Úrval - 01.04.1976, Qupperneq 61
JARDSKJÁLFTI!
bátahöfnina sígur landið mikið, svo
að kaldur sjórinn úr flóanum fossar
niður eftir íbúðargötum. Brúin yfir
Gullna hliðið hristist harkalega, og
síðan hrynur syðri brúarendinn.
Sprengingar leggja háhýsi Ameríku-
banka í rúst og einnig Wells Fargo-
bankans. Rúður splundrast í skýja-
kljúfum, og út um gluggana þeyt-
ast skrifborð, skjalaskápar og fólk.
Sprungnir oiíugeymar 1 Richmond
handan flóans spýta þúsundum
tunna af óunninni olíu út í San
Franciscoflóann. Veggir San Quent-
infangelsins eru nú rústir einar.
Fangaverðir og fangar hnipra sig
saman, meðan loftin tvístrast í smá-
mola umhverfis þá. Fyrir sunnan
borgina hrynja hæðirnar umhverfis
Kristalslindastíflurnar út I vatnið og
valda því, að það fossar yfir stíflu-
garðinn, sem er frá 19. öld. Brátt
splundrast hann, og 30 feta hár
vatnsveggur æðir í áttina til borgar-
innar San Mateo.
Þetta hefur virst standa yfir í heila
eilífð, en sannleikurinn er sá, að öll
þessi eyðilegging hefur orðið á aðeins
90 sekúndum. I fyrstu er aðeins
þögn. Hinir eftirlifandi standa sem
steinrunnir, huldir þykkum, svörtum
reykmekki. Sterk gaslykt umlykur vit
manna, svo að þeim verður óglatt.
Allur rafstraumur fer af miðborg-
inni. Allar símalínur eru óvirkar.
Allar útvarpsstöðvarnar hafa
skemmst mjög illa. Það er enginn til
þess að leiðbeina ofsahræddum borg-
arbúum og skipa þeim fyrir verkum.
Hrikalegir eldar æða óhindraðir
um hálfhrunin háhýsi. Yfir fjórðung-
ur slökkvisveitanna hefur týnst og
búnaður þeirra eyðilagst. Það er
ekkert vatn að fá nema úr neyðar-
geymum. Hjálparstöðvar spretta upp
á skipulagslausan hátt. Það eru ekki
59
til nægar birgðir af nokkmm sköp-
uðum hlut.
Jarðhræringar hafa fundist í rúm-
lega 300 mílna fjarlægð. Það hefur
orðið svo mikið tjón í nálægum
byggðarlögum, að íbúar þeirra ráða
ekki við neitt, en það hafði einmitt
verið búist við því, að þaðan væri
hjálpar að vænta, ef þessi ógæfa
dyndi yftr borgina. San Mateo er á
kafi í vatni. Borgirnar Berkeley og
Oakland handan flóans hafa
skemmst mikið í jarðskjálftakipp-
um, sem fylgdu á eftir aðalkippnum.
Það verður að senda búnað og starfs-
fólk fyrir bráðabirgðasjúkrastöðvar
flugleiðis til borgarinnar, en þá kem-
ur það fram, að allir flugvellirnir
á flóasvæðinu eru óstarfhæfir og flug-
brautir sprungnar og undnar.
Það er nú næstum ógerlegt að
komast til San Francisco. Byggðin
á láglendinu fyrir sunnan Kerta-
stjakagarð er undir vatni. Öfært er
yfir allar Flóabrýrnar. Fylkisvegur nr.
280 og Strandhraðbrautin eru ófær
vegna skriðufalla og jarðrasks. Sums
staðar eru skriðurnar allt að 15 fet á
dýpt og sprungurnar, missigið og
annað jarðrask eftir því. Eina leiðin
til þess að ná til hinnar ógæfusömu
borgar er að fara þangað með skipi
eða þyrlu, og það mun taka rúma
10 klukkutíma fyrir allar meiri háttar
hjálparsveitir að komast til borgar-
innar.
Það dimmir fyrr þetta kvöld.
Þykkur reykjarmökkur hvílir yfir öllu
svæðinu. Það fer að hvessa, og þá
æsast eldarnir. Fólk hniprar sig
saman í hópum á strætunum. Menn
láta viðvaranir gegn hnupli og ránum
eins og vind um eyrun þjóta. Fólkið
berst um það litla magn af hjúkr-
unargögnum, ábreiðum og matvæl-
um, sem hæer er að ná ril