem hæer er að ná ril
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.